Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1939, Síða 8
128 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS PÁLL RAUÐI Prauih. af bls. 123. Bóndi sá, sem urn þessar mund- ir bjó á Dynjauda, hjet einnig Páll. Hann var góður vinur nafna síns og nágranna á Borg. Páll á Dynjanda var ríkur maður og fór ekki varhluta af heimsóknum Borgarbóndans. Jafnan hjelt hann hlífiskildi yfir Páli rauða og ljet sem hann sœi ekki nje vissi um tiltektir hans. Þýddi ekkert að kvarta við hann undan Páli, því hann barði alt siíkt umtal niður. Var það flestra mál, að oft hefði hann bjargað nafna sínum úr ærn- um vanda, auk þess sem hann veik lionum ýmsu, þegar þröngt var í búi á Borg. Einu sinni sem oftar, var tekið að sneyðast um vistir á Borg. Fer Páll þá á stað að næturlagi og heldur heim að Dynjanda. Spreng- ir hann opinn hjall einn mikinn, sem stóð þar á hlaðinu, tekur spánnýtt reipi ofan af bita og fer að hlaða á það harðfiski og há- um um einkennilega menn. Meira karli. Bindur hann sjer nú væn- an bagga og lyftir honum á bak. Þegar hann er að fara út úr hjall- inum, kemur nafni hans að hon- um. Hafði hann þá orðið einhvers var og farið að gá, hvað væri á seyði. Páli rauða bregður heldur í brún, en áttar sig þó og tekur þegar til fótanna. Þá kallar hinn á etir honum með mestu hægð: „Þú skilar mjer aftur reipinu, einhverntíma' Ekki fylgir það sögunni hvort reipið hafi komið til skila, en ólíklegt má það þykja. Ein af dætrum, Páls rauða hjet Ragnheiður. Ilana henti það ólán, að lenda í hinum umfangsmestu málaferlum. Var liún kærð fyrir að hafa fyrirfarið barn sínu, sem fætt var í meinum. Lauk þeim málum svo, að Ragnheiður var dæmd til langvarandi þrælkunar- vinnu og flutt til Kaupmanna- hafnar, þar sem hún átti að taka út refsinguna. Ekki varð Páli mikið um óláu dóttur sinnar. Varð það aldrei á honum sjeð, að hann fyndi liið minsta til þess. En um hitt gengu sögur, að honum hefði þótt fátt skemtilegra til umræðu en að segja frá Ragnheiði, sem hann kvað hafa „siglt“ og væri nú til lærdóms og frömunar í kóngsins Kaupmannahöfn. ★ Fráfall Páls varð með svipleg- um hætti. Fanst hann dauður úti á víðavangi og vissi enginn hvað honum hafði að bana orðið. Voru um það ýmsar getgátur, eins og oftar vildi verða, þegar slíkt kom fyrir. Ætluðu suinir að sjóskrímsl eða einhver Önnur óvættur hefði grandað Páli, en aðrir álitu dauða hans stafa af mannavöldum. Því máli var þó ekki hreyft, og hefir það víst aldrei vitnast, hvað dró þennan einkennilega mann til dauða. (Samkv. Lbs. 1288 4to og munn- mælum). Gils Guðmundsson. Lögreglan í Djalma Dutra í hjeraðinu Sao Paulo í Brasílíu þykist viss um, að Franzellina Almeida hafi átt þátt í dauða eiginmanna sinna sjö, sem allir hafa látist mjög sviplega skömmu eftir að þeir kvæntust henni. Almeida hefir verið tekin föst oft og mörgum sinnum, en aldrei hefir lÖgreglunni tekist að sanna á hana morð. Allir foreldrar í Djalma Dutra hafa ráðið sonum sínum frá að kvænast Franzellinu AJmeida. í vetur fæddust tvíburar í rík- inu Indiana í Bandaríkjunum, en það var mánuðui á milli þeirra. Tvíburarnir voru drengir. Sá sem fæddist fyrst vóg 2.2 km., en sá yngri 3.1 kg. Móðirin var komin á fætur og byrjuð að vinna hús- verk milli fæðinganna. ★ Enskt firma hefir framleitt út- varpstæki, sem sjerstaklega eru ætluð til að setja á úlfalda. Eftir- leiðis geta því eyðimerkurferða- menn ferðast undir músík. ★ Móðir litlu telpunnar situr á rúmstokknum hennar og segir: — Þegar þú ert sofnuð koma englarnir til að gæta þín. — Koma þeir hingað inn í her- bergið. — Já, góða mín. — Mamma, jeg á epli þarna á borðinu. Viltu setja það undir koddann minn! — Hann fær gott veður í gröf- ina hann Jón. — Já, hann hefir ávalt haft hepnina með sjer karlfauskurinn. — Hann Anton setti líf ög fjör í veisluna í gærkvöldi. Hann var sá fyrsti sem tók til máls. — Iljelt hann góða ræðu? — Ræðu? — ilann sagði hvar er tappatogarinn!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.