Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1936, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1936, Qupperneq 6
286 LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS Y Druidar og Völuspá A Hinn 1. nóvember síðastliðinn voru liðin 6934 ár síðan fjelags- skapur Druida var stofnaður. Um þennan fjelagsskap hefir margt verið ritað og rætt. Diogenes get- ur um hann og hans er getið í bók eftir grískan höfund, Sotion frá Alexandríu, og er sú bók rit- uð 2000 árum fyrir Krist. Af þessu hafa sumir viljað draga þá álykt- un að fjelagsskapurinn hafi átt upptök sín í Austurlöndum, þrátt fyrir það að kenningar þeirra eru tvímælalaust af keltneskum upp- runa. Keltar voru þá frægir fyrir heimspeki sína og trúarkenningar og er talið að margar kenningar kristninnar sje frá þeim komnar. Þeir, sem eru í Druida-fjelags- skapnum, álíta að hann hafi fyrst verið stofnaður á milli ánna Meuse og Scheldt í hinum svo- nefnda Arduina-skógi. En þeir fluttust um allar jarðir og báru kenningar sínar til Asíu, sjerstak- lega Kína, til Italíu, Egyptalands og Litlu-Asíu. Og einkennilegt er það hvað mörg orð í sanskrit eru svipuð keltnesku og að keltneska kemur fvrir í grísku. Höfðingjar Druida voru t. d. kallaðir Kanks, en það er sama orðið eins og Kings á ensku. í mörgum barnaskólum í Ev- rópu er börnunum kent það að hinir gömlu Keltar hafi staðið á mjög lágu menningarstigi, þeir hafi altaf verið druknir og átt í sífeldum deilum. Þetta á upptök sín að rekja til Rómverja þegar þeir áttu í stríði við Kelta og brytjuðu niður bestu menn þeirra og jafnvel konur. Handrit Kelt- anna sem ýmist voru á skinni eða trjáberki, voru eyðilögð. Og í Róm var því haldið fram að Kelt- ar hefði enga menningu og kynni ekki einu sinni stafagerð. „Ordre National Druidique" í sinni núverandi mynd bvcrgir á þeim grundvelli, sem lagður var árið 1643 þegar Sæmundaredda fanst. Því að það er talið að Yölu- spá sje komin frá Druidum og feli í sjer heimsskoðun þeirra. Hefir hún verið rituð meir en þúsund árum áður. Svo segir Marc Lan- val, einn af helstu mönnum Druida-hreyfingarinnar í Belgíu. Heldur hann því fram að í Völu- spá sje margar helgustu kenning- ar Austurlanda. Læriií að fala. Alvarlegur voði virðist nú vera á ferðum fyrir íslenska menningu, sem tæpast hefir verið athugaður eins og þörf er á. Það er að verða að tísku, að vera ekki vel talandi — svo að vægt sje að orði komist. Það væri áreiðanlega mikil þörf á því, að taka upp í skólunum talæfingar, ásamt æfingum í að rita málið. Mjer hefir komið til hugar, að nokkur heilræði geti í þessu sambandi að gagni orðið. Það er eðli norræns máls. að kveða að orðunum skýrt og fast. Og öll ónáttúra í meðferð stafsins „s“ — sem svo mikið ber á í sumum erlendum málum — er gersamlega ónorræn. Hjer á landi er mállýti þetta farið að gera nokkuð vart við sig, en það er auðheyrt, að sumir þeir sem ekki geta sagt „s“ á undan „t“ eða í enda orðs, eru alveg óblestir í máli og geta vel borið staf þenna rjett fram, ef þeir gera sjer far um. Munið eftir að hætta ekki við neitt orð fyr en það er talað til fulls. Tiltekin hljóð verða ekki framleidd nema með tilteknum hreyfingum talfær- anna. Gefi einhver ura að ræða hans skiljist, má hann ekki láta sjer nægja að muldra síðasta eða síðustu orð setningar, og einkum ber að forðast þetta ef talað er í útvarp. Orðafjöldinn á tilteknum tíma má ekki fara fram yfir eitt- hvað tiltekið, ef ræðan á að vera áheyrileg og skiljast til fulls. Það mun vera óhætt að segja, að vönduð meðferð málsins í ræðu og riti, er miklu þýðingarmeira atriði en alment er haldið, og að vanþroski í tungumálum hefir átt mikinn þátt í að tefja fyrir fram- gangi menningarinnar. 27. ágúst. Helgi Pjeturss. -------------------- — Þú ferð skammarlega með mig kona. Líttu bara á hann Jón, sem býr við hliðina á okkur. í vikunni sem leið fekk hann nýja skyrtu og í þessari viku nýjan hatt, en jeg verð að ganga í sömu fötunum sem þú keyptir í fyrra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.