Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1939, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1939, Blaðsíða 2
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS ..•Tames F. Dodds'' að nafni, hafi fundið í jörðu ryðguð járnbrot í námubletti sínurn í Beardmore. 125 mílur enskar norðaustur frá Port Arthur í Ontario í Kanada. Er jiessi staður inni í miðri Norð- ur-Ameríku. að kalla. talið frá austri til vesturs, syðst í Kanada. norðarlepra í vatnasvæðinu, ná- læjrt Nipiponvatui; til sjávar er skemst norður til Hudsonsflóa, eoa '•iettara satrt Jamesflóa, er poii2ur suður iir honum, o<? þó varla skemmra en 300 enskar míl- ur. Kveðst Dodd, — því að svo heitír maðurinu, James Edward Dodd — liafa orðið þessara járn- leifa var 24. maí 1931. Er svo að sjá af frásötrn Godsells. sem Dodd hafi ekkert liirt nm að athuga þær lengi vel, heldur látið þær liggja í skevtingarleysi um tveggja ára skeið, og heíði að líkindum aldrei veitt þeim ueina frekari eftirtekt, hefði ekki lærður maður, „prófess- or Burwash“, þ. e L. T. Burwash. frægur rannsóknarferðamaður og uámaverkfræðingur í Cobourg í Outario, rekið augun í þær. er hann var þarna á ferð tveim ár- um síðar og kom á fundarstaðinn með Dodd. Prófessor Burwash virðist hafa Lengið hugmynd um, að hjer myndi um merkilegar fornleifar að ræða; hann skoraði á Dodd að geta ekki um fundinn við neinn, og hjet að vekja enga háværð meðal almennings um hann sjálfur. fvr en búið væri að fá fúllar sönnur fvrir því, að hann væri frumlegur og ekta forn- leifafundur. Svo er enn fremur að sjá af frá- sögn Godsells, sem Dodd og próf. Burwash hafi ekki fundið neitt verulegt af þeim forngripum, er fundust þarna, heldur hafi þeir síðar fundist smám saman, á ýms- um tímum og af ýmsum mönnnm, alls fjórum, þar á meðal próf. Mc Tlwraith frá Toronto, en þó néfnir hann ekki fleiri en þrjá gripi, er fundist hafi, sverð, axar- blað og höldu, er hann álítur vera mundriða af skildi; þess má þó geta, að sverðið er í tvennu lagi, og það skal þegar tekið fram, að samkvæmt öðruni skýrslum um þennan fornleifafund, virðast hafa fundist þarna einnig brot af skjaldarbólu. ★ Þegar Godsell jitaði grein sína, fyrir rúmu ári voru þessar fuudnu fornleifar komnar til þjóðminja- safnsins, Roval Ontario Museum, í Toronto, búið að taka ljósmyndir af þeim og seuda til nokkurra hinna helstu norrænnna fornfræð- inga hjer í álfu. Hafði dr. Cnrr- elly, forstöðumaður safnsins, níí fengið svör frá þeim sumum, og þeir talið gripin.i ekta forngripi, alla frá sama tíma, síðari hluta 10. aldar. En nú var úr því að ráða, hvern- ig þessir gripir hefðu komist á þann stað, þar sem þeir vyoru sagð- ir fundnir, livort þeir hefðu í raun og veru legið þar um 9 alda skeið, hvernig, yfirleitt, stóð á þeim þarna. Þá skýrði maður nokkur, sem verið hafði áður í Port Arthur, frá því, að hann hefði grafið upp þessa gripi úr öskuhrúgum í kjall- ara í húsi nokkru, sem Dodd hefði (síðan) kcypt og væri á Wilson- stöð nálægt Port Arthur, og gaf maður þessi þannig í skyn, að gripirnir hefðu síðan verið látnir á þann stað, sem þeir hefðu fund- ist á í Beardmore. Dodd bar harð- lega á móti þessu í langri blaða^ grein (í News Chroniele) og skýrði frá því, hve nær hann hefði fund- ið fvrsta gripinn, vorið 1931, en hefði ekki flutt sig búferlum í húsið Wilson-stöð fyr en 1934, löngu eftir að fornfræðingar hefðu skoðað þessa forngripi. Godsell virðist vera sannfærður um, aö gripirnir hafi komið i forn- öld á fundarstaðinn með norræn- um mönnum, sem muni hafa kom- ið frá Grænlandi inn i Hudson- flóa eða James-flóa, en þar eru grvnningar miklar og hafnleysur, og mestar líkur til, að menn þess- ir hefðu mist þar skip sitt, en bjargast til lands og brotist síðan áfram suður í landið með ýmsu móti og farið uppmeð eða eftir ám (Albany-á og Kenogami), sem falla til sjávar frá þeim stað, að kalla, sem gripirnir fundust á. Ræðir hann margt um þetta í grein sinni, en tekur að lyktum upp orð dr. Currelly úr greinargerð hans til dagblaðanna um þennan fund; kemst dr. Currelly þar svo að orði, að ef það verði sannað, að þessir gripir hafi fundist í Ont- ario, eins og Dodd staðhæfði. verði að brevta kenslubókunum í sögu á þá leið, að víkingar hafi komið til Ontario fjórum (svo) öldum áður en Columbus fann Ameríku. Dr. Currelly dagsetti þessa greinargerð sína 28. janúar í fyrra. Virðist hann þá ekki hafa verið orðinn sannfærður um, að gripirnir hefðu verið frá forniild þar sem þeir voru sagðir fundnir. Mjer þótti fregn þessi nýstár- leg og reyndi að fá fullkomnari skýrslur um gripafundinn; sneri mjer til vinar míns vestra, og kvað hann dr. Currellyr að sönnu hafa sent sjer myndir af hlutum þessum, en helsti litlar, og engar skýrslur um, hvar og hvernig þeir hefðu fundist. Ýms blöð vestra gátu nú brátt um þennan fund. Amerískur mannfræðingur, sein var hjer á ferð síðast-liðið sumar, prófessor Ralph Linton, frá Coluinbia-há- skóla í Newr York, sendi mjer síð- ar grein úr Science News Letter frá 9. júlí; segir þar m. a., að próf. D. Mc Arthur, vísi-ráðherra í mentamálum, ætli þá að senda skýrslu til löggjafarþingsins um málið. — Safnið í Toronto liafði þá fengið gripina frá Dodd ti! varðveislu og athugunar, forn- fræðingar búnir að gefa skýrslur um, að þeir væru frá síðari hluta 10. aldar, og forstöðumaður safns- ins búinn að komast að raun um, að fundarskýrsla Dodds væri á- reiðanleg, gripirnir hefðu verið á fuúdarstaðnum frá fornöld, en ekki látnir þar á þessari öld, en Dodd mun hafa boðið safninu gripina til kaups og ekki verið búinn að fá þá borgaða. Marteinn M. Jónasson skrifaði mjer aftur 21. jan.; kvaðst hann hafa farið til Port Arthur í fyrra sumar og þá komist að því, að' stjórnin í Ontario hefði keypt gripina handa safninu. Dr. Currelly mun hafa sent menn frá safninu í fyrra haust til Port Arthur og Beardmore, á fundarstaðinn, og látið rannsaka hann og allar greinargerðir við-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.