Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1938, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1938, Page 6
22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS grœna pálmagreinin í höndum „borgarans mikla“ (Bryans) hætti að hrevfast. „Til hvers ætlar þú að yfir- heyra Colonel Bryant“ spurði dómarinn. „Yið nefnum hann til að hera vitni sem mann, sem er sjerstak- lega fróður í ritnnigunni“, var svarið. „Orðstír hans sein fræði- manns í ritningunum er viður- kendur um allan heim“. Raulston dómari spurði Bryau, eins og horium væri ant um að hann gæfi kost á þvi, hvort hann hefði nokkuð á móti því að bera vitni. Óafvitándi setti hann Bryan þarna í gildruna. Bryan hafði ekki um neitt annað að velja, og steig sporin, sem urðu honum að falli. Yerkefni hans var ofur einfalt, en í framkvæmdinni var það ó- mögulegt. Ef hann átti ekki að eyðileggja málstað sækjandans, var^ð hann að halda fast við þá kenningu að biblíuna bæri að skilja bókstaflega. Ef svo væri ekki, gæti hver og einn útskýrt hana eins og honum sýndist, og þá væru lögin tilgangslaus og málið tapað. * Darrow hafði undirbúið árás sína vel. Bryan svaraði skýrt og hiklaust „já“ við fyrstu spurn- ingunum, og áheyrendurnir hróp- uðu hvað eftir annað „amen!“ honum til hughrevstingar. En smám saman varð hann ráðþrota undir hinum vægðarlausu spurn- ingum Darrows. Þvældur, ertur og særður barðist hann á móti eins og ljón; stundum stóð hann upp af vitnastólnum og hjelt ræður yfir áheyrendunum. En Darrow var stöðugt rólegur, vægðarlaus og fullur af fyrirlitningu. Darrow byrjaði á Jónasi spá- manni. „Þegar þú lest, að hvalurinn hafi gleypt Jónas, skilur þú það bókstaflega ?“ spurði hann. Bryan svaraði: „Þegar jeg les að stór fiskur hafi gleypt Jónas, þá trúi jeg því. Jeg trúi, að alt, sem stendur í biblíunni, eigi að vera tekið trúanlegt, eins og það er skrifað; jeg trúi á Guð, sein getur skapað hval og mann, og látið þá gera það sem honum þóknast“. „Ertu reiðubúinn að segja, að fiskurinn hafi sjerstaklega verið skapaður til þess að gleypa Jón- as?“ „Biblían segir það ekki, og þess vegna er jeg ekki reiðubúinn að segja það“, var svarið. „En jeg vil bæta því við, að það er rjett eins auðvelt að trúa eiuu kraftaverki sem öðru“. „Mundir þíi geta trúað því að Jónas hefði gleypt hvalinn, ef það stæði í biblíunnif' „Já, ef það stæði þar“, svaraði Brvan hiklaust. „Biblían segir að Jósúa hafi skipað sólunni að standa kyrri, til að lengja daginn. Svo þíi trú- ir þvH“ „Jeg geri það“. „Trúir þú því að sólin hafi þá gengið kringum jörðina?“ „Nei, jeg trúi því að jörðin gangi kringum sólina“. „Ef dagurinn var lengdur, þá hlýtur það að hafa verið jörðin, sem hætti að ganga, eða mundir þú ekki segja það?“ „Jeg býst við því“. „Hefir þú nokkra hugmynd um það, Mr. Bryan, hvað hefði komið fvrir. ef jörðin hefði verið stöðv- uð á ferð sinni?“ Bryan varð hissa og sagðist ekki vita það. „Veistu það ekki, að hún hefði óðar bráðnað og orðið að fljót- andi efnisleðju?“ „Jeg trúi að drottinn hefði líka getað komið í veg fyrir það“. „Trúir þú því að flóðsagan í Gamla testamentinu sje bókstaf- lega sönn?‘‘ „Já, það geri jeg“. „Biblían segir að allar lifandi skepnur, sem ekki voru teknar í örkina með Nóa, hafi druknað. Trúir þú því?“ „Já“. „Og fiskarnir líka, sem eftir voru skildir ?‘ ‘ Það kom hik á Bryan, en hann svaraði: „Biblían segir „allar skepnur“, og jeg vil ekki efast um það“. Sú hugmynd, að fiskar gætu druknað, virtist koma nokkuð flatt upp á áheyrendurna. Þegar Bryan var spurður að, hvenær flóðið hefði verið, leit hann í „Biblíuskýringar“ Ushers o» svaraði, að það hefði verið árið 2348 fyrir Krists fæðingu, eða fyrir 4273 árum. Þegar Darrow spurði hann, hvort hann vissi ekki að kínversk menning hefði verið rakin afturábak að minsta kosti 7000 ár, játaði hann, að hann vissi það ekki. Hver spurningin rak nú aðra, og Bryan játaði, að hann tryði, að allir menn og öll dýr, sem nú væri til á jörðinni, væru beinlínis komnir af mönnum þeim og dýr- um, sem hefðu verið í örkinni, þótt hann ekki gæti nefnt nokk- urn vísindamann, sem tryði því með honum. Darrow spurði hann að, hvort hann gæti nefnt nokkurn vísinda- mann, sem hann bæri virðingu fyrir, og Bryan nefndi mann, sem hann kallaði jarðfræðiskennara og sagði að ætti heima „vestur frá, nálægt Lincoln í Nebraska“. Þeg- ar hann var spurður frekar út í þetta, gat hann samt ekki munað, hvað þessi maður kendi. Saksóknarinn, (Attorney Gen- eral) Stewart, greip æfur fram í og vildi fá að vita, til hvers þess- ar spurningar væru lagðar fyrir vitnið. Bryan stóð á fætur, fölur og skjálfandi, hristi hnefann fyrir ofan höfuðið á sjer og hrópaði með hárri röddu. „Tilgangurinn er sá, að gera hlægilegan hvern mann, sem trúir ritningunni; og mjer stendur al- veg á sama þó að allur heimur- inn fái að vita, hver tilgangur þeirra er“. „Tilgangur okkar er“, sagði Darrow í höstum rómi, ,,að koma í veg fyrir að ofstækismenn hafi yfirráð yfir mentun í Bandaríkj- unum. Það er alt og sumt, og þú veist það vel“. Brjmn, sem nú var orðinn mjög æstur, hjelt eina af ræðum sínum yfir áheyrendunum; hann virtist alveg hafa gleymt því, að liann var í rjettarsal. „Mjer þykir vænt um að hafa fengið þessa yfirlýsingu frá Mr. Darrow“, sagði hann. „Jeg vil

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.