Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1936, Blaðsíða 4
284 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS leikvanginum, jeg er of hrifinn — of gagntekinn til að geta klapjí- að eða fagnað, því hrifningin er voldugust og áhrifaríkust í þögn. En eitt hljómar stöðugt fyrir eyr- um mínum: Island, ísland, einnig þú ert þátttakandi í alþjóðaleik- um æskunnar — einnig þú ert heiðrað á voldugustu íþróttaleik- um sem enn hafa verið haldnir á jörðunni. • ísland, litla, stolta ísland, þú ert okkur svo kært í fjarlægðinni, og fáninn þinn er fegarstur allra fána. Ferfalt húrra fyrir honum. Sílogandi eldur. I Buddha-musteri skamt frá Bangkok er eldur sem hefir logað í 200 ár. Þó er það ekki sama bálið altaf, því að á vissri stundu fjórða hvert ár kveikja munkarn- ir nýtt hál við loga úr því eldra, sem þá er slökt. Annar sílogandi eldur er í Sarkh í Persíu og er mælt að honum hafi verið haldið við í nær 200 ár. — — Kanarífuglar í kolanámum. Það er oft vandi að komast að því hvort eitraðar gastegundir eða aðrar hættulegar lofttegundir myndast í kolanámum. Náma- mennirnir taka ekki eftir því vegna þess að þeir smávenjast loftinu þangað til slvs verður. Þess vegna eru dýr, sem eru mjög næm á loftbreytingar, iðulega höfð í námum til þess að vara menn við. Að undanförnu hafa kolanámu- menn í Ameríku haft kanarífugla hjá sjer. Ef eitrað loft er í námu þá sjest það á fuglunum, því að þeir verða þá máttlausir í vængj- unum og ýmis önnur merki sjást á þeim að þeim líður illa. Náma- mennirnir hafa nánar gætur á þeim, og þetta hefir hjargað mörgum mannslífum. -------------------- Tjormtí •:~:~:~:~:~:~:~x- Með Tjörninni í Reykjavík er gaman oft að ganga þar glaðar raddir óma í dagsins ljúfa blæ. Og þegar blessað vorið og blómin fögru anga er bjart og hlýtt við Tjörnina í okkar kæra bæ. Og margt er þar að skoða er skín hinn bjarti geimur, og skuggamyndir líða um vatnsins bláa hjúp, þar sindrar alt af lífi, því Tjörnin hún er heimur sem hylur ótal verur og fæðir við sín djúp. Þar kvaka stundum svanir, er svífa á vængjum breiðum, og sveigja bjarta hálsinn um loftsins víðu göng. Þeir koma eins og gestir af hafi eða heiðum, með hljóma sem að minna á dalsins yndi og söng. I iitlum Tjarnarhólma sjer hreiður krían velur, og hennar minning geymir sú strönd er fyrst þar leit, hún finnur sjer þar maka og unga sína elur, og æskuvorið líður á þessum kæra reit. En ungamæður synda á Tjarnarbárum bláum, við bakkann eru að kvaka með litla hópinn sinn, þar börnin eru stundum með brauð í höndum smáum sem brjóta þau í fuglana svo glöð og rjóð á kinn. En hátt í lofti valur í veiðihuga flýgur, þar veiðibjalla skimar, í æti gráðug hrín, þá titrar móðurbrjóstið og ótti að hjarta hnígur því hrædd er Tjarnaröndin um litlu börnin sín. Og stundum er hún kisa sem kló á fæti hefur að klifra milli steina svo fölsk og veiðigjörn. Þar veit hún ungamamma sem oft svo lítið sefur um óvin, sem vill deyða hin litlu Tjarnarbörn. Er norðurljósin braga á björtum vetrarkvöldum, í bjarma liggur Tjörnin svo skín á hverja spöng, þá leikur sjer þar æskan á yndisbrautum köldum, svo ung og frjáls á skautum með bros og gleðisöng. Við Tjörnina er fagurt í kvöldsins kyrra lundi, er kvikar öldur sofa, og blómin dreymir hljótt, þar mætast góðir vinir og eiga ástarfundi, þeir eldar geta kviknað og brunnið stundum fljótt. Og yfir öllu hvelfist hinn geislabjarti geimur, þar gullnar myndir sveipast í ljóssins töfrahjúp. X Það sindrar alt af lífi, og Tjörnin hún er heimur ❖ sem hylur ótal verur og fæðir við sín djúp. y I * X y Kjartan Olafsson. X I i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.