Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1938, Blaðsíða 2
322 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN9 en ferðir þeirra þar eru mun styttri, en ferðir norrænna fugla Aðeins örfóár teg. fara nokuð að ráði norður fyrir hitabeltið, þegar vetrar í sumarheimkynnum þeirra, þ. a. m. eru t. d. skrofur og albatrosar. ★ Hvernig stendur á þessum ferða- lögum fuglanna? Hvað er það, sem knýr þá til þess að breyta þannig og hvernig rata þeir þessa óravegi, sem þeir fara 1 Þetta eru einhver hin erfiðustu viðfangsefni nátt- úrufræðinnar, ráðgátur, sem lík- legast verða aldrei ráðnar til fulls. Þó má ráða í ýmislegt, sem á sinn þótt í því að fuglarnir hegða sjer þamiig. En eitt má telja víst og j>að, er. að til þess hljóta að vera margar og allflókuar óstæður. Það vantar ekki að mikið hefir verið um þetta hugsað og ritað og margs hefir verið getið til og eigi alls sem viturlegast. Maður getur varla tekið sjer svo bók í hönd, sem fjallar um fugla að eigi sje eitt- hvað að þessu vikið eða nýjar til- gátur settar fram. Sýnir þetta Ijósast hversu lítið menn vita um þessi efni. Um ratvísi fnglanna, sem er undrunarverð, er best að segja sem fæst, því um þau efni vita menn minst, eða raunverulega ekki neitt. Það er augljóst að fuglarnir þekkja ákveðin landslög og staðhætti og muna það sem þarf til þess að geta fundið heim- kynni sín og varpstaði, en hvernig þetta verður, er mönnum hulinn leyndardómur. Það er áreiðanlegt að fuglarnir geta ekki hugsað neitt í líkingu við okkur og verður því að varast að eigna þeim eiginleika, sem okkur eru eðlilegir. Við vit- um t. d. að fuglarnir finna ávalt hreiðrin sín, þótt þau sjeu í þjettu varpi, en ef við breytum örlítið umhverfi hreiðranna, svo að auð kenni þau, sem þeir fara eftir, hverfa, þá gengur þeim oft erfitt að finna hreiðrin aftur eða tekst það jafnvel ekki. Auðkennin eru oft mjög lítilfjörleg, sinu- eða grasskúfar, kalkvistir eða smá- steinaí, en alt um það, án þeirra finna þeir ekki hreiðrin. Enn ein- kennilegra er það, að margir fugl- _ar þekkja ekki eggin sín, ef þau eru tekin úr hreiðrinu og látin skamt frá því á bersvæði, þar sem þau eru vel sýnileg. Þetta hefir verið marg sýnt með tilraunum o. fl. í svipaða átt, sem sýnir hversu sálarlíf fuglanna er frábrugðið okkar hugheimi. Alt bendir ti! þess að flest það sem fuglarnir hafast að sje þeim lítt sjálfrátt og að þeir hafi litla eða enga hug- mynd um tilgang þess, sem þeir gera. Óteljandi eru tilraunir þær, sem fræðimenn og fuglavinir hafa gert til þess að skygnast inn í hugar- heima fuglanna m. a. til þess að fá einhverja skýringu á því hvern- ig farfuglarnir hafi fyrst orðið til, þ. e. að finna þau öfl, sem knýja þá áfram til ferðalagamia. Árang- urinn er ennþá furðu magur, enda þótt ýmislegt hafi vitnast, sem sýnilega á sinn þátt í þessum hlut- um. Er hjer aðeins rúm til þess að drepa á örfá atriði þessa máls, eða rjettara nokknrar tilraunir til skýringar, því meira eru þær ekki. Það er vitanlegt að flest hinna æðri dýra, sem nú eru uppi, eru upprunnin á ný-öld jarðar (terti- era tímanum). Á því tímabili var loftslag mun hlýrra og jafnara um alla jörðina, en nú og hnattstaða landanna hafði því minni þýðingu. Lífsskilyrðin voru því svipuð víð- ast hvar. En í lok þessa langa tímabils, tók veðrátta að spillast í hinum norðlægari löndum og svo leið fram, þar til að úr hófi keyrði, er Isöldin rann upp og eyddi öllu lífi eða flæmdi burt, þar sem hún gekk yfir. Þessvegna er ein tilgátan sú, að jafnframt og smákólnaði og veður spiltust í norðlægum löndum, þá hlýtur mörgum þálifandi íbúum þessara landa að hafa orðið þröngt fyrir dyrum, einkum er sól var lægst á lofti. Hafi þá margt dýra ef- laust hrokkið undan kuldanum og leitað til suðlægari staða og betri lífsskilyrða. Sumt dýranna hefir svo ílenst þar eða dáið út, en hin fluttu sig norður á við aftur þegar veðrátta batnaði við lok ís- aldar. Hvað fuglana snertir er þá líklegt að þeir hafi þá tekið upp þann sið að hverfa á brott á haustin, en leita svo norður aftur er voraði. Þetta hafi svo orðið að föstum vana, sem olli því, að ferðaþráin gekk í erfðir og varð að blindri, ósjálfráðri eðlishvöt, sem nú ræður ferðum þeirra að méstu. Það er nú næsta hæpið að gera ráð fyrir því að skepnunum hafi verið ljóst hversvegna þær flúðu kuldann forðum daga og þá er eftir að skýra frá uppruna átt- hagaþrárinnar, sem dregur þær heim aftur næsta vor. Ennfremur er ilt að skilja það að lífsvenju- breytingar og annað því um líkt geti gengið að erfðum. Auk þess tekur þessi skýring aðeins til nor rænna fugla og ferða þeirra það- an, sem þeim er með öllu ólíft á vetrum, en lætur óskýrðar ferðir þeirra þaðan, sem þeim væri vel fært að hafast við. Önnur skýring eða tilgáta leit- ar ástæðnanna til lifnaðarhátta fuglanna sjálfra, t d. ættu þeir að leita langdægranna vegna birt- unnar, þar sem þeir geti leitað sjer fæðu nær því allan sólarhringinn. Þeir þoli margir illa að fasta lang- ar nætur, einkum spörfuglarnir meðan þeir eru í uppvexti. Þessi skýring nær enn skemra og und- antekningarnar eru of margar og þá óskiljanlegar. 1 Þá hefir einnig verið leitast við að sanna að starfsemi ýmissa innri líffæra ráði yfir ferðaþránni. Frá þessUm líffærum, t. d. kynkirtl- unum, fara ýmís efni út í blóðíð og áhrif þeirra á taugakerfið gera það að verkum, að ferðaþráin ým- ist vex eða dvínar. Það hefir með tilraunum tekist að færa alimikil rök fyrir því að starfsemi sumra kirtla á sinn þátt í því að vekja og sefja ferðaþrána. En þetta tek- ur heldur eigi til nema nokkurra fuglategunda og á helst við um þá, sem hafa heimkynni þar sem mikill munur er á árstíðum. Auk þess skýrir þetta ekki neitt upp- runa ferðaþrárinnar og hvers- vegna eru þá ekki flestir fuglar undir þessa sök seldir? Verður nú að láta staðar nema, því þessu mætti halda áfram endalaust. ★ Flugtækni fuglanna er eitt af dásemdarverkum náttúrunnar og flugorka þeirra margra lítt skilj- anleg. Þótt mönnum sje nú orðið margt vel kunnugt, sem flug fugl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.