Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1936, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1936, Síða 4
S32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þangað til hann var skipaður landshöfðingi 10. apríl 1886. Því virðulega embætti gegndi hann í 18 ár, með heiðri og sóma, eða þangað til 1. febr. 1904 að stjórnin var flutt inn í landið, og innlend- ur ráðherra tók við stjórnartaum- unum, og landshöfðingjaembættið jafnframt lagt niður. Hafði Magn- ús landshöfðingi þá verið emhætt- ismaður í 33 ár ,og gegnt þremur virðulegustu embættum landsins, en auk þessa vann hann íslandi þau 7 ár sem hann starfaði hjá ísl. stjórnardeildinni í Kaup- mannahöfn. Starfstími hans í þágu lands og þjóðar var því full 40 ár, og hefði vissulega get- að orðið lengri, hefði hinn nýi tími ekki krafist þess að þekking hans og reynsla væri „grafin 1. febr. 1904“. En svona var þá farið með manninn sem 1886 var talinn að hafa svo mikla yfirburði yfir alla aðra, að það „þótti sjálfsagt að hann og enginn annar“ vrði lands- höfðingi, og sem þjóðin átti allra manna mest það að þakka, að hún var „í efnalegu tilliti sjálfstæð þjóð“. * SVO sem vænta mátti, hlóðust fljótlega ýmisleg tninaðar- störf á Magnús Stephensen eftir að hann kom til landsins 1870. Arin 1871 og 1873 var hann að- stoðarmaður konungsfulltrúa á Alþingi, og 1874 var hann kjörinn í bæjarstjórn Reykjavíkur og átti sæti í henni í 12 ár, þangað til hann varð landshöfðingi. Hann var fyrsti skrifstofustjóri Alþingis 1875. Sama ár var hann skipaður af stjórninni formaður nefndar um skattamál, til undirbúnings skattalögunum sem sett voru 1877 og voru gildandi til 1921 eða í 44 ár. í 10 ár var hahn endurskoðun- armaður landsreikninganna, og í 9 ár í stjórn Landsbókasafnsins. Konungkjörinn þingmaður var hann skipaður 1877. 011 þessi störf hafði hann með höndum * auk tveggja embætta síðustu árin — þangað til hann varð landshöfð- ingi. En auk þessa var hann for- seti Reykjavíkurdeildar Bók- mentafjelagsins, frá 1877 til 1884. Var hann Bókmentafjelaginu hinn þarfasti maður í hvevetna, sem vænta mátti, enda gerði það hann að heiðursfjelaga. t hans forsetatíð hóf Tímarit f je- lagsins göngu sina og ritaði liann í það nokkrar merkar ritgerðir. Magnús landshöfðingi starfaði á Alþingi í 35 ár, og þritugasta og sjötta árið var hann skrif- stofustjóri þess. Fram til þessa, mun aðeins einn maður (Ben. Sv. sýslum.) hafa átt þar lengri starfs tíma. Fullyrt er af kunnugum, „að cnginn einn maður (á þessu tíma- bili) hafi haft jafnmikil áhrif á þingið og hann, .... orð hans voru jafnan mikilsmetin, og á engan var hlýtt með meiri athygli en hann“. Stundum, t. d. meðan hann var konungkjörinn þingmað- ur, er hann talinn að hafa verið næstum einvaldur í efri deild, „sökum dugnaðar síns, þekkingar og andlegra yfirburða“. í fjármálum var hann mjög varfærinn, en samgöngur vildi hann efla og styrkja, sem mest hann mátti, enda var það fyrst í hans landshöfðingjatíð, að nokk- uð er unnið varanlegt að sam- göngubótum hjer á landi. Þá voru bygðar fyrstu stórbrýrnar, yfir Ölfusá 1891, og Þjórsá 1895, og var með þeim brúarbvggingum fullkomnuð hugsjón, sem frændi hans sjera Hannes Stephensen prestur í Fljótshlíðarþingum, hrcyfði fyrstur manna á fundi að Stórólfshvoli 1872. Þegar Magnús landshöfðingi vígði Ölfusárbrúna 8. sept. 1891, ,,bað hann til guðs um það, að gefa þjóðinni dug og dáð, áræði og framtakssemi, til að halda því áfram, sem svo vel er byrjað, með þessu fvrirtæki, svo það marki nýtt tímabil í sögunni, henni til hagsbóta“. Og að síðustu mælti hann: „Óskum þess, að sama nátt- úra fylgi þessari gersemi vorri og hringnum Draupnir, að af henni drjúpi á skömmum tíma viðlíka margar brýr jafngóðar, yfir þau vatnsföll landsins, er þess þarfn- ast mest“. Þessi orð Magnúsar landshöfðingja lýsa vel hug hans til samgöngumálanna, og sem bet- ur fer hafa þessar óskir hans og bænir verið heyrðar, því nú eftir 45 ár er búið að brúa öll stærstu vatnsföll landsins, sem unt er að briia, og tvær og þrjár brýr komn- ar á sum þeirra. * JÓN MAGNÚSSON, síðast for- sætisráðherra, sein um 8 ára skeið var næsti og nánasti sam- verkamaður Magnúsar landshöfð- ingja, lýsir honum svo, sem manni og embættismanni: „Það sem jeg tók fyrst eftir, og svo hygg jeg flestum farið hafa, sem kyntust honum, það voru vits- munir hans og kraftur. — Pjöl- hæfni gáfna hans og skýrleikur fi'ábær, greindin framúrskarandi glögg, og framsetning gagnorð og með afbrigðum ljós. Hann var allra manna fljótastur að átta sig á hverju því máli, er fyrir hann kom. — Minni í senn jafn sterkt, jafn trútt og jafn fjölhæft, hygg jeg engan samtíðarmanna hans hjerlendan hafa haffr. Hann var afarfljótur að afgreiða embættis- störf sín, og hjá honum lá aldrei neitt stundinni lengur. Hann hafði því jafnan mikinn tíma afgangs frá embættisstörfum, og varði honum mestum til lesturs, til náms getur maður sagt, því um hann mátti segja, eins og sagt var fyrir löngu um annan mann, að „hann nam alt það er hann las, og mundi alt það er hann nam“. Það ræður því að líkindum, hvílíkum ótæm- andi fjársjóð alskonar fróðleiks hann safnaði, því hann las alls- konar fræðibækur, og kunni manna best að afla sjer fróðleiks af samræðum við aðra menn, og var því sannfróðari um hag manna og háttu hvarvetna á land- inu, en nokkur samtíðarmaður hans, að því er jeg hygg. Það sem að 'framan er talið: vitsmunir hans, skýrleikur í hugs- un, fróðleikur, glögg og gagnorð framsetning, og að hafa alt á hraðbergi, það kom sjer einkarvel á Alþingi. Þegar þar við bættist festa í fyrirætlun, og kraftur í framkvæmd, þá var ekki að furða þótt hann ljeti mikið til sín taka á Alþingi, fram yfir það, sem lík-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.