Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1936, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1936, Page 1
OLYMPIULEIKAR Eldurinrt á Olymplualtarinu blossar l kyrð nœturinnur — 2—3000 stúlkur dansa i hápum, hlaupa og suífa yfir grœnan grasuöllinn i yndis- iegri mýkt, líkt og hrynjandi Ijósfossar. AÐ er liðið að kvöldi hins fyrsta dags ágústmánaðar 1936. Berlín er í hátíðarskrúða — ef til vill meiri og glæsilegri há- tíðarskrúða en hún hefir nokkru sinni sjest áður. Fánar fimmtíu þjóða blakta um þvera og endi- langa borgina, hvert sem litið er og hvert sem maður fer. Aðal opnunarhátíð XI. olymp- isku leikanna er um garð gengin. Eldurinn brennur á Olympíualtar- inu, Adolf Hitler er búinn að opna leikana, íþróttamenn allra hinna mörgu þjóða sem taka þátt í leikunum eru búnir að ganga inn á leikvanginn og sverja þar olympíueiðinn. Þetta er hátíðlegt augnablik fyrir alla þátttakendur, en það er líka voldugt fyrir okk- ur hina, sem stöndum hjá og horfum á. Þetta er stórfenglegur viðburður fyrir okkur Islending- ana sem komum í fyrsta sinni fram á Olympíuleikum sem sjálf- stæð þjóð og undir íslenskum þjóðfána. En alt er þetta um garð gengið. Klukkan er að verða átta, það er komið kvöld og húmið færist yfir. Kvöldið er yndisfagurt, kyrt og blítt, og aðeins örfáir Ijósir skýja- hnoðrar flögra um himininn. En umhverfis Olympíuleikvanginn hvílir ekki sama kyrðin. Þar iðar alt og kvikar af lífi og áhuga — áhuga fyrir kvöldsýningunni sem fer fram í sambandi við Olympíu- leikana. Þúsundir og tugir þús- unda streyma inn á leikvanginn þar til hvert einasta sæti er skip- að — en samt bíða ennþá þúsund- ir manna fyrir utan. Þeir bíða eft- ir því, sem er yfirnáttúrlegt — nefnilega aðgöngumiða. hefjast í Berlín. ---------------- / þessari grein lýsir Þorsteinn Jósepsson, sem uar frjettaritari Les- bókar á Olympíuleikunum l Berlin, / huernig þetta merkilega íþróttamót hófst og hver voru byrjunaráhrif, þess á íslendinga, sem komu nú i fyrsta skifti fram á Olympiuleik- unum sem keppendur sjálfstceðrar þjóðar. ÞAÐ er dimt. Á áhorfenda- bekkjunum sjest þegar fólk- ið kveikir sjer í vindlingum. Það er eins og lítil, hverful stjörnu- Ijós sem tendrast eitt augnablik til að deyja og hverfa jafnharð- an aftur. Við vestur-inngang leik- vangsins logar hinn heilagi gríski eldur á Olympíualtarinu. Hann teygir blossa sína gegn himni og slær daufri en dularfullri birtu á steinveggina og steinþrepin í kring. Þessi eldur er tákn friðar, vináttu Og einingar og hann sam- einar allar þjóðir í friðsömum leikum og skemtunum. En í fjarska heyrist ómur Olympíu- klukkunnar þar sem hún hrópar með slætti sínum á æsku allra landa og allra þjóða — hún kall- ar þá til veglegustu og mestu íþróttaleika sem nokkru sinni hafa farið fram á jörðunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.