Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1935, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1935, Side 2
130 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS enda, að þinghöllin skalf og nötr- aði undan fagnaðarópum. Það voru heldur eigi ómerkar upplýsingar, sem Valle hershöfð- ingi gaf þar. Hinn 26. maí í fyrra fekk Musso lini samþj'kta aukafjárveitingu til flugflotans, 1 miljarð og 200 mil- jónir líra, sem átti að nota til eflingar honum á næstu 6 árum. „En — sagði Valle hershöfð- ingi — tímarnir eru nú eins og allir vita, og þess vegna höfum vjer ákveðið að þessa fjárveitingu skuli nota til fulls á þrem árum. Með öðrum orðum: í lok ársins 1937 á flugflotinn ítalski að vera endurnýjaður og aukinn að stór- um mun. Um nýjár var byrjað að smíða sprengjuflugvjelar,sem geta borið 1500 kg. af sprengum, geta flogið 2000 kílómetra í einni lotu, farið 330 km. á klukkustund og komist upp í 8000 metra hæð. En svo gerum vjer ráð fyrir því að eiga á miðju ári 1936 flota, enn þá öflugri sprengjuflugvjela, sem geta flogið 440 km. á klukkustund og komist upp í 10.000 metra hæð“. Ræðumaður gat þess einnig, að eftir þrjú ár ætti ítalía álitlegan flota njósnaraflugvjela (sem einn_ ig gæti flutt sprengjur) og flug- hraði þeirra yrði 500 km. á klukku stund. Síðan talaði hann ýtarlega um það hvernig stjórnin hugsaði sjer að fá vel æfða flugmenn á flug- flotann. Skýrði hann frá því að Italir ætti nú 43 flugskóla fyrir byrjendur, þ. e. a. s. æskumenn, 19—21 árs að aldri, og að þessir skólar hefði árið sem leið útskrif- að 400 flugmenn, en myndi út- skrifa helmingi fleiri á þessu ári. Fyrir yngri menn væri til 59 skól- ar víðsvegar um landið og þar væri nemendur 14—18 ára að aldri. Tuminn fyrir fluggörpunum. Blöðin í Kiel hafa ymprað á því, að hinn hái kirkjuturn í Holtenau við Kiel sje fyrir flug- mönnunum, þegar þeir lenda á flugvellinum þar í grend. Hefir því verið ákveðið að stytta turninn um helming. Hreinn Aríi, Smásaga eftir Vik. Það var á Þingvöllum í fyrra. Þar var fjöldi gesta. Um miðjan daginn, þegar allir voru úti, átti jeg von á símtali við Reykjavík og settist við borð í salnum og beið. Og biðtímann notaði jeg til þess að skrifa nolrk- uð sem hafði orðið í undan- drætti fjrrir mjer. Þá koma tvær konur inn í sal- inn, önnur við aldur, hin ung, yarla meira en 15 ára. Sú eldri var hnöttótt af spiki, og það þurfti ekki annað en líta á hana til þess að sjá að hún var nýlega komin frá Ameríku. Andlitið var eins og tungl í fyllingu, nefið snubbótt, munnurinn víður og alt- af hálfopinn, svo að skein í röð af gulltönnum. Og td þess að vega upp á móti þeim ljóma niðurandlits ins voru nefgleraugu með gull- spöngum klemd föst milli augnbnin anna og í eyrunum voru síðir og stórir gulllokkar. Sú yngri var há og gelgjuleg, með ljósrauttt lið- að hár og einkennilega falleg blá augu. Þær settust við borð skamt frá mjer og fóru að tala saman á ensku. Það var auðheyrt að þær voru mæðgur. Annars var það sú eldri, sem hafði orðið aðallega. — Þekkirðu þennan mann, sem. situr þarna við borðið og er að skrifa, góða mín f Það er hinn ungi og efnilegi rithöfundur Snorrason- Þú veist, hann sem hefir skrifað svo margt í blöðin og tímaritin hjer heima, sem svo hefir birst í vestanblöðunum. — Nei, er það hannf sagði stúlkan og setti hin bláu augu á mig. Jeg leit á hana eins og af tilviljun, og hún kafroðnaði. — Já, þetta er hann. Er hann ekki fallegur og hefir hann ekki yfir sjer þennan svip, sem ein- «4tennir skáldin, þennan tignarlega og fagra svip, og þessi dreymandi augu, sem virðast sjá í gegn um holt og hæðir og. inst í sálu manns? Jú, |>að er hann. Og það eru slíkir menn, sem þú þarft að kynnast hjer á gamla landinu. Nú skal jeg kynna ykkur. — En, mamma, þú þekkir hann ekki neitt. — Það gerir ekkert til. Hjer á íslandi talast menn við þótt þeir hafi aldrei sjest áður. Það er gamall sveitarsiður hjer; blessaður íslenskur siður. Jeg man það frá því að jeg var að alast upp í Berufirði. .... Og svo reis hiln á fætur og kom arkandi til mín, brosandi út undir eyru. Hún ljómaði öll í framan, því að sólin skeið á gulltenn- urnar, leyrnarlokkana og nefgler- augun. , — Er þa"ð ekki Mr. Snorrason, mælti hún á íslenskuf Já, komið þjer blessaðir og sælir. Jeg er Mrs. Johnson, Dórothea Johnson frá Berufirði. Jeg er nýkomin heim frá Ameríku tU að sjá ást- kæra landið mitt og hina elskulegu íslensku þjóð. Og dóttir mín er með mjer. Hún er fædd vestan- hafs og kann ekki íslensku, en nú á hún að læra málið hjer heima á gamla landinu. Við þekkjum yður svo vel, við höfum lesið svo mikið eftir yður. Og þjer eruð frægur vestanhafs, skal jeg segja yður! Það er varla haldin svo skemtun( að jeg nú ekki tali um Islendingadaginn, að ekki sje les- ið eitthvað eftir yður, annaðhvort kvæði eða smásaga. Já, það má nú segja að þjer eruð frægur. En það er líka af því, að þjer eruð hreinn og sannur íslendingur í öllum yðar skoðunum og ritið svo fagurt mál. Jeg hneigði mig til þess að þakka fyrir viðurkenninguna. — Má jeg nú ekki kynna ykkur dóttur mína. Hana hefir langað þau lifandi ósköp til þess að sjá yður og kynnast yður. Og svo dró hún mig að borðinu til dóttur sinnar. — Mr. Snorrason, hinn frægi rithöfundur og skáld, Miss John- son.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.