Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1938, Blaðsíða 6
158 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ------ SMASAGA-- Titrirgefning Ql’NNAR, bómluni að Berfri hefir gengfið fram á Bergs- enda til að stytta sjer aldur. Hann hefir lengi haft það í liufra o>r fyrir nokkr. iu vikum var það á- kveðið. Það var liaust, seinni liluta dags ojr farið að rökkva, hafði risrnt um daginn og látið illa í sjó. Að Bergi var útræði. — Gunnar bóndi hafði sent piltana sína inp í Fjörð eftir ljósmóðurinni og þegar sást til bátsins, hafði hann labbað hingað; og nú var stundin komin. Hingað sást ekki til hans heiin- an frá bænum og hann setti sig niður á bergsbrúnina og ljet fæt- urna hanga niður. Og öld'jrnar hömuðust fyrir neðaii. Það var aðdjúpt við berg- ið og þær skullu að því með miklu afli. Og honum fanst alt nötra og skjálfa þegar öldurnar buldu á hamraveggnum. Og hann horfði niður í djúpið. — Hugur hans var órór og æstur. Oðru hvoru greip hann tryllings- legur hlátur og hann hló svo að bergmálaði eins og björg væru að hrvnja niður í djúpið. Hefnd haus skyldi verða sterk. lengi vrði hún í minnum höfð. — — — Gunnar átti bróður, sem Þorsteinn lijet. Þeir voru komnir af góðum ættum og höfðu farið með ríflegan arf úr for- eldrahúsum. Þorsteinn, sem var eldri, gekk mentaveginn, lauk ekki prófi, en gifti sig í þess stað miðaldra ekkju. Ljek orð á því, að hann hefði frekar gengist fyrir aurum konu sinnar en kostum og gjörfi- leika. Nú var hann verslranar- stjóri í kaupstað fjarðarins. En breyskleiki holdsins er mannsins veika hlið, hann snerti forboðna ávexti og gekk það svo langt, að vinnukona hans ein varð af hans völdum barnshaf- andi. Auðvitað mátti þetta ekki vitn- ast, því það var ekki virðingu verslunarstjórans samboðið að taka fram hjá konunni sinni og það með vinnukonunni. — — — Gunnar var nýkom- iun í Fjörðinn að sunnan og þótti heldrar auðnulaus, eigur hans all- ar voru horfnar út í veður og vind, hann hafði eytt árunum í drykkjuskap og svall. Ilann hafði reyndar lengi viljað snúa af þess- ari braut, en það varð ekkert úr því, þar til bróðir hans gerði hon- um ákveðin boð um að koma til sín og hjá honum hafði hann unn- ið síðan og bjó í hans húsi. Svo var það einn daginn að Þorsteinn kom til bróður síns og tjáði honum vandræði sín. Bað hann nú Guunar að taka að sjer stúlkuna. til endurgjalds ætlaði haun að hjálpa honum til að kaupa jörðína að Bergi. Þetta varð að ráði milli þeirra ]u-iggja, því þeim leist vel hvoru á annað, Gunnari og stúlkunni. Og svo höfðu árin liðið. Gunn- ar varð dugandi bóndi og þa'u voru ánægð og hamingjusöm. Þau höfðu eignast saman tvö elskuleg börn og á leið þeirra virtist eng- inn skuggi. Svo varð konan hans lasin í vetur og dvaldi um tíma undir læknishendi í kaupstaðníiim og hjelt auðvitað til í húsi bróðurins. Það var óhamingjuför. Gunnar varð þess fljótt var, að konan hans var ekki söm og áður. Og grrnsemdirnar grófu um sig. Öll sambúð þeirra brej'ttist. Þegar hún vildi láta blítt að honum, tók hann því fálega og þó ljetu bæði sem ekkert væri og reyndiu að dylja tilfinningar sínar. Svo fór hún að þykna undir belti — og hann varð þess var, að hún vakti heilar nætur. Svo var það einu sinni að hann hreytti í hana einhverjum glós- um. ÍÞá fór h iin að gráta og bað hann að fyrirgefa sjer. en hann hrinti henni frá sjer. Síðan hafði hann sofið í ver- búðinni með hásetum sinum og forðast konuna. Það höfðu víst farið brjef milli hennar og Þor- steins, því G'unnar fjekk fyrir nokkrum dögum brjef frá honum. Gunnar hafði það í vasanum núna. Og hann ætlaði einmitt að svara þvi eftir nokkrar mínútur — en á sjerstakan hátt. Hjelt bróðir hans virkilega, að hann gæti leikið sjer með hann eins og honum þóknaðist? Hvers- vegna gat hann ekki látið hann í friði ? — — — Ætli samviskan vaknaði ekki þegar hann frjetti lát bróður síns og hvernig það hefði borið að, og einmitt sama dagiun og barnið þeirra Brvn- hildar fæddist? Ha. ha! Og Gunuar hugsaði um það glottandi, hvað fólkið myndi segja. Ef hanu fyndist, yrð'.i menn varir við brjefið og peningana. — — Svo yrði barnið skírt — Guunar eða Guðrún — eftir hon- um „föður“ sínum. En sagan um brjefið myndi fara lágt. Kerling- arnar í kaupstaðnum myndu hvíslast á um það yfir kaffiboll- unijm sínum. Og í sveitinni myndi þessu verða laumað bæ frá bæ ásamt frjettinni um fráfall hans. — Og Gunnar hló sínum trölls- lega storkunarhlátri.------Hann ætlaði að kveðja lífið með hlátri. -----En hvað var hann að draga þetta ? — Hversvegna ekki strax? — Og alt í einu kafnaði hláturinn í hálsi hans og skjálfti fór um líkamann. — Var hann að verða hræddur — var hann að hopa? Nei, hann varð að hefna sín. — En hann gat ekki kastað sjer fram af. Hann fann þessi vissiu Iæsa3t um sál sína. — En það varð að ske. Gunnar sat á brúninni. Ef hann aðeins beygði sig örlítið áfram. var takmarkinu náð. Og liann kvaldist ógurlega. Svo hallaði hann sjer aftur á bak, hin með- fædda lífslöngun varð yfirsterk- ari í svipinn. Og samt þráði hann ekkert heitara en að vera dauður. Hann reis aftur upp, hefndar- þráin og heiftin gaus rapp enn sterkari en áður. Hann starði nið-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.