Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1938, Blaðsíða 6
54 LESBÓK MORGUNBLADSINS er höfundur lithauiska þjóðsöngs- ins — og var sjerstaklega ofsótt- ur af rússnesku lögreglunni. Hann dó úr berklum, sem hann fekk í fangelsi. A grafstyttu hans var höggvinn þjóðsöngurinn, en rviss- neska lögreglan krafsaði liann af! * Um þessar mundir kom fram á ritvöllinn eitt aðalskáld hins ung- borna Lithauen, J. Maironis — Maciulis. Hann var kaþólskur prestur og því meinað að njóta ástum kvenna, en alla ástarþrá sína helgaði hann fósturjörðinni, eða eins og hann komst að orði í einu kvæði sínu: Ættjörðin var mín ástmey. Maironis orti undir mörg- um dulnöfnum til að komast á snið við njósnara keisarastjórnar- innar. Ýms kvæði hans eru nú sungin yfir gjörvalt Lithauen — því áhugamál hans var að endur- spegla frægð fortíðarinnar og sam eina allar stjettir þjóðar sinnar til átaka gegn kúgunarvaldinu. í hinum kunna kvæðabálki sínum: Unga Lithauen; Frá þjáningu til virðingar, lýsir hann þessari stefnuskrá sinni. Þessir rithöfundar og skáld, sem að ofan getur, ruddu núverandi frelsi Lithauen braut á sama hátt og Jónas Hallgrímsson, Jón Sig- urðsson, Hannes Ilafstein og Þor- steinn Erlingsson ruddu braut fyrir frelsi íslands — og Björn- stjerne Björnsson, og önnur sam- tíðarskáld hans ruddu braut frelsi Noregs. En frelsi íslands og Nor- egs var unnið með pennum •— fresli Lithauen með pennum og sverðum. * Árið 1904—1905 biðu Bússar ó- sigur móti Japönum. Hin rótgróna innbyrðis óánægja gegn stjórnar- völdunum braust þá út í logandi innanlandsóeirðum. Þetta tækifæri notuðu Lithauar og afvopnuðu rússnesku lögregluna, ráku út úr skólum sínum rússneska kennara og rifu til grunna allar áfengis- verslanir og veitingarkrár Rússa í Lithauen, sem eitruðu þjóðina og drógu úr henni dug. Þetta ár (1905) var fyrsta lit- hauiska þingið kvatt saman í Vilnius (Vilna). En von bráðar náði keisarastjórnin aftur völdum — og frelsið var enn lagt í fjötra. En prentfrelsið, sem Lithauar fengu 1904, var þó ekki afnumið til ómetanlegs gagns fyrir þjóð- ernisbaráttuna. Þessvegna mætti þjóðin ekki óviðbúin heimsstyrj- öldinni 1914. í heimsstyrjöldinni börðust Þjóð verjar og Rússar á lithauiskri grund og herir beggja fóru yfir landið. — Þessi ár geys- aði fárviður þjáninganna, er ljetti af með morgunroða frelsis og menningar! Bæði þessi stór- veldi fóru í mola í lok styrjaldar- innar, og 16. febrúar 1918 varð Lithauen fullvalda ríki. Enn fekst þó ekki fullur friður. Leifar þýsk-rússneska hersins í landinu sameinuðust undir for- ystu æfintýrafurstans Bernondt- Avaloff og gerðu tilraun til að leggja undir sig Eystrasaltslönd- in. Að austan kom deild úr rúss- neska Raiiðahernum og að sunnan ógnaði pólskur her. Þrátt fyrir skort á vopnum og búningum tókst lithauiskum sjálfboðaliðuln að reka allar þessar óvinaherdeild- ir !af höndum sjer — og gerður sjerstakur friðarsamningur við Pólverja. En strax og samningur þessi hafði verið undirritaður ár- ið 1920, rjeðst pólsk herdeild, undir forystu Zelikovski herfor- ingja, öllum á óvart, á höfuð- borgina Vilnius (Vilna) og tóku hana herskildi ásamt nærliggjandi hjeraði. Lithauar gátu ekki reist rönd við árásum ríkis, sem var tíu sinnum stærra, og því er nú Lit- hauen einasta ríki í heimi, sem enga höfuðborg á. Ríkisstjórnin hefir bráðabirgðaraðsetur sitt í Kaunas. Lithauen hefir aldrei viðurkent lagalega þessa ofbeldisárás og hef- ir alt til þessa dags engin stjórn- mála- eða verslunarviðskipti við Pólland, o*g hefir heitir því að taka það ekki upp fyrri en bætt verði úr þessu ranglæti. Undir forystu Antonas Smetona ríkisforseta stendur lithauiska þjóðin á verði fyrir sjálfstæði sínu — og saga Lithauens er gott dæmi um aðstöðu smáríkja, hversu þau auðveldlega geta glatað þjóð- frelsi sínu og hve erfitt er að afla þess aftur. Og vonum við, að Fjaðrafok. Kroman hjet prófessor einn við Hafnarháskóla. Hann var vanur því við próf að koma með einkennilegar spurning, sem komu stúdentunum á óvart og kunni hann við ef vel var svarað slíkum spurniugum lians. Einu sinni spurði prófessorinn stúdent )>essarar spurningar: „Ef þjer hjer á háskólatröppun- um mættuð gyðju fegurðarinnar og gyðju fróðleikaus, hvað mund- uð þjer þá gera?“ „Taka í hendur þeirra og leiða þær til næsta blómasala", svaraði stúdentinn. „Hvíað viljið þjer þangað með gvðjurnar1“ „Fá lánaða bæjarskrá til að sjá hvar prófessor Kroman býr. Síð- an mundi jeg aka með gyðju fróðleikans heim til hans, um hina mvndi jeg sjá um sjálfur". * nski stjórnmálamaðurinn Sir Robert Yansittart er maður sem gaman hefir að spaugsyrðum. Sagt er að hann sje vanur að heilsa nýjum starfsmönnum í ut- anríkismálaráðuneytinu með þess- um orðum,- — Þjer skuluð aldrei gleyma því að best er að starfsmenn vorir líti heimskulegar út en þeir eru í raun og veru ef þeim er það annars mögulegt. Undirmönnum sínum skiftir Vansittart í eftirfarandi fjóra flokka: 1. flokkur: Gáfaðir og sniðugir. Ágæt mannsefni. 2. flokkur: Gáfaðir og dugleg- ir. Ekkert sjerstakt að hæla sjer af, nothæfir í mörgum tilfellum. 3. flokkur: Heimskir og undir- förulir. Ekki góðir, en má þó nota þá við einstaka tækifæri. 4. flokkur; Heimskir og dug- legir. Stórhættulegir menn, sem ættu sem fyrst að hverfa úr ráðu- neytinu. einhverntíman taki Norðurlönd og Eystrasaltslöndin höndum saman — því margar smáþjóðir mynda eitt stórveldi, sem heimurinn hu'gs ar sig um áður en hann ræðst á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.