Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1936, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1936, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 283 völlinn og sýnir þjóðleik Sviss- lendinga — fánakastið, á meðan fánaberarnir fylkja sjer inn á völlinn og mörg hundruð drengir sýna leika. NÆSTA sýning er hetjusýn- ing og dauðadans. í hetju- sýningunni leika og dansa sextíu karlmenn og þar af tveir einleik- arar. Annar þeirra er Harad Kreutzberg, einhver frægasti og besti eindansmeistari sem nú er uppi. f fornaldarherklæðum og með vopn og skildi í höndunum koma flokkarnir sinn hvorum meg- in inn á völlinn, en á meðan eru þróttmiklir hetjusöngvar leiknir á orgel með dimmum undirleik trumba. Dansinn er aflmikill, vilt- ur og stórkostlegur. Hann er tákn ættjarðarástarinnar, þar sem fórnardauði fyrir föðurlandið er æðsta boðorðið og helgasta skyld- an. — Dauðadansinn er angurvær, mjúkur og ljettur dans, eða leik- sýning 80 kvenna, og táknar sigur gleðinnar yfir harmi og þjáning- um dauðans. Mary Wigman dans- ar eindansinn af frábærri snild. Á Olympíuleikunum sýndu þúsundir af berlínskum skólabörnum þjóðdansa. 1 handavinnutímum í skólunum voru telpurnar sjálfar látnar sauma handa sjer búninga þá, sem þær voru þá í. Hjer á myndimii sjást kenslukonurnar vera að taka mál af þeim. LOKAÞÁTTURINN hefst. All- ar hinar mörgu þús. drengja og telpna, karla og kvenna bylgj- ast í undurfögru litskrúði kast- ljósanna, eins og óendanlegt blómahaf inn yfir leikvanginn með dansandi telpum og stúlkum, hlaupandi drengjum og stæltum þróttmiklum fánaberum. Voldug hljómsveit með nokk- urra þiís. manna blönduðu kóri leikur og syngur lokaþáttinn úr 9. hljómkviðu Beethovens. Fyrir utan sjálfan leikvanginn stíga marglitir og margbreytilegir flug- eldar til lofts, en kastljósin varpa geislaflóði í tugum lita og lit- brigða á dökkgrænan grasvöllinn og yfir alla skrautklæddu æskuna sem bylgjast, svífur og dansar í hljóðfalli við hinn undurfagra og volduga hljóðfæraslátt. Meir en hundrað þúsundir manna halda niðri í sjer andanum af hrifni og aðdáun. Þetta er það voldugasta, litskrúðugasta og fegursta sem við höfum enn heyrt og sjeð í lífinu. Það stendur sem einstæður og óviðjafnanlegur atburður í lífi okkar — atburður sem aldrei, aldrei máist út. En það er ekki alt búið ennþá. Himininn yfir höfðum okkar er þakinn bláum breiðum geisla- böndum sem stíga hátt til lofts. Þau stíga frá öllum hlutum leik- vangsins æ hærra og hærra uns þau mætast í einu leiftrandi geislaflóði, sem hvelfist eins og ljósblátt glitþak yfir höfðum okk- ar allra. Hljóðfæraslátturinn, söngurinn, dansinn, geislaflóðið, glitskrúðið — alt fellur þetta saman í vold- uga eining — í eitthvert guðlegt samræmi sem birtir alt það feg- ursta, glæstasta og besta sem til er í lífinu og tilverunni. Þetta er óðurinn til gleðinnar, sem Sehiller og Beethoven sömdu gegnum sorgir og þjáningar, en þetta er jafnframt fagnaðaróður til sorg- arinnar, þeirrar jákvæðu sorgar sem breytist í fögnuð, gleði og fegurð. Sú sorg er undirrót allrar sköpunar, sú sorg er fegursta kend lífsins. OFAN af hæstu svölum leik- vangsins sjest hvarvetna mislitt reykjarhaf stíga til lofts. Þegar kastljósin varpa töfrabirtu sinni á þenna dularfulla reykjar- mökk, er það líkast því sem leik- vangurinn brenni, brenni í marg- litum eldi, sem blossar og bálast, hnígur og stígur. I gegnum eld- inn þjóta þúsund fánaberar með fána allra þeirra þjóða sem taka þátt í leikunum. — Reykurinn vex, glitskrúði eldhafsins eru eng- in takmörk sett, þægilega reyk- elsisangan leggur að vitum manns, hljómsveitin er að enda við 9. symfóníuna, Olympíuklukkan byrjar að slá: „Jeg kalla á þig, æska jarðar!“ Sýningaflokkarnir ganga hægt og hljóðlega gegnum Maraþonhliðið og út af leikvell- inum. Hinni stórkostlegu opnun- arsýningu er lokið, en áhorfend- urnir eru svo gagnteknir af hrifni og aðdáun, að lófaklappinu, húrrahrópunum og fagnaðarlátun- um ætlar aldrei að linna. EG horfi þögull og hugsi á síð- ustu hópana hverfa út af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.