Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1936, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1936, Page 2
330 Stepháns amtmanns á Hvítárvöll- um í Borgarfirði, en Stephán amt- maður var souur Olafs stiftamt- manns Stephánssonar \ Yiðey. Voru það synir Ólafs stiftamt- manns sem fyrst tóku sjer ættar- nafnið Stephensen, því sjálfur hafði stiftamtmaður skrifað sig Stephánsson, en hann var sonur Stepháns prests á Höskuldsstöð- um (d. 1748) Ólafssonar prófasts á Hrafnagili (d. 1730), Guð- mundssonar, Jónssonar á Siglu- nesi Guðmundssonar. Kona Ólafs prófasts á Hrafnagili, og amma Ólafs stiftamtmanns hjet Anna, og var dóttir sjera Stepháns skálds í Vallanesi, Ólafssonar prests í Kirkjubæ í Hróarstungu, Einarssonar, bróður Odds biskups í Skálholti, en móðir Stepháns skálds í Vallanesi, var Kristín dóttir sjera Stepháns í Odda á Rangárvöllum (d. 1615), Gísla- sonar biskups í Skálholti, Jónas- sonar. Til sjera Stepháns í Odda er rakið Stepháns (síðar Stephen- sens) nafnið í þessari ætt. Móðir Ólafs stiftamtmanns var Ragnheiður Magnúsdóttir á Espi- hóli, Björnssonar, Pálssonar Guð- brandssonar • biskups, en kona Ól- afs stiftamtmanns, og langamma Magnúsar landshöfðingja var Sig- ríður, dóttir Magnúsar Gíslasonar amtmanns á Leirá, stórmerks höfðingja. Er sagt að hún hafi fært Ólafi stiftamtmanni „og kyni hans mestan bata“, því hún var bæði ættstór og ættgöfug. Var faðir hennar Magnús amtmaður, sonur Gísla lögrjettumanns í Máfahlíð, Jónssonar Vigfússonar sýslum. í Borgarfjarðarsýslu, síð- ar biskups á Hólum, (Bauka- Jóns), en Jón biskup var sonur Vigfúsar sýslumanns á Stórólfs- hvoli, Gíslasonar lögmanns í Bræðratungu, Hákonarsonar sýslu manns í Stóra-Klofa á Landi, Árnasonar, Gíslasonar sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð.1) Var Ámi Gíslason sýslumaður á Hlíð- arenda alkunnur höfðingi á 16. öld, og er afar mikill ættbálkur !) Konur þessara manna voru og af hinum göfugustu ættum. Um þessa ætt má því segja, að hún „var göfug rg höfðingjastoð“. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS frá honum kominn. Fjöldi af merkustu mönnum þjóðarinnar á síðari öldum, eiga ætt, sína að rekja til lians, eða Gísla biskups Jónssonar í Skálholti, og margir til beggja, og svo er um Magnús landshöfðingja. Kona Gísla í Máfahlíð var Margrjet dóttir Magnúsar lögmanns Jónssonar á Reykhólum Magnússonar s. st. Arasonar hins stóra í Ögri (var 3i/2 alin á hæð) Magnússonar „prúða“ í Ögri, Jónssonar á Sval- barði .Magnússonar í Skriðu Þor- kelssonar. Og til Magnúsar sýslu- manns í Skriðu í Reykjadal sem talinn er að liafa verið „auðugur og mikilmenni“ (uppi fyrir og eftir 1500) er að rekja Magnúsar nafnið í Stephensens-ættinni að fróðra manna sögn. Kona Magnúsar sýslumanns í Vatnsdal, og móðir Magnúsar landshöfðingja, var Margrjet dóttir Þórðar prófasts á Felli í Mýrdal, Brynjólfssonar í Skipa- gerði í Landeyjum, Guðmundsson- ar á Strönd Stefánssonar í Skipa- gerði, Jónssonar s. st. Er þessi karlleggur rakinn til Páls sýslu- manns Jónssonar á Skarði á Skarðsströnd, sem var „mesta af- armenni og harðfengur“, en var veginn 1498 af keppinaut sínum í ástamálum. Páll sýslumaður var föðurbróðir hins stórbrotna höfð- ingja Björns Guðnasonar í Ögri, og móðurfaðir Páls Vigfússonar lögmanns á Hlíðarenda (sem lík- lega hefir borið nafn hans) og Önnu á Stóru-Borg. Fyrri kona Páls sýslumanns á Skarði var Sol- veig dóttir Björns hirðstjóra Þor- leifssonar, og Ólafar dóttur Lofts ríka Guttormssonar, en síðari kona hans var Akra-Guðný, og í hefnd fyrir það að hann átti hana, var hann veginn af Eiríki á Álfta- nesi, sem var keppinautur hans um þessa stúlku. Kona Þórðar prófasts á Felli var Margrjet Sigurðardóttir prests í Stafholti, og er sá ætt- leggur rakinn til sjera Ólafs Guð- mundssonar á Sauðanesi (d. 1608) sem einnig var ættfaðir Högna „prestaföður“ Sigurðssonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð, en Guð- ríður kona sjera Högna var hálf- Magnús Stephensen sýslumaður í Vatnsdal. systir (sammæðra) Guðmuudar á Strönd, föður Brynjólfs í Skipa- gerði, langafa Magnúsar lands- höfðingja, og Margrjetar á Árbæ Pjetursdóttur (d. 1935). Móðir Guðmundar á Strönd og Guðríðar kouu sjera Högna, var Vigdís Árnadóttir Þorsteinssonar sýslu- manns í Þykkvabæjarklaustri, (mjög merks manns, er ritað hefir um Kötlugosið 1625) Magnússon- ar í Stóra-Dal, Árnasonar, Pjet- urssonar, Loftssonar, Ormssonar, Loftssonar ríka, en kona Magnús- ar í Stóra-Dal, og móðir Þor- steins sýslumanns í Þykkvabæj- arklaustri, var Þuríður laundóttir sjera Sigurðar á Grenjaðarstað, Jónssonar biskups Arasonar, og ættleiddi sjera Sigurður hana fyr- ir kirkjudyrum á Grenjaðarstað, og erfði Þuríður því mest alt fje * föður síns vegna ættleiðslunnar, enda mælti hún við þetta tæki- færi: „Guð eigi hana móður mína, því hún valdi mjer svo gott fað- erni“. * F framangreindu má sjá, að Magnús landshöfðingi var ættgöfugur maður í besta lagi. Mjög er það rómað af samtíðar- mönnum hvað faðir og föðurfaðir hans hafi verið góðir menn, jafn- framt því sem þeir voru mikil- hæfir embættismenn. Jón Esphólín hinn fróði sagði um Stephán amt- mann á Hvítárvöllum látinn: „Allir það mæla, einu hljóði: Veit jeg ástsælli engan“. Og Magnúsi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.