Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Qupperneq 4
124 LBSBÖK MORGUNBLAÐSINS Á SKJALDBREIÐ Eftir Ivar Guðmundsson. Við tjaldið á skírdagsmorgun. Ríð jeg háan Skjaldbreið skoða“, sagði listskáldið •Jónas Ilallgrímsson fvrir tæpum 100 áruni — í júlí 1841. Nú ír.un enginn fara lengur á hestum í þeim tilgangi að skoða Skjald breið, þó enn riði þar fram hjá gangnamenn á haustin. Nei, þeir sem hafa í hyggju að skoða „ógn- arskjöldinn bungubreiða“ fara langleiðina i bíl og svo gangandi — eða á skíðum. Vafalaust væri Skjaldbreiður ekkert frægara en önnur fjöll kringum Þingvallahraun, svo sem Ilrafnabjörg, Súlur og Armanns- fell, ef Jónas hefði ekki gert það frægt með kvæði sínu. Svo að segja hver einasti Islending- ur kann kvæðið Skjaldbreiður, eða að minsta kosti kafla xir því, og það er sungið við raust á mannamótum, og þá undir ýms- um lögum — alt frá sálmalögum niður í nýtísku jasslög. Að þessu athuguðu og þegar þess er gætt, að vitað er að Skjald breiður er snreviþakinn langt fram á sumar, er það ekkert und- arlegt, þótt Revkvíkingar, sem vndi hafa af skíðaferðum, hafi lagt leið sína á Skjaldbreið. Við það bætist svo, að tiltölu- lega 'auðvelt er að komast að fjallinu. Þegar fært er að aka bíl að Meyjarsæti, er um 12—15 km. leið að rótum Skjaldbreiðs, og frá bygð í Laugardal, Hjálms- stöðum eða Snorrastöðum, er leið- in að Skjaldbreið 18—23 km. og frekar greiðfarin á skíðum, þegar mikið er um snjó. Skemtiferðafólk hefir venjulega valið Þingvallaleiðina, þó einstaka ferðamannahópar hafi valið leið- ina úr Laugardal að sumarlagi. En Páll bóndi Guðmundsson á Hjálmsstöðum, sem búið hefir þar í 38 ár, kveðst ekki muna til þess að skíðamenn hefðu farið á Skjaldbreið í skemtiferð, fyr en nú um síðustu páska, að fjórir ■ menn völdu þá leið af tilviljun einni, eða rjettara sagt vegna þess, að Þingvallavegurinn var ó- fær bílum. Höfundur þessarar greinar var einn fjórmenniuganna, og þess- vegna er þetta greinarkorn til orðið, sem skrifað er í þeim til- gangi, að vekja athyglr á auð- veldri og undursamlega fallegri leið fyrir skíðafólk, sem hefir umráð yfir nokkurra daga fríi að vori til, þegar lítið er um snjó nálægt bænum. ★ Nú, við vorum sem sagt fjórir kyrsetumenn úr Reykjavík, sem gengum með „skíðaveiki“ þá, sem gripið hefir marga íslendinga og sem Birger Ruud hefir gert fræga á Norðurlöndum, í samtölum við blaðamenn. Og best er að segja hverja sögu eins og er, að „veik- in“ er í litlum afturbata enn. Einnig er rjett að skýra frá nöfn- um fjelaga minna í þessu ferða- lagi, úr því nafni mínu er hamp- að yfir greinarkorni þessu, því án þeirra hefði mjer ekki tekist að koma því á prent í sambandi við Skjaldbreiðarför þetta árið; þeir heita: Guðmundun Kristjáns- son skrifstofum., Jón Möller skrifstofumaður og Ólafur Árna- son prentari. Einnig voru ferða- fjelagar okkar nokkurn hluta leiðarinnar Páll bóndi á Hjálms- stöðum, skáld gott, svo sem alþjóð er kunnugt, leiðsögumaður með mestu ágætum og sem engir vita betur en þeir, sem reynt hafa, og loks fjárhundarnir „Skrúður" og „Óðinn“, ásamt tveimur áburðar- hestum og reiðhesti Páls, sem jeg kann ekki nafn á, en sem víða mun verða frægur fyrir prýðilega ortar hestavísur, sem Páll bóndi hefir gert um gæðinginn. Við höfðum 5Vz sólarhring til umráða í ferð þessa. Sleði, tjald, matföng og svefnpokar þyngdu svo farangurinn, að við fengum Pál á Hjálmsstöðum til að ferja það fyrir okkur upp í snjóinn, en er þangað væri komið hugð- umst við að bjarga okkur sjálfir. hvað okkur og tókst. ★ Margt farþega var með áætlun- arbíl Ölafs Ketilssonar austur að Laugarvatni miðvikudaginn fyr- ir páska. Var það fólk, sem fór til að heimsækju ættingja sína og kunningja í Laugardalnum, eða til að dvelja í ró og næði sem gestir á Laugarvatni um páskana. Varð úr að hann sendi tvo bíla austur og var annar gamall „Ford“ af svo- nefndri „hálfkassa“gerð, og feng- um við rúm í honum. Ferðin gekk greiðlega austur, nema hvað Ólafur Ketilsson, eig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.