Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1939, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1939, Side 4
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Einvígið......... Saga eítir Kristmann Guðmundsson. Skip Þormóðs Yaldasonar lá se»lbúió í firðimim utan við Niðarós, hann ætlaði að leííg'.ia af stað til íslands um kvöldið. Nú sat hann að drvkkju í lyftingu með viui sínum. Arinbirni Skorra, ríkuni o" gjörvulegum höfðingja- syni. sem ætlaði að dvelja eiti ár enn við hirð Noregskonun»s. Snarpur vindur stóð út fjörð- inn. ágætur byr vestur um haf. Á þilfari voru menn Þormóðs í óða önn að leggja síðustu hönd á und- irbúninginn undir ferðina. Ný- bvgt skipið angaði af tjöru og nýjum viði. Þormóður hafði feng- ið það að gjöf frá konungi fyrir drápu, sein hann Jiafði flutt hon- um. Það vaggaði rólega og virðu- lega á öldunum, vel ldaðið ýms- um vörum og dýrgripum, sem höfðinginn ungi ætlaði að flytja heini á ættaróðal sitt. Hann og Arinbjörn höfðu verið utan í tvö ár og farið víða Þeir höfðu verið í víkingu og rekið kaupskaji við framandi lýði; en síðasta vetnr og vor höfðu þeir dvalið við hirð Noregskonuugs, og lilotið þar heiður mikinn. Arinbjörn Skorri lyfti horni sínu og drakk fjelaga sínum til. „Hjer skiljumst við, vinur“, sagði hann djúpri röddu. „Skilj- umst nú um skeið og hittumst heilir á fósturjörðu vorri að ári liðnu. Næsta sumar hefir Þorgerð- ur beðið mín í þrjú ár, eins og foreldrar vorir ákváðu, er við bundumst trygðum. Og eigi hefi jeg hugsað mjer að bregðast henni, því aldrei sá jeg fegri konu“. Hann þagði um hríð, og brosti að hugsun sinni. Þormóður virti vininn fyrir sjer, hálfluktum aug- um. — Fáir voru hans líkar að hrevsti og karhnensku, enginn hans maki að íþróttum nje víg- fimi. Hann hafði Ijóst hár og bjartan hörundslit, djarflegt yfir- bragð, með hreinum, föstum drátt- um.. Blá augu hans leiftruðu af gleði, er hanu mintist heitmeyjar sinnar. Þormóður andvarpaði hljóðlega og varð beiskur í huga. Vinur lians hafði ástæðu til að gleðjast. fegursta og vænsta mey Islands beið hans, og hann sjálfur lifði í lieiðri og gleði við liirð konungs. Hann sjálfur, Þorinóður, hefði ekki látið Þorgerði bíða sín eitt ár enn, á hinum afskekta bæ föð- ur hennar. En hún hafði aldrei litið við honum Hann var dökk- ur vfirlitum, og gekk ekki í augu kvenfólksins, það hafði altaf farið þannig að stúlkurnar þtu aðeins á vin hans, hinn fagra ljóshærða kappa. Þær voru vingjarnlegar við Þormóð, eins og góðan bróður, þær þágu fögru kvæðin hans og vísurnar, eins og sjálfsagðan hlut. guldu honum með hverfulu brosi, og hjeldu svo áfram að hlusta á drýgindalegt og innantómt hjal Arinbjarnar. Einnig meðal karl- manna var Arinbjörn altaf fremst- ur í flokki, hetjan, hinn ósigrandi. Þeir brostu líka rdð Þormóði Yaldasyni, skáldinu hæverska og stimamjúka, en mátu hann ekki mikils, þenna grannvaxna og þreklitla mann, sem aldrei hafði hlotið frægð í orustu. Þeir hvorki öfunduðu hann nje dáðust að hon- um. Arinbjörn vinur hans hlaut það alt. — „Gott skip og fagurt átt þú“, sagði Arinbjörn ennfremur. „Og mikil er skáldgáfa þín, sem lauu- uð er slíkri gjöf. Fagurt er hafið í blásandi bvr; jeg öfunda ])ig, sem bráðla sjerð föðurland vort og vini, — og Þorgerði. Berðu henni kveðju mína, með þínum fögru orðum, og færðu henni gjöf þá sem jeg hefi þjer á hendur falið. Segðu henni þann sannleika. sem þú þekkir öllum betur, að hugur minn sje altaf hjá henni, og að jeg hafi aldrei litið aðra konu ástarauga, Lif heill, fjelagi. Samvistir vorar liafa góðar verið og vinátta vor traust sein fjöll ís- lands. Ætíð hefir þú verið mjer sannur vinur, altaf gefið mjer holl ráð og snúið liinum bestu mönnum og göfugustu höfðingjum á vort mál með mýkt tungu þinnar og fegurð skáldskapar þíns. Heill guðanna fylgi þjer; heilsaðu fræudum mínum!“ Þormóður draup höfði meðan vinur lians talaði. Fyrirgefðu mjer fjelagið öfund þá og illgirni, sem jeg ber til þín. hugsaði hann, og fann enn einu sinni hina hlýju vinarkend, sem snemma í æsku hafði komið hon- um til að taka ástfóstri við þenna stórvaxna, glaðlynda pilt, og fylgja honum síðan. Þormóður fekk byr góðau yfir liafið og kom heim til íslands eft- ir þriggja vikna útivist. Hann sigldi með ströudum fram til Reyðarfjarðar, þar sem þeir allir bjuggu búum sínum, hann, Arin- björn Skorri og Þjóstur gamli, faðir Þorgerðar fögru. Það var tekið á móti honum. með miklum heiðri í sveitinni. Nú var loksins enginn Arinbjörn til þess að yfir- skyggja liann! Hann gaf vinum sínum góðar gjafir, barst mjög á í klæðaburði, og helt sig mjög höfðinglega á hinni stóru óðals- jörð sinni. Margir heimsóttu hann til að spyrjast tíðinda frá fram- andi löndum, og fregna um afrek Jieirra vinanna á iiinni löngu ferð. Á vorþingi farrn hann vel að augu margra fríðra kvenna hvíldu á honum, og að menn bæði dáðu og öfunduðu skraut hans og frægð. Ilann naut ])essarar vit- neskju, sem var honum algert ný- íiærni. En hann var dulur og virðu- legur, en þá vingjarnlegur við alla, sem fvrr. Hann gaf sig ekki að kvenfólkinu, aðeins naut að- dáunar þess með sjálfúm sjer. Annan dag þingsins hitti hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.