Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Page 2
lSð ■— ■ árið 1171—1172. Yfirráðin vfir hinni frjóu írsku mold voru tekin úr höndum innlendra liölda o" höfðingja og seld í hendur ensk- um barónum o" vildarfólki ensku krúnunnar. Þannig myndaðist strax mikilsráðandi yfirstjett í landinu, enskur aðall, sem drotn- aði með harðneskju yfir hinni írsku alþýðu, er á skömmum tíma varð mjög ofurliði borinn öreiga- lýður. Óteljandi eru uppreisnir þær sem Irar hafa gert til þess að brjóta af sjer hlekki hins erlenda valds. Árið 1641 hófu þeir ákafa uppreisn er Cromwell barði niður með harðri hendi. Á 17. og 18. Öld svarf svo að hinni írsku þjóð. að tugir þúsunda flúðu land og fóru til Ameríku. Árið 1798 gerðu frar uppreisn innblásna af anda frönsku bylt- ingarinnar. Þeir höfðu búisl við liðstyrk frá Frökkum. Hann orást. Og. uppreisnin var kæfð í írsku blóði. Á 19. öldinni rak liver upp- reisnin aðra eða uppreisnartilraun- in. Aðalforingi þeirra var þá O’- Connell. En hverri tilraun til nppreisnar var svarað með auk- inni frelsisskerðingu. Þótt upp- reisnartilraunir þessar væru sem spor stigin í Sand hjelt þjóðin áfram sleitulausri baráttu fyrir heimastjórn. Og þegar fram á 20. Öldína kom fóru Englendingar að slaka til og verða mannúðlegri í viðskiftum sínum við íra, erda komu þá með sprettum til valda í Englandi menn er litu raunhæf- ari og mannúðlegri augum á mál- stað íra. Andstæðingar írskrar heima- stjórnar í Englandi tóku þá það ráð, að reyna að kljúfa fylking- ar íra, og nota sjer af því að í Norður-Irlandi var meirihluti fólksins evangelískir innflytjend- ur frá Englandi er var algerlega á valdi enska stóreignaaðalsins. Þar stofnaði Carson lávarður iáli'boðaliðaher er nefndist ,,U1- sl i Volunteers“ er var ætlað það hlutverk að afstýra því að írar fengju sjálfstæði. Þ. 28. sept. hjeldu 100.000 hermanna þessara fund til þess að mótmæla heima- 'Stjórnarstefnu Ira. Hótuðtt þeir að ÍÆSBÓK MORCíUNBUAÐSTNS halda til Dublin og láta þar til skarar skríða, ef heimastjórn yrði sett þar á laggirnar. Um sömu mundir myndaði Carson lávarður bráðabirgðastjóru fyrir Norður-ír- land. Hinir kaþólsku Suður-írar svör- uðu þessum aðgerðum Carsons lá- varðar með því að stofna írskan Iier er leit á sig sem arftaka frels- is hersins frá 1798. En nú hafði heimastjórnar- stefnu Ira aukist svo fylgi meðal breskra þiugmanna að Asquith lávarður fekk frumvarp til laga um heimastjórn Ira samþykt í breska þinginu 1914. Þá risu þeir upp í Norður-ír- landi (Ulster) og neituðu að fall- ast á Jiessi lcig o" hótuðu að ganga til Dublin til skipulegra mótmæla. Varð alt í uppnámi i landinu, og ekki annað sýnna en borgara- styrjöld skylli yfir. En þá kom heimsstyrjöldin. Og framkvæmd heimastjórnarlaga frlands var frestað. ★ Heimastjórnarlög Asquiths lá- varðar komu af stað klofningi í liði írskra sjálfstæðismanna. Hinir hægfara með írska þing- mannaflokkinn í broddi fvlking- ar vildu viðurkenna aðgerðir breska Parlamentisins og bíða á- tekta, þar til stríðinu væri lokið. En hinir róttækari, er nefndu sig „Sin Fein“ (Við sjálfir), álitu að heimsstyrjöldin gæfi gott tæki- færi til þess að brjótast alger- lega undan yfirráðum Englend- inga og stofnsetja sjálfstætt írskt lýðveldi. Foringjar „Sin Feíu“ stóðu meðal annars í sambandi við Þ.jóðverja, sem ætluðu að láta þeim vopn í tje. Vorið 1916 voru vopnin komin í hendur íra og alt búið undir uppreisnina. En fyrir svik í liði uppreisnarmannanna komust Euglendingar á snoðir um uppreisnaráformin og handtóku einn af foringjunum, Sir Roger Casement, og tóku hann af lífi. Jafnframt gerðu Englendingar víðtækar ráðstafanir, til þess að koma í veg fyrir að skærur bryt ust út. Engu að síður gaf írska her- stjórnin út fvrirskipun um að upp- reisn skyldi hafin> Það Var á páskadag árið 1916. Hinum írsku sjálfstæðismönnum tókst að ná á sitt vald mörgum af þýðiugar- mestu opinberu byggingunum og bjuggust þar til varnar. Enski herinn fekk fyrirskipun um að bæla uppreisnina miskunn- arlaust niður. Hjer var ójafn leik- ur og uppreisnarmenn urðu um síðir að láta í minni pokann og gefast upp. í valnum lágu 450 írskir sjálfstæðismenn og 2600 voru særðir. Þeir, sem síðast gáf- ust upp, var 1000 manna flokkur undir forystu de Valera. Átján aðalforingjar uppreisnar- manna voru dæmdir til dauða. Til Jiess að aftökurnar skyldu skelfa þ.jóðina sem mest voru aðeins tveir teknir af lífi á hverjum degi. En Jtegar aðeins tveir voru eftir á lífi var aftökunum óvænt hætt. Maður, sem seinna kom til að hafa mikil áhrif á viðskifti fra og Englendinga, \ar annar Jteirra dauðadæmdu, sem ekki var líflát- inn. Hann var fangi nr. 17 og hjet de Valera. En sjálfstæðisbaráttan helt engu að síður áfram. Margir Englend- ingar voru orðnir Jtreyttir á þrá- kelkni fra og vildu láta til skarar skríða og með góðu eða illu bæla niður allan mótþróa þeirra. Fench lávarður var einn þeirra manna, sem ganga vildi milli bols og höf- uðs á írskum sjálfstæðismönnum. Þegar hann var orðinn landstjóri í Irlandi voru foringjar íra unn- vörpum fangelsaðir og írskir sjálfstæðismenn sættu öllum þeim ofsóknum, sem við varð komið. Uppreisnarher „Sin Fein“-flokks ins frá 1916 starfaði enn leyni- lega og hafði nú tekið upp nafnið „Irish Republican Army“. I. R. A. lagði til miskunnarlausrar baráttu við ensku stjórnina, byggingar og aðsetur hinna ensku yfirvalda voru brendar og enskir lögreglu- þjónar og hermenn voru drepnir. Árið 1920 voru t. d. 230 enskir lögreglujtjónar drepnir í írlandi. Smátt og smátt tókst I. R. A. með morðum, launsátrum og smá- skærum að draga kjarkinn úr ensku lögreglunni og kveikja ó- hug meðal hermanna. Englending- ar stofnuðu þá sjerstakt lið, sem nefnt var „Black and Tans“, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.