Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Qupperneq 1
JWorgnMjWaSsÍMS 16. tölublað. Suimudaginn 23. apríl 1939, XIV. árgangur. k.t. ÆUarvffu nd Eftir Sigurð Nordal. prófessor. Grein sú, sem hjer birtist, er stuttur kafli úr ritgerð: Framtíð íslenskrar menningar i Vestur- heimi, sem prentuð var í Tímariti Þjóðræknis- fjelagsins 1937. Þó að höfunclur beini hjer orð- um sínum til íslendinga vestan hafs og miði við þær sjerstöku ástæður, sem þar eru fyrir hendi, hefir ritstjórn Lesbókarinnar fundist ýmislegt af því geta átt erindi til lesenda hjer á íslandi. Og vegna þess að- Tímarit Þjóðræknisfjelagsins er hjer í alt of fárra manna höndum, er þessi kafli endurprentaður hjer með leyfi höfundarins. Ieinu handriti Landnámu stend- ur þessi klausa sem niður- lagsorð: „Það er .margra manna mál, að það sje óskyldur fróðleikur að rita landnám. En vjer þykjumst heldur svara kuuna útlendum mönhum, þá er þeir bregða oss því að vjer sjeurn komnir af þræl- um eða illmennum, ef vjer vitum víst vorar kynferðír sannar. Svo og þeim mönnum, er vita vilja forn fræði eða rekja ættartölur, að taka heldur að upphafi til en höggvast í mitt mál, enda eru svo allar vitrar þjóðir, að vita vilja upphaf sinna landsb}-gða“. Sá andi, sem kemur fram í þessum fornu orðum, hefir legið í landi frá upphafi Islands bygð- ar til vorra daga. Og vesturfar- arnir hafa ekki farið varhlúta af þessum þjóðararfi. Almanak 01- afs S. Thorgeirssonar og ýms önn- ur rit og ritgerðir sýna það ber- lega. Sjálfsagt vita engir innflytj- endur í Vesturheimi jafngóð deili á ættum sínurn og uppruna og Islendingar. Sumum kann að virð- ast þetta hjegónd. Og víst getur blandast inn í það barnalegur metnaður, ef menn halda, að þeir sjeu af því einu meiri menn eða betri en annað fólk, að þeir geta rakið ættir sínar til Brunda- Bjálfa eða til Bjarnar bunu, Grímssonar her-sis irr Sogni. Varla er til mikils að hampa slíkum að- alsbrjefum framan í enska. Samt er metnaðurinn, „the last infir- mity of noble minds“ (Milton), í sjálfu sjer ekki lítils virði, og þá heldur ekki ættarmetnaður. Á honum ber ekki minna í Ameríku en í öðrum löndum, þó að þar sje ekki arfgengur aðall, og hvergi hefi jeg fundið meiri rækt lagða við hann en meðal hinna fornu landnemaætta í Nýja Englandi. En slíkur metnaður á ekki að vera og verður líka sjaldan hvíld- ardýna, nema fyrir þá eina, sem orðnir eru úrkynjaðir og ættar- skömm. Fyrir þá, sem nokkur mergur er í, verður ættarvitund- in uppspretta betri sjálfsþekking- ar, glæðir ábyrgðartilfinningu þeirra og brýnir þá til þess að verða heldur föðurbetrungar en verrfeðrungar. Það er gott að vera af góðn bergi brotinn, ef það eflir heilbrigt sjálfstraUst ein- staklingsins og hvetur hann til þess að verða sjálfur ósvikinn hlekkur í keðju kvnslóðanna. Jeg hefi fulla ástæðu til þess að halda, að ættarvitund Islend- inga í Vesturheimi sje enn svo rík og henni fvlgi svo mikil trú á kosti hins norræna kyns, að þar sje ekki sjerstakrar hvatning- ar þörf, eins og nú stendur. En hvernig verður þetta síðar meir? Það er undir mörgu komið. Þar sem kynni af íslenskri tungu og menningu halda áfram, er engin hætta á, að uppruninn gleymist, og allra síst þar sem margar ís- lenskar ættir búa saman og gift- ast saman. En þar sem Islending- ar eru dreifðari, vonlaust er um viðhald tungunnar, lítill kostur á umgengni við landa og „blönduð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.