Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Page 4
132 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS við 0}r við frá sjer heyra eins 0}r t. d. í júlí 1927, er þeir invrtu Mr. Kevin O’Higgins dómsmálaráð- herra. Fundi og kröfugöngur hjeldu ]»eir annars venjulega sam- eiginlega með ..Fianna Fail“- flokknum. Árið 1931 fór I. K. A. aftur að færast í aukana, svo að þótt þeir væru teknir fastir, þá J)orði enginn að vitna gegn J>eim af hræðslu við hefndir. I febrúar árið 1932 vann flokk- ur de Yalera, „Fianua Fail“, mik- inn kosningasigur. Fyrsta verk de Yalera, þegar liann var orðinn stjórnarforseti, var að opna fang- elsin fyrir sínum gömlu banda- mönnum úr I. R. A. Og írski lýð- veldisherinn, sem um 10 ára skeið liafði verið ólöglegur, var nú levfður aftur. Liðsmenn 1. K. A. hjeldu nú óhindraðir fjöldafundi og öflugar kröfugöngur. Vafalaust var J)að að nokkru leyti fyrir hina ákveðnu hvatningu I. R. A. að de Yalera neitaði að sverja breska konunginum hollustu eiðinn. En hann hafðist fátt annað að, til þess að losa Ira nndan Englend- ingum. Liðsmenn I. R. A. urðu óþolinmóðir og birtu ávarp til ])ings og J»jóðar um að rjixfa nú fvrir fult og alt sambandið við breska heimsveldið. Dev hikaði, og ])á tók I. R. A. upp sínar gömlu baráttpaðferðir og beindi nú skeytum sínum að gamla sam- herjunum, de Valera. Um vrorið 1935 drap I. R. A. tvo lögreglu- þjóna. En þó sauð upp úr, þegar I. R, A. bauð verkfallsmönnum í umferðaverkfallinu í Dublin að- stoð sína. De Valera braut nú all- ar brýr milli sín og I. R. A. og tók 80 af aðalforingjum þeirra fasta. Ári síðar gekk hann feti framar og bannaði með löguin sinn gamla her, I R. A. En I. R. A. hefir lengst af orð- ið að starfa leynilega, svo að bann de Valera liafði lítil áhrif á starf jæirra í undirdjiipunum. Og bar- átta I. R. A. fyrir sjálfstæðu írsku lýðveldi heldur enn sem fyr áfram. Ollum vopnum er beitt í þessari baráftu, hvort heldur það eru morð, íkveikjur eða sprengingar. Til þess á sem áhrifamestan hátt að mótmæla því, að Georg VI. væri krýndur konungur yfir ír- landi sprengdu þeir í Dublin, um }>að leyti sem krýniugarathöfnin fór frain í Londori, styttu af Ge- org konungi öðrum í loft upp. Seinna, Jiegar konungur og drotn- ing kojnu í heimsókn til Belfast, sprengdu þeir á einni nóttu flest- ar tollbúðir á landamærum Eire og Urster. ★ Þann 12. janúar 1939 barst Hali- fax lávarði, utanríkismálaráð- lierra breska heimsveldisins, brjef frá hinni leynilegu herstjórn I. R. A., ]>ar sem })es:> var skilyrðis- la’ust krafist, að stjórnin kallaði alla enska herinenn heiin frá Eire, ella myndi T. R. A. senda liðsmenn sína yfir sundið og hefja spell- virki og illræðisverk í Englandi. Brjefinu var að vonum enginn gaumur gefinn. I mars 1923 hafði I. R. A. einnig liaft í hótunum um að senda her vfir sundið, en þá liafði setið við orðin tóin. Snemma á inánudagsmorguninn 16. janúar urðu sprengingar í Manchester og Liverpool. Það var fyrsta kveðjan frá I. R. A. Og síðan hefir hver sprengingin rek- ið aðra, í orkuverum, rafstöðvum, og neðanjarðarbrautum í London, Cardiff, Liverpool og Manchester. Út um allar jarðir hafa fundist sprengjur, sem tekist hefir að eyðileggja áður en tjón lilaust af. Og áfram lialda hótanir frá I. R. A. um að sprengja Westminster Abbey, fimm elstu kirkjur Eng- lands og eyðileggja önnur ómetan- leg verðmæti ensku þjóðarinnar, ef Englendingar láti ekki undan. Lögreglan hefir verið aukin til ]>ess að gæta allra mikilsverðra bygginga. Scotland Yard leitar á- kaft uppi sökudólgana og meira að segja hefir M. I. 5. (gagn- njósnadeild hermálaráðuneytisins) verið sett í leitina. írar um gjörv- alt England eru yfirheyrðir og sumum vikið úr vinnu. En alt kemur fyrir ekki og árangurinn er nauða lítill, því af þeim 2000 T. R. A. liðsmönnum, sem haldið er að dreifðir sjeu um alt Eng- laud, liafa aðeins 20 náðst, og meðal þeirra enginn forsprakk- anna. I. R. A. hefir með margra ára leynistarfsemi lært að fela sig. Enginn af hinum handteknu þorir að Ijósta neinu upp. „Et' jeg opna munninu, ná þeir í mig. Einn kjaftaði frá og flýði til Ástralíu, en þeir eltu hann þangað og drápu hann“, segir einn af föng- unum fyrir rjettinum. Fleira er ekki með nokkru móti hægt að toga upp úr honum. ★ En hver er orsök þess að I. R. A. er einmitt nú að hefja árásir sínar á England og livers vænta þeir sjer af sprengjutilræðunum? Aðalorsökin mun vera sú, að hinir róttækari liðsmenn í I. R. A. hafa nýlega náð herstjórninni í sínar liendur. 1 öðru lagi beuda nokkrar líkur til þess að I. R. A. hafi upp á síðkastið aukist til muna fylgi og það ekki einungis í Eire, heldur einnig í Ulster, því að jafnvel enskt tímarit eins og „The ltound Table“ (des. 1938) segii-; „Enginn vafi er á því, að 3 af hinum 6 norðurhjeruðum vilja sameiningu við Eire“. En í Ulster eru allar kröfur um sam- einingu þaggaðar niður með liarðri hendi, opinberir fundir bannaðir og sameiningarsinnar fangelsaðir. Enn sem fyr halda fylgismenn I. R. A. fast við sína gömlu stefuu- skrá, að stofna sameinað sjálf- stætt írskt lýðveldi, Undir þessu merki liafa þeir síðan 1916 átt í blóðugu stríði við Englendinga. Og nú álíta þeir að Englendiugar sjeu orðnir þreyttir á liinum kostuaðarsömu deilum. Þeir hyggj- ast því að flýta fyrir sigrinum með því að flytja bardagana yfir sundið til Englands og með of- beldisverkum, sprengingum og skemdarstarfsemi að slá óhug á ensku þjóðina^ og á þann liátt að þvitiga fram fullkomið sjálfstæði saineinaðs Irlands, Eire. Hvort þessi leið er líkleg til sigurs skal ósagt látið. Enn sem komið er hafa Englendingar að minsta kosti engan bilbug látið á sjer finna, heldur beitt liörðu. Þeir liafa dæmt 7 íra, sem sprengi- efni og samsærisplögg fundust hjá, í 121 árs fangelsi samtals. Er erf- itt að segja hvort betur má sín til lengdar, írskt ofstæki eða ensk fastheldni. Birgir Kjaran.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.