Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1935, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1935, Qupperneq 4
92 LESBÖK MOL ÖUNBLAÐSINS Vetrarferð á öræfum fyrir 49 árum. Maður heitir Andrjes Þorleifs- son og á heima á Grundai’stíg 5 hjer í Reykjavík. Hann er nú oi’ð- inn fjörgamall, en hinn ernasti og höfðinglegur ásýndum. Má sjá á honum að hann muni ekki liafa kipt- sjer upp við smámuni um æv- ina. Og svo er hann enn undir brún að líta, sem honum muni ekki hafa alt í augum vaxið með- an hann var upp á sitt besta. Raunin er ólýgnust um það, að þetta er rjett, því að Andrjes hefir komist í það, sem fæsta hef- ir hent, að liggja úti 15 dægur á öræfum á háþorra, villast þar og kunna þó frá tíðindum að segja. Það var á Þorranum veturinn 1886 (eða fvrir 49 árum) að þeir bræðurnir Andrjes, sem þá átti heima að Eiðsstöðum í Blöndudal, og Guðmundur Þox-leifsson í Tungunesi í Svínavatnshreppi lögðu á stað suður til Reykja- víkur, tveir einir, og fóru Auðkúlu heiði og Stórasand. Fóru þeir frá Eiðsstöðum snemma morguns 26. janúar. Gekk þeim greiðlega yfir Auðkúluheiði og Stórasand og voru komnir suð- ur undir Norðlingafljótsdrög um dagsetur. Ekki vildu þeir þó setjast þar að, heldur gengu þeir alla nótt- ina og voru komnir að landnorð- urhorninu á Strútnum í dögun 27. janúar. Er það langur áfangi norð- an vir Blöndudal. Þegar þangað var koxnið var komin á norðaustan hríð. Sáu þeir, að þeir myndi staddir of austar- lega og heldu því vestur með Strútnum og ætluðu að hitta skarðið milli hans og Eiríksjök- uls. En þá dimdi hríðina, svo að þetta tókst ekki, og urðu þeir nú viltir. Heldu þeir samt áfram allan daginn og lentu í Hallmundar- hrauni um kvöldið. Höfðu þeir þá verið á gangi í þrjú dægur, og munu hafa verið orðnir þreyttir. Og þar sem þeir voru líka vilt- ir, og mun ekki hafa litist árenni- legt að leggja út í hraunið um nótt, settust þeir að, gerðu sjer snjóhús og sváfu í því um nótt- ina. Daginn eftir var logndrífa og dimmviðri. Lögðu þeir þó á stað og voru að villast í hrauninu all- an þann dag fram á kvöld. Þá gerðu þeir sjer aftur snjóhús, og voru í því um nóttina. Um morguninn (29. jan.) var enn sama veður. Gékk nú alt fyr- ir þeim eins og daginn áður, nema að þeir komust út úr hrauninu um kvöldið. Hittu þeir þá stóran klofa stein, sem luktist saman að ofan. Hlóðu þeir snjó í sprungurnar beggja megin, og höfðu þetta fvrir náttstað. Næsta dag var enn sama veður. Viltust þeir þá inn í hraunið að- nýju, og urðu að hafast þar við í snjóhúsi um nóttina. Að morgni hins 31. jan. var komin þoka, sem sveif frá öðru hvoru, svo að þeir sáu til jökla, en vissu ekki hvar þeir voru staddir. Tóku þeir þá stefnu frá jöklun- um og gengu þann dag allan. Að kvöldi komu þeir að stórum steini og bygðu sjer snjóhús í skjóli við hann. Voru þá liðnir 6 dagar síðan þeir lögðu á stað. Og þarna í snjóhúsinu átu þeir sein- asta nestisbitann sinn. Þeir voru blautir, syfjaðir og hálfsvangir, en þó tók þorstinn xit yfir alt. Mun þeim því ekki hafa orðið svefn- samt um nóttina. Daginn eftir (1. febr.) var kom- ið bjart veður. Heldu þeir þá enn á stað og sömu stefnu og þeir höfðu farið daginn áður. Eftir svo sem tveggja stunda göngu komu þeir að á, og gengu. svo meðfram henni það sem eftir var dagsins. Um kvöldið gerðu þeir sjer snjó- hús og vonuðu að þeir þyrfti ekki að gera það oftar, því að nú myndi þeir vera farnir að nálg- ast mannabygðir. Næsta dag var komið hreinviðri og frost, en ófærð mjög mikil. Stokkfrusu fötin utan á þeim fljót lega og mundu þeir ekkert hafa komist, ef þeir hefði ekki haft skíði. Heldu þeir niður með ánni, éins og fyrri daginn, og eftir svo sem þriggja stunda gang rákust þeir á seltóftir. Og er þeir höfðu enn gengið nokkra hríð, sáu þeir bæ. Urðu þeir þá sárfegnir og lofuðu guð af heilum hug. Bær þessi var Örnúlfsdalur í Þverárhlíð, og áin, sem þéir höfðu lengst fylgt, var Kjarrá. Þeir náðu Örnúlfsdal um kl. 2 um daginn, mjög þjakaðir, eins og nærri má geta. Þóttu þeir úr helju heimtir. Var þeim tekið ágætlega í Örnúlfsdal, látnir fara úr fötum- og síðan standa í köldu vatni í 8 klukkustundir samfleytt, því að þeir voru kaldir á fótum. En þetta bjargaði þeim og voru þeir að mestu óskemdir á eftir. 1 tvo daga dvöldust þeir við góða aðhlynningu í Örnúlfsdal. A þriðja degi var þeim fylgt til Norðtungu. Þar var þeim mætavel tekið og var sóttur handa þeim læknir. Urðu þeir að halda þar kyrru fyrir í 9 daga, en voru þá orðnir ferðafærir. Á þessari stuttu frásögn má sjá það, að þeir bræður hafa ver- ið allvel útbúnir, höfðu nesti til viku, og skíði. Þeir kunnu einnig að gera sjer snjóhús, og er það ómissandi list fyrir þá sem ferð- ast um fjöll og hafa ekki tjald með sjer og hvílupoka, Báðir hafa þeir verið röskir menn og ekki látið hugfallast, þótt þeir viltust. Alt þetta hefir hjálpast að til þess að þeir náðu lifandi til bygða. Á. Ó. Stjáni kastaði snjókögli af öllu afli og hann lenti á háls- inum á virðulegum manni. Hann sneri sjer við reiðileg- ur og mælti: — Strákur, hví gerir þú þetta? — Fyrirgefið þjer, jeg ætl- aði að hitta kerlingarskrukk- una við hliðina á yður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.