Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1936, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1936, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 285 í rósanna dal Eftir Bernd Lohse. EGAR á leiðinni til Rosental, sem er í hjarta Búlgaríu milli Balkanfjallanna og Sredna Gora- fjallanna, fáum vjer dálítinn for- smekk af því hvað hjeraðið hefir upp á að bjóða. Ef bensínstækjan í hinum fulla fjölmennisbíl, sem ekur á milli Sofia og Karlowo, ætlaði að gera út af við okkur, þá skvetti bílstjórinn dálitlu vatni iir stórri flösku, og ura leið gaus upp sterkur og angandi rósailm- ur, sem yfirgnæfði óloftið. Seinna kom þessi ilmur sjálfkrafa inn um opna bílgluggana. Þá vorum vjer í Rosental. Báðum megin við veginn eru landflæmi þakin af rósum. Runn- arnir eru í beinum röðum, mann- hæðarháir og hin grænu blöð sjást varla fyrir þúsundum hvítra og ljósrauðra rósa. Oss er heilsað með söng og köllum. Það gera ungar stúlkur með marglita skýlu- klúta og í einkennilegum þjóð- búningum. Þær hafa ástæðu til þess að vera kátar! Þær gera ekki annað allan liðlangan dag- inn en lesa rósir I Þær safna hin- um ilmandi blómum í stórar karf- ir og gleði þeirra eykur mjög á fögnuð vorn að vera komin á þennan indæla stað. f litlu fjallaþorpi, sem heitir Klissura, förum vjer úr bílnum og fvlgjumst með hóp syngjandi og hlæjandi stúlkna og pilta, sem eru á leið frá rósaökrunum með fuilar karfir og poka. Svo komum vjer til „Kredit Kooperative Rosa“, rósaolíuverk- smiðjunnar. Þar eru rósirnar fyrst vegnar og aðgreindar, og svo eru þær smálestum saman settar í suðuketilinn. Þar eru þær soðnar í vatni í nokkrar klukkustundir og þarf hitinn og gufukrafturinn að vera eftir vissum reglum. Guf- an kemur svo iit úr katlinum, þjettist og verður að megnt ang- andi vökva, og ofan á honum flýt- ur rósaolían og er fleytt af eins ,og rjóma. Vjer skoðum alla verksmiðj- una og forstjórinn fer seinast með oss inn í herbergi þar sem eru margir skápar, með sterkum hengilásum fyrir. Úr einum skápn- um tekur hann nokkur óásjáleg glös og handfjatlar þau gætilega og nærri ástúðlega. Hann lofar oss að lykta úr þeim og þótt hinn sterki rósailmur hafi gert oss sam- dauna, þá finnum vjer fljótt hina sterku lykt af rósaolíunni. En ein- kennilegt er það, að oss finst hún ekki góð; hún er römm og líkist jafnvel harpeislykt. Vjer spyrjum hvað svona glös kosti. Og þá fáum vjer að heyra raunasögu rósadýrkendanna. Fyr- ir heimsstyrjöldina var rósaolía seld með góðum hagnaði til ilm- vatna- og sápuverksmiðja um all- an heim. En eftir stríðið var þetta breytt, einkum vegna þess að stærstu viðskiftaþjóðirnar, Frakk- ar og Belgar, höfðu nú fundið upp önnur hráefni mörgum sinn- um ódýrari. Og svo kom kreppan og afleiðingar hennar urðu meðal annars þær, að flestar þjóðir settu háa tolla á óþarfa varning, og til hans var rósaolían talin. Rósaræktunarmaður, sem hefir stórt land, uppsker í hæsta lagi 3000 kíló af rósum á ári. Nú fær hann ekki hærra verð hjá verk- smiðjunni en um 4 levas (21 eyri) fyrir kílóið, en verðið var 20 levas fyrir nokkrum árum. Hann verð- ur því nú að hafa miklu lengri vinnutíma en nokkuru sinni áður til þess að lifa á rósaræktinni, og það er venja að byrja vinnu á ökrunum klukkan 3 að morgni. Og samt ber hann minna úr být- um en áður. Minnist þess, að það þarf 3000 kíló af rósum til þess að framleiða 1 kíló af rósaolíu, en það kostar aftur um 1700 krónur hjá verksmiðjunni. Þegar alls þessa er gætt hljót- um vjer að dást að ljettlyndi og vinnugleði verkafólksins. Það hlýtur, held jeg, að skapast af því að eiga heima í þessari jarð- nesku paradís. Fegurð umhverf- isins og andrúmsloftið setur sinn blæ á skapgerð fólksins. --- Heflrðu tieyrt - —• að skamt frá borginni Sidnev í Ástralíu er páfagaukur, sem sannanlegt er að fæddist árið 1797, og er því 139 ára gamall. Hann er nú orðinn sköllóttur og getur ekki nærst á öðru en graut. — að sjóræningjar náðu skjald- böku fyrir rúmlega 150 árum og merktu hana. Hún var þá fullorð- in, eða um 30 ára gömul. Seinna náðist hún aftur og er nú geymd í dýragarðinum í London. Þar hefir hún verið í rúmlega eina öld. — að eggjaþyngd hænu er 1/36 á móti líkamsþunga hennar, eggjaþvngd strúts 1/60 og eggja- þvngd kolibrífugls 1/10 á móti líkamsþunganum. Krían verpir tiltölulega stærstum eggjum því að 'þau vega þriðjung á móts við líkamsþunga hennar. — að hjartað í kanínu slær 200 sinnum á mínútu, hjarta í fíl 30 sinnum, hjarta í skjaldböku 13 sinnum og hjarta í mús 670 sinn- um á mínútu. Fílar og skjaldbök- ur ná mjög háum aldri, og eftir þessu ætti dýr að vera skamm- lífari eftir því sem hjartað í þeim slær hraðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.