Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Page 6
126 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skarð vestan Klukkutinds, vegna þess, að eftir eudilöngu Laugar- vatnsfjalli til austurs og vesturs gengur klettabrún mikil, er Hrossadalsbrún nefnist. Er ekki liægt að komast yfir hana með farangur, nema vestan eða aust- an við enda brúnarinnar. Frá Klofningagili verður maður því að stefna fyrst í austur á lítinn hnjúk. Þar kemst maður greið- lega niður. Það var farið að halla undan fæti og gekk ferðin greiðlega með sleðann. Venjulega gengum við fjórir fyrir sleðanum, en eftir að fór að halla undan fæti var nóg að tveir hjeldu í sleðann á meðan hinir tveir fóru A undan og könn- uðu leiðina. Þrátt fvrir að dálítið frost var hitnuðum við svo af göngunni og sólinni, að við urðum að kasta klæðum að meira eða minna leyti. Hvergi sá á dökkan díl, nema efstu strýtur Klukkutindanna. Snjórinn þyrlaðist undan skíðun- um og sólargeislarnir brotnuðu á snjónum og mynduðu miljónir krystalla, sem endurvörpuðu geisl- um sólarinnar. Kyrðin og róin var undursamleg fyrir okkur bæjar- búana. Er við komum vestur með Klukkutindinum opnaðist fyrir okkur skarðið milli Klukkutinds og Skýfilsfjalls Er skarð þetta um lt/2 km. langt og sumstaðar mjótt, varla meira en 3—4 metr- ar á breidd þar sem það er mjóst. Norðan við skarðið er dal- ur, um 5 km. langur — það er Langidalur. Hann lokast að aust- an af Klukkutindum og stóru fjalli, Skriðunni (1005 m.) og að vestan Skýfilsfjallgarðinum. Við norðurenda Klukkuskarðs er brött brekka niður í Langadal, líkl. 200 m. löng Var erfitt að koma sleðanum þar niður, en hann vóg með öllu um 400 pund. Gekk það þó slysalítið. Hefði verið betra að fara vestur, nær Skýfilsfjallinu, því þar er lítið skarð, sem auðvcldara er að kom- ast yfir með mikinn farangur. Er við komurn niður í Langa- dalinn áðum við. því nú var eini óvinur okkar á allri ferðinni — þorstinn — farinn að gera vart við sig. Næstu tvo daga var þorst- inn okkur hin vcrsta plága. Ekk- ert vatn er þarna að fá, en við svöluðum þorstanum 'með sítrón- um. sem okkur hafði tekist að ná í með refabrögðum áður en við fórum úr bænum. En ekki vorum við betur birgir af sítrónum en það, að ákveðinn (lítill) skamtur var handa hverjum manni á dag. ★ Við höfðum nú takmark okkar framundan — Skjaldbreið. Það er erfitt 'að átta sig á fjarlægð um, þar sem alt er þakið snjó, svo misfellur landslagsins hverfa. Þar við bættist svo, að Skjaldbreiður hefir einhverja sjerstaka hæfi- leika, ef svo mætti að orði kom- ast, til að „draga undir sig“ und- irlendið og jafnvel gera lítið úr sjálfum sjer, eins og við áttnm eftir að komast að raun um síðar. Þegar Langadalnum lauk bjugg umst við við að eiga eftir 20 mín- útna eða hálftíma gang að rót- um Skjaldbreiðs. En við vorum klukkustund og 20 mínútur þessa leið. Á vinstri liiTud var Tinda- skaginn og beint fram undan okk- ur tvö smáfell, sem standa í rót- um Skjaldbreiðs við Ej’firðinga- veg, og heita Kerling og Karl. Það er ekki af kurteisi eintómri, að jeg nefni Kerlinguna fvrst, held- ur vegna þess, að hún er miklu stærri en karlinn og virðist vera „húsbóndi“ á sínu heimili. Við höfðum óttast að lítill snjór væri í hrauninu milli Langadals og Skjaldbreiðar, en þessi ótti var ástæðulaus. Hvergi sást á dökk- an díl. Það var orðið áliðið dags er við náðum tjaldstað, sem við höfðum ákveðið vestan undir Kerlingu, þó sól væri enn á lofti. Tjölduðum við í kvos einni og notuðum það sem eftir var dagsins til að skemta okkur í hinum ágætu skíðabrekk- um, sem voru þarna um alt, hver annari betri, þangáð til maginn gerði uppreisn og heimtaði mat og líkaminn neitaði að vinna meiri yfirvinnu. Það voru þreyttir en ánægðir náungar, sem skriðu í gæruskinns pokana í tjaldinu við Kerlingu þetta kvöld. Okkur 'fanst öllum við hafa ferðast einn dag í æfin- týraheimum. En þetta var aðeins byrjun æfintýrsins; það vissum við ekki (þá. ★ Það er skömm frá því að segja, en satt, að sólin var komin alt of hátt á loft næsta morgun, er við vöknuðum. Það var sama veðrið eins og daginn áður, en færi nokk uð harðara. Þenna dag var ákveð- ið að ganga upp í gýg á Skjald- breið. Úr tjaldstað höfðum við hið fegursta útsýni, Tindaskaga og Hrafnabjörg í suður, Þing- vallavatn og Hengil í suðvestur og Ármannsfell og Súlur í vestur. Eftir að hafa fylt hitabrúsana með rjúkandi heitu cocomalti og stungið bita í malinn var haldið upp Skjaldbreið. Hann sýndist ósköp sakleysislegur og auðveld- ur til fróðleiks, en sífelt er við komum á nýja hæð eygðum við aðra og jeg Skal játa, að okkur fanst þetta þreytandi . ferðalag, þrátt fyrir hið besta útsýni og veður. Á leiðinui var jeg að ryfja upp fyrir mjer það litla, sem jeg vissi um „fjallið allra hæða val“, sem Jónas nefnir Skjaldbreið. Frá því jeg lærði kvæði Jónasar Hall- grímssonar hefi jeg ávalt álitið hann sem einhverja einkaeign góðskáldsins. Jafnvel síðar, eftir að jeg las lýsingu á ferðalagi hans til Skjaldbreiðs í júlímán- uði 1841 og fjekk að vita, að hann komst aldrei sjálfur upp á þenna „ógnarskjöld bungubreið- an“, hefi jeg ekki getað annað en eignað honum Skjaldbreið. Jeg þy’kist vita að Jónasi hefir ekki þótt neitt vænna um Skjaldbreið en önnur fjöll á íslandi, og að til viljun ein rjeði því, að hann orti hið gullfallega kvæði. Hann varð viðskila við fylgdarmenn sína og reið einmana og sjálfsagt í 'hálf- gerðri ólund meðfram Skjaldbreið og gerði sínar náttúrufræðilegu rannsóknir. I einverunni hefir hann svo sjer til dægrastyttingar látið hugann reika um Skjald- breið sem eldfjall og þá hefir kvæðið orðið til. Jeg skal benda á, að þessi hugmynd mín byggist ekki á neinum vísindum eða rann-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.