Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Side 2
122 LESBÓK MORGtJNBLAÐSlNS hjónabönd“ yfirgnœfandi, er alt erfiðara. Oir samt er þnð skoðun mín, að jafnvel í þessum aðstæð- lim ættu Islendmgar ekki atf glevma uppruna sínum nje aðrir að gleyma þeim. Þó að ekki sje nema annar þáttur ættar manns, eða jafnvel einn af mörgum, ís- lenskur, geta merkustu eðlisein- kenni hans átt þangað rót sína að rekja og næsta fróðlegt bæði fvr- ir sjálfan hann og aðra Islend- inga aí> vita dei'i á því. Þeir tveir menn af íslenskum ættum, sem víðfrægastir hafa orðið á síðari öklum, Bertel Thor- valdsen og Níels Finsen, voru báðir danskir í móðurætt. Samt eigna Islendingar sjer þá að mestu leyti, og ]>að með fullum rjetti, því að varla er vafamál, að þeir sóttu sjergáfur sínar í hinn íslenska kynþátt. Það má búast við, að mannakynbætur (eugenics) verði eitt hið mesta áhugamál framtíðinnar, og ís- iendingar standa þjóða best að vígi til þess að taka þátt í slík- um rannsóknum. Helst ætti að koma upp í Wmnipeg íslenskri ættfræðisstofnun, þar sem liver innflytjandi, sem vestur hefir komið, væri skrásettur, ásamt greinargerð fyrir ætt hans og einkennum, og síðan allir niðjar hans og hvert barn, sem fæðist af íslenskri ætt, kreinni eða bland aðri, og Örlög þess og ferill smám saman. Þétta væri að vísu dýr stofnun og ekki kleift að koma henni upp nema með miklu fjár- framlagi, frá ríki, vísindastofnun- um eða auðmönnum. En hugsan- legt væri, að fje fengist til þess, ef ekki þegar t stað, þá síðar meir. Og það ætti að vera fslend- ingum hvöt til þess að gleyma ekki þeirri þekkingu, sem gæti orðið undirstaða slíkrar stofnun- ar. Þar yrðu t. d. eftirmælin í ís- lenskn vestanblöðunum mikilsverð heimild. Myndasafn yrði einn þáttur þessarar stofnunar, og má vel vera, að ekki sje of snemt að fara að hugsa um, að myndir gÖmlu landnemanna glatist ekki. En hvað sem slíkitm framtíðar- draumum líður, þá er það víst, að víðhald ættarvitundarinnar er tneginþattur í íslenskri þjóðrækni og getur orðið einstaklingnum til eflingar, hvernig sem þjóðrækn- inni farnast að öðru leyti. Ef ein- stökum ættum tekst að halda í sjálfsvitund sína öldum saman, þá ættu margar ættir af sama þjóðerni að geta það eigi síður. Allur fjelagsskapur með íslend- ingum styður þetta mál, öll gagn- kvæm hjálp og samheldni meðal landa, og vel mætti efla þetta enn betur ineð auknum brjefaskift- uin milli frænda austan hafs og vestan. Og hvorki gerði það ís- lensku ættirnar Ijelegri borgara nje einstaklinga, þó að börnun- um væri frá upphafi innrættur nokkur ættarmetnaður. — Hann þarf ekki að koma fram í lítils- virðingu eða fyrirlitningu nokk- urs anuars þjóðernis, heldur ein- göngu í trúmensku við einkaeign hvers manns, sjálfan sig, því að í strangasta skilningi á enginn neitt nema það, sem hann er. Þó að það kunni að þykja gam- aldags hugsunarháttur, þá er jeg sannfærður um, að unga fólkið nú á dögum er alt of alvörulaust. þegar það er að skera úr einu mesta vandamáli lífsins: að velja sjer maka. Um nám, lífsstöðu og fjárhagslega framtíð er hugsað rækilega og í samráði við for- eldra og kennara eða aðra reynd- ari menu. En hjónabönd eru stofn uð við dans og drykkju, trúlofan- ir fæðast úr augnabliksskotum, daðri, flangsi og gjálífi, og það þykir hin mesta goðgá að athuga slíkt af viti. Enda eru hjónabönd- in oft jafn vitlaus og tildrÖg þeirra. Mjer dettur ekki í hug að ætlast til, að horfið verði til fornra siða (sem reyndar gilda víða enn í dag, jafnvel í ekki ósiðaðra landi en Frakklandi), að foreldrar gefi dætur sínar og ráð- stafi öllu eftir eigin geðþótta. En það er staðreynd, að ekkert bjargar fremur ungu fólki frá því að kasta sjálfu sjer burt í gá- leysi og ráðleysi en heilbrigður ættarmetnaður. — Hjónabönd eru til þess stofnuð að geta börn og búa þessum börnum sæmileg heimili til uppeldis, en ekki til þess að svala fýsnum sínum, því að til þess eru nú á dögum nóg tœkifæri utan hjónabands. Barn- laus lijónabönd eru sjaldan ham- ingjusöm og barnalánið oft drýgsta gæfa lífsins. Og það er ættarmetnaðurinn einn, sem get- ur fengið ungt fólk til þess að hugsa um, hvort eigandi sjeu börn við snoppufríðum strák eða stelpu, sem gott er að dansa við og gaman að kyssa. Ef þessi metn- aður er hjegómi, þá má þarna a. m. k. nota meinlausan hjegóma til þess að iitrýma öðrum háska- legum. Þegar Haraldur hárfagri hafði glæpst á Snæfríði finsku og getið við henni sonu, sem reynd- ust seiðskrattar og vandræða- menn, svo að konungur vildi ekki sjá þá, benti Þjóðólfur skáld hon- um á það með hógværum orðum, að það sæti síst á honum sjálfum að fyrirlíta sonu síua, „því að fúfl- ir væru þeir að eiga betra móð- erni, ef þú hefðir þeim það feng- ið“. Hversu margir foreldrar á- saka ekki börn sín um það, sem þeir mega kenna um sinni eigin fávísi, er þeir völdu sjer föru- naut á lífsleiðinni f Islendingar vestan hafs ættu ekki að vera feimnir við að glæða ættarvitund barna sinna vegna þess, að slíkt sje úrelt firra. Framtíðin mun miklu fremur snú- ast á þeirra sveif. Og þeir væru með því ekki einungis að vinna fyrir íslenska þjóðrækni, heldur alveg eins lífsgæfu og velfarnað sona sinna og dætra og síðari niðja. — Jeg ætla bara að biðja þig um lengstra orða, Jóhannes, að gera þetta ekki aftur þegar við erum í leikhúsinu, að kalla „fram með höfundinn‘‘ á leikriti eftir Shakespeare.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.