Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1935, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1935, Qupperneq 3
LESBÓK MORC rNBLAÐSINS 315 flenry Hellesen: Flugvjel hrapar. i stormurinn skefur renningskóf af hnúkuttum og fyllir hið þrönga skarð. Sviptibyljir koma úr öll- um óttum og það brakar og brestur í flugvjelinni. Og nú kemur skelfilegt atvik fyrir. Frá Joliannesburg til Höfða- borgar eru 810 enskar mílur loftleiðis. Við leggjum af stað frá Jo- bannesburg í dögun. Það er ekki orðið bjartara en svo, að enn sjást stjörnur á himninum, og á hinum miklu moldarhaugum um- hverfis gullnámurnar er röð af rafmagnsljósum meðfram spor- brautunum, sem moldarvagnarn- ir renna eftir. Flugvjelin heitir „Andromeda“, flugmaðúrinn F. C. Elliott-'Wilson og aðstoðarmað- ur lians G. N. Bechmann. Far- þegar eru níu. Við fljúgum lágt, óvenjulega lágt, og sjáum vel niður í binar miklu demantsnámu, sem opnar standa. Nú er ekki unnið þar, vegna þess að framboð á demönt- um er miklu meira en eftirspurn- in. f Kimberley er komið við og þar snæddur morgunverður. Svo er lagt á stað aftur og flogið yf- ir sljetturnar miklu og þar sjá- um við fjölda strúta með úfnar fjaðrir á hlaupum. Flugvjelin flýgur altaf lágt, ]>ví að mótvind- ur er og liann er þeim mun bvassari sem ofar dregur, eða um 70 mílur á klukkustund. TTt- sýnin er ógurlega ljót. Hrvllileg eins og martröð! Við erum að fljúga yfir liinar endalausu Karroosljettur, sem eru rrm 100.000 ferkílómetrar að flatar- máli, og ömurlegra land hefi jeg aldrei sjeð á ævi minni. Hingað og þangað gnæfa Kopjes, kol- svört fjöll, í laginu eins og keilir, en toppslýfð öll og flöt að ofan eins og borð. Fyrir miijónum ára hefir ísöld verið þarna, og jökull- inn hefir evtt tindunum af fjöllun um um leið og hann skreið fram. Áður var fult á þessari sljettu af Dinosauros og öðrum tröllvöxn- um fomaldardýrum. í dag næðir ískaldur vindur um fjöllin og skefur af kollum þeirra frost- snjó. Eji neðan við er sljettan sótsviðin og lítur út eins og skorpa, og upp úr heuni gægj- ast hingað og þangað smárunnar, blaðlausir og sviðnir á að sjá. En þótt þeir sje svo visnir og sólbrendir á að sjá, eru þeir þó matgjafi þúsunda fjár. Því að á Karroosljettunum er framleidd meiri ull en nokkurs staðar í heimi. Komi dropi úr lofti, er eins og jörðin taki kipp, og í einu vetfangi er hvín skrýdd hundrað földu blómskrvíði. Á fjailshlíð nokkra er letrað með risavöxnum bókstöfum: Victoria West. Það er seinasti áfangastaðurinn samkvæmt ferða- áætluninni. Svo taka við fleiri Karroo, járn steinsfjöll lamin af snjófoki. Það er kalt. Við förum öll í yfirhafn- ir okkar og aðstoðarflugmaður- inn kemur og færir okkur teppi til að breiða yfir okkur. Loftið umhverfis okkur fyllist af skýj- um. Flugvjelin veltur eins og skip í ólgusjó. Jeg reyni að festa hugann við grein í „Observer“ um Abyssin- iudeiluna. En jeg get ekki stilt mig um það að liorfa út um gluggana á skýjahafið. Bækui' og blöð detta niður af borðunum og eigendurnir gefast upp við að tína það saman, og brátt er gólfið þakið af þessu. Skyndilega er jeg gripinn skelfingu, því að flugvjelin snar- snýst á hliðina. Beint framund- an er snarbratt fjall. Við erum yf- ir Hex-River skarðinu, þröngu skarði og alt um kring há fjöll. Skýin ligg.ja yfir skarðinu eins og hlemnmr. Eftir kortinu eig- um við ófarnar 100 mílur til Höfðaborgar. Eftir að hafa ýkjað þarna svo nærri fjöllunum, að mjer finst vængur flugvjelarinnar snerta þau, er snúið við vít yfir sljettuna, sömu leið og við komum. Ský fylla bilið milli fjallanna, og Jeg sit í fremsta sæti og sný baki að flugmönnunum, en horfi gegnt farþegunum. Og alt í einu sje jeg þá hoppa upp úr sætum sínum og reka höfuðin upp í loft- ið------og um leið verður mjer óglatt, alveg eins og jeg fái sjó- sótt og jeg liefi það á tilfinn- ingunni að flugvjelin sje að hrapa. Nær ósjálfrátt tek jeg myndir af þessum atburði, og jafnframt er jeg að hugsa um það hvernig okkur muni reiða af. Jeg þekki svo mikið til flug- ferða að jeg veit að alt er undir því komið að vængir flugvjelar- innar bili ekki .Og vængirnir bila ekki. „Andromeda" er búin til úr góðu stáli frá Sir "W. C. Arm- strong Whitworth. Þrátt fyrir það þótt ljósmyndavjel komi beint niður í höfvvðið á mjer og þungar bækur hrynji eins og skæðadrífa úr veggkörfunum alt um kring, gef jeg mjer tírna til þess að athuga farþegana. Sumir reka höfuð upp í loftið og brjóta hina þunnu þilju og detta svo eins og hlass niður í stóla sína. Feitur og svarthærður maður möl- brýtur stól sinn og borð um leið og hann kemur niður, og gömul kona hittir ekki á stólinn sinn, heldur fellur kylliflöt í gólfið og liggur þar innan um bækur og blöð. Beint á móti mjer eru ung hjón. Maðurinn á jörð í Rhodesia og er að koma úr eftirlitsferð þaðan. Alla leiðina hafa þau ver- ið að rífast, og hafa haft svo hátt, að jeg hefi heyrt hvert einasta orð þrátt fyrir hvininn í skrúf- unni og hávaðann í hrevfliiium. Þau hafa bæði troðið grænni bómull upp í eyrun, og það hefi jeg aldrei sjeð fyr. Alt í einu tekst maðurinn á loft vir sæti sínu, rekur höfviðið vipp úr þiljunni, hrapar svo með þungu braki ofan í stól sinn aftur — en græna bómullin hangir í brotunum í loftinu. Konan fleygir sjer í fang

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.