Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1938, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1938, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19 það mjög líklegt, en sumarveg fj’rir bíla má gera um heiðina, til Selvogs, með fremur litlum kostn- aði. Vetrarvegur frá Reykjavík, um Krýsuvíkurheiði og Selvogs- heiði, mun ekki reynast ábyggi- legri, sjerstaklega í suðvestan snjó komu, en Ilellisheiði. Ef Ilellis- heiðarvegurinn væri endurbættur, þannig, að hækka hann mjög víða upp, og færa hann upp úr laut- unum (.t d. skamt frá Kolviðar- hóli), er ástæða til að ætla, að hann yrði engu síður ábyggilegur en hinn, en svo miklum mun styttri og því ódýrari til notkun- ar. En íslendingar þurfa að muna það, og vera við því búnir, að oft hafa komið þau fannalög, að bílvegir myndu hafa farið í kaf allvíða, og til þess að rökstyðja það, þarf ekki lengra aftur í tím- ann, en um og eftir síðustu alda- mót. * Frá Selvogi ákvað jeg að fara skemstu leið til Hafnarfjarðar, og er það riimir 40 km., og liggur leiðin yfir háa heiði, og mun hún vera um 20 km., og endar að norðanverðu í Grindaskövðum. Jeg lagði af stað frá Selvogi kl. 9, og ljet Guðmundur vita- vörður mjer í tje liest og fylgd- armann upp að heiðinni, sem er rúmur klukkutíma gangur. Heið- arbrúnin er fremur lág að sunn- anverðu, en svo smáhækkar hún upp að miðju, og liggur mjög hátt alla leið norður á brún. A miðri heiðinni er mikið og fagurt víð- sýni austur til Eyjafjalla, Vest- mannaeyja og á haf út, og var sjerstaklega aðdáunarvert, að sjá lífgeislaflóð „Almættisins erind- reka“ leika um hafflötinn. Suður- hluti heiðarinnar er mestmegnis vaxinn mosa og lyngi, en þegar norðar kemur er f jölbreyttari gróður, og er kjarngóð beit Tvar allvíða. Norðanverð heiðin er hallalítil, þar skiftast á „fjalls- hnúkaraðir'* og dalir. I dölunum skiftast á, gamalt hraunflóð og valllendisgróður, og liggur leiðin um þetta. Þegar maður er staddur á fjöll- um uppi, verður maður best var við alvöru- og tignarsvip náttúr- unnar, og þar „þagnar dagur þras og rígur“, og eins og Gestur Bálsson segir: „Rekur sig þar ekki á nein mannaverk“, og jeg vil bæta við: Þar blasa við stórvirki náttúrunnar, er Jónas Hallgríms- son minnist á í hinu lotningarfulla erindi: „Hver vann hjer svo að með orku“. * Vegurinn um heiðina er slæmur, lítið annað en margra alda hesta- troðningar, víða með lausu hraun- grjóthröngli, og lítur út fyrir, að þar hafi ekki verið hreinsuð gata á þessari öld, og er vegurinn þó líklega í tölu fjallvega. Um eitt er ferð um þessa heiði varhugaverð að sumarlagi. Það ?r vatnsleysið. Jeg varð ekki var við nokkurt vatn frá því jeg lagði á heiðina, og þar til jeg kom niður undir Hafnarfjörð, að vatnslæk bæjarins, er kemur undan hraun- inu. Jeg bjóst við vatnsleysi á þesíari leið, þar sem þetta er alt brunnið land, er gleypir fljótlega alt yfirborðsvatn. Til þess að mig þyrsti síður, borðaði jeg einnngis skyr og mjólk áður en jeg lagði á heiðina, og nesti þorði jeg ekki að smakka fyr en við Hafnar- fjarðarlækinn, af sömu ástæðu, enda bar þetta hvorttveggja til- ætlaðan árangur. A norðurbrún heiðarinnar eru Grindaskörð. Um för Repps um Grindaskörð 1867 orti Kristján Jónsson skopkvæði, og þar meðal annars þetta : Yfir geigvænleg Grindaskörð geystist fárramur ofurhugi; með galdrakyngi og gneistaflugi dundi á jöklum hríðin hörð. Höfuðskepnurnar hömuðust, hamaðist Repp þó engu miður. Alteins og háreist bæjarbust er bugast ei neina storma viður. * Þegar komið er fram úr Grinda- skörðum, á norðurbrún heiðarinn- ar, opnast fljótlega fagurt útsýni. Fyrir neðan heiðina liggur víð- áttumikið mosavaxið helluhraun. Niður við sjóinn sjest Reykjavík, og sýnist hún liggja allnærri, af því að hæð fjallsins dregur eins og að sjer. Víðáttumikið útsýni er yfir Faxaflóann. I þetta sinn lagði inneftir honum dálitla út- rænu. Þá er fjallahálfhringurinn svipmikill, einkum Akrafjall, Ilafnarfjall og Esjan, sem fram- verðir, og Snæfellsfjallgarðurinn með hinn tignarlega útvörð, Snæ- fellsjökul. Þegar komið er niður af keiði- inni, liggur vegslóðinn um hellu- hraun, vaxið grámosa á alllöngu svæði, og er mosalagið víða um 30 sm. á þykt, og var mýkri en nokk- ur fjaðrasófi að leggjast á. Leiðin frá heiðinni til Hafnarf jarðar mun vera um 20 km., og er um helmingurinn flatneskja, og því mjög villugjarnt í dimmviðri. Vegarslóðinn hefir, fyrir löngu síðan, verið varðaður, en vörðurn- ar eru að mestu hrundar, og því ekki vegvísir þegar þeirra er þörf. Sumsstaðar sjest fyrir götunni á þann hátt, að laut er troðin í hraunhellurnar eftir hestafætur, og hefir það sína sögu að segja. Þegar komið er niður fyrir Hafn- arfjarðargirðingu, liggur vegurinn eftir þröngum skorningum um hraunið, og er mjög vont yfir- ferðar, gatan mjög víða þakin af hraunmulning, og væri full þörf á, og kostnaðarlítið, að hreinsa götuna, þótt líklega sje þar ekki fjölfarið. Það rofar til. Ljettist hugur, Ijómar bjartur dag ur, landið sýnist fegurra og stærra. Nóttin styttist, bóndans bætist hagur, broshýr sólin flytur ofar, — hærra. Vindar hreyfa vangi }rfir strönd- um, vorið nálgast, suðræn andar blíða, Sorg og gleði bindast systra-bönd- um, boða lýðum komu nýrra tíða. Kristinn Þ. Haukdal. Japanar hafa þann sið að taka af sjer skóna meðan þeir matast. Þeim er sama þó gat sje á sokk- unum því þeir hafa sjerstaka sokka til að fara í meðan þeir neyta matar síns.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.