Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1935, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1935, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 135 um ekki að þeir komi einu sinni ennþá hingað“. Þessi orð voru töluð hægt og stillilega, en með þeim ofurþunga. að maður sannfærðist um, að fuii- komin alvara bjó á bak við þau. — „Nous ne voulons pas les avoir ehez nous encore une foi!“ Presturinn opnaði fyrir útvarps- tækið. „Radio — Paris“, segir hann. Lúðrasveit leikur. ,,Her- göngulag frá Sidi-Brahin herferð inni 1845“, bætir liðsforinginn vil Svo heyrist vingjarnleg rödd. „Mes chers amis . . .“ Þetta er Doumergue. Gaston Doumerguo, forsætisráðherra franska lýðvebi- isins, eða Gastonnet, eins og hann er alment kallaður í góðlátiegu spaugi. (Forsætisráðherrann er maður lítill vexti.) Mes chers amis“. — „Kæru vin- ir“. Ráðherrann getur naumast verið alþýðlegri í ávarpi sínu til þjóðarinnar. Hann segir ekki „kæru méðborgarar“, þaðan af síður „synir Frakklands“, eða eitt- hvað annað af því málskrúði, sem ræðumenn eru vanir að viðhafa. Nei! hann segir bara „kæru vin- ir“. Fyrir framan hljómaukann (Mikrofoninn) situr eða stendur forsætisráðherrann, einhversstaðar í hjarta Frakklánds — heimsborg- inni París). — Aldraður og lífs- reyndur maður'; hann talar hægt, en skýrt og greinilega, til þjóðar- innar, um þá miklu hættu, sem vofi yfir Frakklandi, engu síður nú, en á dögum Jeanne d’Arc. Það voru einkum tvö atriði í ræðu ráðherrans, sem höfðu mikil áhrif á áheyrendurna, sem sátu í í dagstofu prestsins. Fyrra atriðið var: „Þið vitið allir, og því miður hefir því líka verið gaumur gefinn í útlöndum, sem er að gerast hjá okkur. Frá því að þingið kom saman og td 6. febrúar (1934), á einum 20 mán uðum, hefir þjóðin haft 6 mismun- andi ráðuneyti. Það hafa orðið stjórnarskifti því sem næst á hverju missiri; forseti lýðveldis- inis hefir á þessu stutta tímabili orðið að undirskrifa eitt hundrað sextíu og þrjár tilnefningar í ráð- herra- eða stjórnar-skrifstofu em- bætti“. („Sem svo fá albr rífleg eft>rlaun“, muldraði í prestinum.) Hitt eftirtektarverða atriðið er endir ræðunnar. Ráðherrann er ekki að biðja um lýðhylli sjálfum sjer til handa, hann er að biðja um samheldni þjóðarinnar; hann margendurtekur það, og endar ræðu sína með þeim orðum. Presturinn lokar fyrir útvarpið og lítur í kring um sig . Það varð nokkur þögn, allir hugsa hið sama, en segja ekki neitt. Að síðustu hreyfir liðsfor- inginn vísifingur hægri handar, líkast því sem gert er þegar ýtt er á byssugikk. Lausl. þýtt. S. K. S. Árás á þýska ferða- mannaskrifstofu í París. Allmikið upphlaup varð fyrir skemstu í París, hjá upplýsinga- skrifstofu þýsku járnbrautanna á Avenue de l’Opéra. Ástæðan til þessa var sú, að í glugganum var landakort, og var Þýskaland prentað þar á með rauðum lit og eins Elsass-Lothringen, en Frakk- land var prentað með grænum Ht. Parísarbúi nokkur, sem gekk þar fram hjá, tók eftir þessu og varð alveg æfur af bræði. Hann kallaði í hvern mann, sem um götuna gekk til að sýna þeim þetta og innan skams höfðu safnast þarna saman mörg hundruð manns sem gerðu árás á skrifstofuna og kröfð ust þess að kortið yrði tekið úr glugganum. í sama bili kom þang- að 50 manna lögreglusveit og tvístraði hún hópnum, en ljet síð- an taka kortið úr glugganum. — Af hverju ljestu franska dát- ann kyssa þig? — Hann bað mig um það á frönsku, og jeg kunni ekki við að láta sem jeg skildi hann ekki. Chaplin, skopleikarinn frægi, fekk um dag- inn heimsókn af 21 árs gömlum pilti. Chaplin þekti í fyi-stu ekki þenna stóra mann, en þegar mað- urinn klæddi sig í fötin, sem hann sjest í hjer á myndinni, þekti Chaplin hann, þetta var sem sje Jackie Coogan, sem hafði leikið með honum í kvikmynd fyrir 15 árum, en síðan höfðu þeir ekki sjest, Árásar undirbúningur. Nýlega var reynd ný tegund gríma í Italíu^ og var bæði her- mönnum og fólki, sem vinnur al- genga vinnu skylt að æfa sig í notkun þeirra. Hjer sjest á mynd- inni ung skrifstofustúlka neð eina af þessum gasgrímum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.