Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS Íá5 Á gýgbarmi Skjaldbreiðs. T .v. Hlöðufell. andi bílanna, sem sjálfúr ók stór- um 20 manna vagni, stöðvaði við og við til að ávíta bílstjóra okk- ar fyrir hve billinn hossaðist og til að minna hann á að aka nú ekki hart og muna að bæta á vatnskassann. Við gátum vel skil- ið, að ekki vildi hann láta aka bíl sínum þurbrjósta 100 knn leið, en ávítur hans um hraðan akstur og hossið skildum við ekki, og' við hugsuðum sem svo, að góður bíl- stjóri mœtti það vera, sem gæti ekið gömlum ,,hálfkassa“-Ford 'ura þjóðvegi íslands í byrjun aprílmánaðar, án þess að hann tæki dýfur við og við. Á hlaðinu á Laugarvatni beið Páll á Hjálmsstöðum eftir okkur samkvæmt umtali við hann í síma og útvarpi. Hafði hann hest með og var síðan haldið sem leið ligg- ur austur með Laugarvatnsfjalli um skóginn og eyrarnar að Hjálinsstöðum og gist þar um nóttina. Leiðin milli Laugarvatns og Hjálmsstaða er um 5 km. og inörgum Reykvíkingum knnn, sem dvalið hafa í suinarleyfi á Laug- arvatni. ★ Páll á Hjálmsstöðum er maður ræðinn og fjölfróður. Leið kvöld- ið fljótt í samræðum við þann góða bónda, sem þekti persónu- lega eða a. m. k. af afspurn hvern einasta mann, sem minst var á. Páll er 66 ára gamall og er þriðji bóndinn í beinan karllegg, sem býr á Hjálmsstöðum. Hanu hefir búið þar í 38 ár sjálfur, en beir þrír hvor af öðrum, PáU faðir hans og afi samtals í 140 ár á sömu jörðinni. En þó Páll sje orðinn þetta gamall að árum, er hann eldfjörugur enn og lítur ekki út fyrir að vera meira en hálfsextugur. Neitar hann ekki gleði og gæðum þessa lífs, ef svo ber undir. Árið 1930 bygði Páll og nábúi hans á Snorrastöðum rafsíöð við bæjarlækinn. Telur Páll það mestu búbót, sem hann hefir gert í sinni búskapartíð. Það væri efni í lieila grein að lýsa þessum skemtilega og einstaka manni, sera er prýði sinnar stjett- ar í framkomu allri. Á Páll svo marga vini. að það Verðu/ án efa gert betur en mjer tekst hjer, ★ Á skírdagsötorgUn íá Laugár- dahirinn baðaður í sól; ekki sást Svo mikið sem skýhnöðri á himn- inum, Laúgardalurinn er falleg sveit í sólskini. Það er raunar óþarfi að taka þetta fram, þVí hvaða sveit á íslaúdi er ekki falleg í glaðaheiðríkju ? Páll bóndi var tilbúinn með hestana, tvo undir farangur og einn undir sjálfan sig. Við„hjeldúm sem leið liggur Uorður túnið og upp Hjálmsstaðaskóg. Það er ekki bratt upp hlíðina og Páll bóndi fann troðninga fyrir hestana. Gekk ferðin því greiðlega. Eftir því sem við komum ofar víkk- aði hinn fagri sjóndeildarhringur. Laugardalurinn með Laugarvatni og Apavatni og öllum Biskups- tungunum lá opinn fyrir okkur Dálítið mistur var yfir Eyjafjalla- jökli, eu Hekla, setn mi var ein fannbreiða, gnæfði við austri í allri sinni dýrð. Vestmannaeyjar risu úr hafi og líktust ógnarstór- um klettum; sumar eyjarnar sá- ust aðeins í hillingum og jók það á æfintýraljóma útsýnisins. . Upp Hjálmsstaðaskóg er tæpur klukkustundar gangur, og þegar komið er yfir hjallann tekur við dalur, eða rjettara sagt tveir dal- ir. Að vestan er Fagridalur, en austan Skillandsdalur. Mynni dalanna liggja saman. Austan Skillandsdals er mikið og stórt fjall, er Miðdalsfjall heitir. Þár er einkennilegur hnúkur, sem gnæfir upp frá miðju og heitir Gullkista. Vestan Fagradals er Laugarvátnsfjalí, en dalina skilur fjállið Jáfnafell. Leið okkar lá um Fagradal. Éftir að þangað var komið var jörð <311 aljiakin snjó. Dálítið frost var, en snjóað hafði um nóttina lítilsliáttar og ofan á gamla, harða snjónum lá mjöll. Slíkt færi og veður dréymir ált sfeíðafólk um dagdrauma. Hefir það verið nefnt „silkifæri". Álít jeg ekkert nafn hæfa því betur, þó litlar vinsældir háfi Úáfnio hlbtið meðal almennings, vegna vanþekkingar á hvað meint er með silkifæri. Páll bóndi ætlaði ekki í fyrstu lengra með okkur en í mynni Fagradals. En vegna þess hve snjórinn var harður, svo hestarn- ir gátu gengið eftir honum án þess að sökkva í, ákvað hann að fylgja okkur upp úr dalnum, upp að Jafnafelli. Efst, í Fagradal er þrjú stór gil og heita þau Klofn- ingagil. Við gengum eftir vestari brún austasta gilsins og er kom- ið var upp fyrir gilið skildi fylgd- armaðurinn við okkur. Kvödduin við hann með bestu virktum. Nú vorum við komnir upp á Laugar- vatnsfjall austanvert í 600 metra hæð. í norðri gnæfðu hrikalegir tindar, Élukkutindar. Einn tind- urinn er þeirra mestur. Hann er 880 m. hár og endar í hnífskarpri strýtu. Sá heitir Klukkutindur. I vestri gnæfðu við Kálfstindar og Hrafnabjörgin og litlu vestan við Klukkutind Skýf- ilsfjall, en leið okkar lá um skarð- ið milli Skýfilsfjalls og Klukku- tinds. Heitir það Klukkuskarð. Frá Jafnafelli er ekki hægt að taka beina stefnu á Klukku

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.