Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Page 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 123 Sagtiir afPáíi rauða Mikið hefir verið skrifað af allskonar sögum og sögn- er þó hitt að vöxtunum til, sem hvergi hefir verið bókfest, en ge.vmist aðeins í minni fólks, eða er glatað með öllu. Mun auður slíkra sagna seint þrjóta, enda hafa margir skemtun af þeim. Hjer verður lítið eitt sagt frá manni nokkrum, sem var öðruvísi en fólk er flest. Hann var uppi um aldamótin 1800 og mun hafa lifað fram vfir 1820. Maður þessi hjet Páll og var kallaður hinn rauði. Hann bjó á Borg í Arnar- firði vestra, næsta bæ við Dynj- anda. Páll var giftur konu þeirri sem Salgerður hjet. Þau áttu nokkur börn og mun oft hafa ver- ið lítið í kotinu til að bíta og brenna. Páll rauði var einkum orðlagð- ur fyrir tvent: Hann var sístel- andi alla sína æfi og frárri á fæti en aðrir menn. Má það heita ein- kennilegt í meira lagi, að Páll skj-ldi aldrei kornast undir manna- hendur, nje verða verulega að gjalda misgerða sinna. Er ekki ólíklegt að liann hafi notið að einhverra áhrifamanna, sem hafi haldið yfir honum hlífiskildi. Auk þess er vel trúlegt að dugnaður Páls og hinn óvenjulega mikli hvatleiki, hafi skapað honum vin- sældir, sem drógu úr vilja manna til að kæra hann fyrir hnupl og aðra óknytti. Svo fóthvatur var Páll, alt fram á efri ár, að engum þýddi að þreyta þá íþrótt við hann. Einkum var þó þolið með afbrigðum mikið og gat hann haldið sprettinum klukkustundum saman, án þess að hvíla sig. Var það alment álit, að fáir hestar hefðu þol við Pál, ef hlaupa skyldi til lengdar. ★ Hlaupaíþróttin kom. Páli vel og var honum oft hin mesta bjarg- vættur í þjófnaðarferðunum. Þó gat það komið fyrir, að hún dygði honum ekki. Sem dæmi þess er atburður sá, er nú skal greina: Það var eitt sinn að sumarlagi, að Páll býr sig út með nesti og nýja skó. Hann hafði með sjer krókstjaka einn mikinn, og var það sögn manna, að með honum krækti hann að sjer sauðfje á heiðum uppi og markaði undir sitt mark, eða flytti heim til slátrun- ar. Fer nú Páll sem leið liggur til Tálknafjarðar og gerir sig lík- legan til atfanga. Tálknfirðingar höfðu orðið varir við för Páls og þótti ilt að láta hann gista bú- stofn sinn að næturlagi. Safna þeir liði með það fyrir augurn, að gera atför að Páli og verða nokkr- ir sarnan. Fara þeir sem leynileg- ast, þangað sem Páll er fvrir og verður hann þeirra ekki var fyr en um seinan. Taka þeir hann fastan og ráðgast um, hvað við hann skuli gert. Páll var hinn ró- legasti og ljet þetta óhapp ekki á sig fá. Bað hann þá auðmjúk- lega að sleppa sjer, saklausum manninum. Ekki kváðust þeir hafa slíkt í huga að svo komnu máli. Segir þá einn Tálknfirðingurinn, að hann viti hverja meðferð þjóf- ur sá skuli hljóta. Hinir báðu hann að skýra frá þvx. „Hjer frammi undir flæðarmáli", segir liann, „er tvíbytna ein, stór og mikil, sem rak í vetur. Skulum við nú taka illmenni þetta, láta hann í tunnuna, slá í botninum og hrinda síðan á sæ út. Væri slíkt maklegur dauðdagi og munu margir vera okkur þakklátir íyv- ir það verk og þykja landhreins- un að skelrni þeim“. Þetta þótti hinum/ vel mælt og skörulega. Var ekki annað á þeim að heyra en að þeir ætluðu að ganga af Páli dauðum. Ekki brá Páli þó hið minsta, og var hann hinn rólegasti. Taka þeir nvi Pál, hnoða honum niður í tunnuna og slá í hana botninn. Fara þeir síðan að velta henni til sjávar. Heyra þeir þá að Páll kallar til þeirra: „Veltið þið varlega, piltar“. Ekki gáfur þeir gauixi að því og hrundu tunnunni á sjó iit. Vinduv stóð á land og rak hana jafnan að aftnr. Þeir ýttu henni frá landi, hvað eftir annað, og gekk þessu alllanga hríð. Er svo sagt að síðast hafi Páll glúpnað og orðið næsta skelk- aður, áður en lyki. Bað hann Tálknfirðinga þá í drottins nafni að hleypa sjer úr þessari prísúnd og lofaði bót og betrun á fram- ferði sínu. Slepta þeir honum þá úr tunnunni og báðu hann að hypja sig á brott og korna þangað aldri frarnar. Þurfti ekki að eggja Pál til hlaupanna, þegar hann hafði fast land undir fótuin. Brugðu þeir því jafnan við síðar, er sáu, liversn rösklega hann greip sprettinn urn leið og hann skreið út xxr tunn- unni. Hljóp Páll nú í einum á- fanga til Borgar. Undi hanu hið versta sínum hlut, en sneyddi þó heldur hjá Tálknfirðingum eftir þetta. ★ Betur tókst til fyrir Páli í við skiftum hans við Ólaf kaupmann Thorlacius á Bxldudal. Eitthvert sinn er mjölskortur var á Borg, leggur Páll af stað að heiman og fer hratt yfir. Hleypur hanix kring um alla Suðurfirði og linnir ekki hlaupunum fyr en hann kemur á Bíldudal, en það er óraleið. Tekst honurn að stela þar mjölkvarteli og leggur þegar af stað með það heimleiðis. Ólafur kaupmaður verður sjálfur var tiltekta Páls, bregður þegar við og eltir hann til að ná aftur kvartelinu. En þótt kaupmaður væri laxxs og lið- ugur, en Páll hefði byrði þunga, dró lítt sarnan. Þegar eltingar- leikur þessi hafði gengið nokkra hríð, ltomu þeir að á einni, all- djxxpri. Var þá orðið skammt bilið á milli þeirra. Strax og Páll kem- ur að ánni, hleypur liann út í með kvartelið á bakinu. Tók áin hon- um í mitti og var straumþung nokkuð. Komst Páll þó yfir með byrði sína, heilu og höldnu, og skildi þar með honum og kaup- manni. Kvaðst Thorlaeius ekki nenna að elta hann, fyrst hann sýndi slíkt harðfengi og dugnað í aðdráttum sínum. Framh, á bls, 128.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.