Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 127 sóknutn og gerir ekki kröfu til að vera tekin hátíðlega. Jónas lýsir Sk.jaldbreið þannig: „ . . . . Eftir að hafa lokið rann- sóknum á Sandgýg fór jeg að svipast um eftir lestinni, en hún var hvergi sjáanleg. Köll mín reyndust árangurslaus og jeg reið um hraunið, klifraði upp á hæstu hraunhellurnar. Jeg hlaut að hafa vilst í hrauninu Jeg var næstum tvær stundir við þessar árangurs- lausu tilraun og þreytti bæði mig og hest minn. Jeg var í hinni verstu klípu. Ákveðið hafði verið að fara kringum Skjaldbreið og niður að norðan á stað sem heitir Efri Brunnar. Jeg hafði hvorki nesti nje hlífðarföt, en vildi þó ekki gefast upp við fyrirætlun mína. Jeg ákvað að treysta mín- um góða hesti og 'halda náttúru- fræðirannsóknum mínum áfram, og láta sem fylgdarmenn mínir væru með mjer. Ef jeg hitti þá um nóttina á ákveðnum áfanga- stað, var alt gott og blessað; ef ekki þá gæti jeg náð til bygða að kvöldi næsta dags, ef ekkert sjerstakt kæmi fyrir. Þess- vegna hjelt jeg ferðinni áfram einn. Rannsókn mín leiddi eftir- farandi í ljós: Skjaldbreiður er hringmyndað fja.ll, meðal hátt, mjög bratt, en með jöfnum halla á alla vegu. Hallinn reyndist, hvað an sem hann var mældur, aldrei minna en 8° og aldrei meir en 10—11°. Fjallið er alt þakið hrauni, þannig, að hvergi kemur fram í dagsljósið úr hverju sjálft fjallið er.....“(Rit Jónasar Hall- grímssonar III. 1., bls. 149 og 150). Lausl. þýtt úr dönsku. I síðasta erindi sínu Um Skjald- breið segir Jónas: Ileiðabúar! Glöðum gesti greiðið för um eyðifjÖll. Einn jeg treð með hundi og hesti hraun — og týnd er lestin öll. Mjög þarf nú að mörgu hyggja, mikið er um dýrðir hjer! Enda skal jeg úti liggja, enginn vættur grandar mjer. Jónas lá úti um nóttina án þess að finna lest sína fyr en næsta morgun. Hann segir, að hesturinn hans hafi haft það betra en hann, sem varð að sofa í döggvotu gras- inu hjá Neðri Brunnum. ★ Eins og fyr segir er þreytandi að ganga á Skjaldbreið af þeim á- stæðum, að maður heldur altaf við hverja hæð, að nú sje maður kominn iipp á topp. Leiðin frá Kerlingu upp í gýg er um 4 km. og hæðamismunur um 500—600 metrar. Við vorum tvær klukku- stundir á leiðinni, með því að stansa við og við til að horfa á hið dásamlega útsýni. Ekki kann jeg að segja frá gýgnum í Skjaldbreið nema frá leikmanns sjónarmiði. Þarna var alt þakið snjó og hugir okkar beindust ekki ^vo mikið að sjálf- um gýgnum eins og hinu dásam- lega útsýni. „Litlu sunnar íllöðu- fell“, segir Jónas í kvæði sínu. Mjer virtist það nú vera hjerum- bil í austur, en Jónas horfir á það frá Efri Brunnum, norðan við Skjaldbreið. Langjökull í norður, Baula í Borgarfirði, Snæfellsnesfjallgarð- urinn, Faxaflói og Hvalfjörður eins og stór á, Reykjanesskagi í norðaustur, Kerlingafjöll, Jarls- hettur. Þetta eru aðeins nokkur nöfn í hinum undursamlega fjalla- hring, sem sjest frá Skjaldbreið í heiðskíru veðri. Þarna dvöld- umst við lengi, drukkum coco- maltið og borðuðum bitann okk- ar. Tvær klukkustundir upp — niður 7 mínútur, og hefðum þó getað verið fljótari, ef við hefð- um lagt í að fara alveg beint. Þegar Við komum í tjaldstað aftur áttum við allir eina sam- eiginlega ósk — það var að vera komnir aftur upp á hæstu hnjilka Skjaldbreiðs! ★ Það sem eftir er að ferðalagi þessu verður ekki skráð hjer, því þessari grein er eingöngu ætl- að það lilutverk, að benda skíða- fólki á jmdislega fallega leið, eins og grein var gerð fyrir í upp- hafi. Veðurguðirnir eru dutlungafull ir lijer á Suðurlandi stundum og ekki víst að þeir verðj svo “náð- ugir að veita þriggja daga sól- skinsblíðu á næstu páskum, en þó ekki væri nema einn góðviðris- dagur eins og við fengum, væri leggjandi á sig alt erfiðið til að njóta þeirrar dýrðar, sem maður fiiinúr í faðmi hinna íslensku fjalla. Skák nr. 60. A.V.R.O. Skákþingið. Amsterdam 18. nóv. 1938. Spænski leikurinn. Hvítt: R. Fine. Svart: Reshevsky. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rf6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. o—o, Be7; 6. Hel, b5; 7. Bb3, d6; 8. c3, Ra5; 9. Bc2, C5; 10. d4, Dc7; 11. h3, o—o; 12. a4, Bd7; 13. Rbd2, cxd; 14. cxd, Hfc8;- 15. Bd3, bxa; 16. I)e2, Rh5; 17. g3, (Fram að þessu hafði skákin tefidst eins og ein- vígisskákin Tarraseh-Lasker 1908. Dr. Tarrasch ljek í þessari stöðu 17. Rfl, sem er talið best) 17.. Ilcb8; 18. Kg2, (Rangt væri 18. Rxe5, vegna Rxg3!) 18. .... g6; 19. Ha3, exd; 20. Rxd4, Bf6; 21. Rd2-f3, Db6!; 22. Dd2, Rc6; (Ef 22.....BxR; 23. RxR, DxR; þá 24. DxR, o. s. frv.) 23. Rc2, Da5; 24. DxD, RxD; 25. e5, pxp; 26. Rxp, Be8; 27. gí, Rg7; 28. Rd4, (Þegar hjer var komið átti hvítt eftir að leika 12 leiki á 3 mínút- um, en svart 13! Upphaflega var umhugsunartíminn 3 mín. 45 sek. á leik til jafnaðar) 28....Hd8; 29. Rd4-f3, Be7!; 30. Ha2, Re6; 31. Bfl ?, Rb3; 32. Be3, Bb4; 33. Hgl, a5; 34. Kbl, Kg7; 35. Be2, f6; 36. Rc4, Bb5, 37. Kfl, Hac8; 38. Bb6, BxB-þ; 40. Kfl, a3; 41. pxp, (Blindleikurinn. Betra var Rc4) 41.....HxII; 42. pxB, Hd3; 43 pxp, Hxp ?; 44. Kg2, Ha2; 45. Kg3, Rec5; 46. Hel, Re4-þ; 47. Kg2, Hc2; 48. Ra4, f5; 49. pxp, pxp; 50. Re5, Hd5; 51. Rf3, Kf6; 52. Hbl, Ha5; 53. HxR, HxR; 54. IIb6+, Ke7; 55. Rd4!, en klukk- an var komiu yfir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.