Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1939, Blaðsíða 1
'SHfios'ðtmMaðsÍnð 2. tölublað. Sunnudagur 15. janúar 1939. XIV. árgangur. ÍMfoldkrpnotimlðjt h.f. .Latínan varð mín drotning' Smdvegis frd æskudrum sr. Friðriks Friðrikssonar ■ . Pegar jeg var drengur á Svína- vatni, segir sr. Friðrik Frið íiksson hjer um daginn, er jeg heimsótti hann, og var farinn að hlusta á það, sem lesið var hátt á kvöldvökunni, eða sjálfur farinn að hnýsast í bækur, voru biskupa- sögurnar mitt eftirlæti. Þar þótti mjer sjerstaklega merkilegar setningar þær., sem til- færðar eru á latínu. Ekki man jeg þó eftir því, að jeg færi nokkuð verulega að glíma við að geta mjer til um það, hvað þær þýddu. En þær stóðu fyrir mjer í einhverjum ó- segjanlegum lærdómsljóma. Þegar jeg var 13 ára gamall, var jeg smali hjá Magnúsi Berg- mann á Síðu í Engihlíðarhreppi. Þar kyntist jeg Árbókum Espólíns. Var oft lesið hátt úr þeim. Þar komu fyrir setningar á latínu, sem kveiktu hjá mjer ákafa löngun til þess að læra að skilja þetta göf- uga mál. Þar tók jeg líka að glíma við útfararsálm Prudent- iusar, sem prentaður var á lat- ínu í Sálmabókinni. En aftanvið hann var íslensk þýðing á sálm- inum eftir Magnús Stephensen. Sat jeg marga stund yfir sálmin- um og gat mjer til um það, hvaða orð ættu saman í latínunni og hinni íslensku þýðingu. En held- ur munu þær getgátur liafa ver- ið fjarri sanni. ★ Jeg átti að sitja yfir ám hús- bónda míns uppi í svonefndum Kaldbak. Mjer leiddist hjásetan ákaflega, fanst kindur vera fram- úrskarandi óyndislegar skepnur og sauðarlegar. Altaj! þegar jeg kom heim greip jeg hvert tæki færi sem bauðst til að lesa í einni bók, sem húsbóndi minn átti. Það var goðafræði Griltkja og Róm verja eftir Stoll, er Steingrímur Thorsteinson íslenskaði. Húsbóndinn tók eftir því hve fíkinn jeg var í bókina, og bauð mjer það kostaboð, að jeg mætti hafa hana með mjer í hjásetuna. Þ. e. a. s. það var með þeim skil- n:ála, að ef jeg týndi einhverju af ánum, þá tæki hann bókina af mjer. Ekki kom til þess. Jeg hjelt bæði ánum og bókinni, mjer til mikillar gleði. Og nú opnuðust fyrir mjer miklir og dýrðlegir æfintýraheimar. Varð jeg brátt vel heima í goðafræðinni, og urðu guðirnir mjer kunnugir í hugar- heimi mínum. Þegar norðurljós voru um veturinn eftir, en þá var jeg á Síðu og næsta sumar með, fanst m,jer sem Zeus vera að hrista sinn ægisskjöld. Að vísu var það Aþena, sem átti að hafa ægisskjöldinn. En þetta var nú svona fyrir mjer. Eitt sinn um veturinn var jeg sendur fram að Geitaskarði. En í heimleiðinni gisti jeg á Fremsta- Gili. Ekki man jeg hvernig á því stóð að goðafræðin barst í tal. En þar var ekki komið að tómum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.