Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 133 Mikilleiki heimsins og lífsins Eftir dr. Helga Pjeturss Merkilegasta nýjungin í stjörnufræði, sem jeg hefi sjeð getið um, virðist mjer vera sú, að næsti nágranni vetrarbraut- ar vorrar 1 himingeimnum, stjórnuþokan í Andromedu (M 31) er miklu stærri en haldið liefir verið, eða álíka stór og vetrarbrautin. En í henni telja menn nú vera 100—200.000 miljón- ir sólna. Fjarlægð Andromedu- þokunnar frá oss er talin nálægt 1 miljón ljósára, en fjarlægðin til sólarinnar er rúmlega 8 ljós- mínútur, og til næstu sólna 4 Ijósá.r. Fjarlægustu "stjörnuþok- urnar eða vetrarbrautirnar, sem tæki stjörnufræðmganna liafa nú náð til, hyggja menn vera í meir en 200 miljóna ljósára fjarlægð. Hvað slíkar fjarlægðir þýða, má nokkuð marka af því, að á ör- smáum bletti af himninum hafa menn talið slíkar vetrarbrautir svo þúsundum skiftir. Jeg minn- st þess að hafa í einhverri stjörnu- fræði sjeð komist að orði á þá leið, að í rauninni komi þetta oss ekkert við. En slíkt er mikill mis- skilningur, og vitanlega í ætt við það, að ætla að taka framhald lífs vors hjer á jörðu út úr efn- isheiminum og láta það vera í ein- hverjum óskiljanlegum anda- heimi. Framhald lífsins eftir dauðann, eða framlífið, einsog jeg hefi nefnt það, er alveg eins efnistengt og náttúrufræðilegt og líf vort er hjer á jörðu. ir. Lundúnavikuritið „Light“ birt- ir 21. apríl (1938) ritgerð eftir stærðfræðinginn Albert Eagle, sem heitir Modern scientific Thought and Survival (Vísinda- leg hugsun nútímans og líf eftir dauðann). Vísindamaður þessi virðist líta svo á, sem sannanir sjeu fengnar fyrir því, að mað- urinn lifi þótt hann deyi, en tel- ur þó sjálfsagt að þar sje ekki um neitt líf í efnisheimi að ræða. Af því leiðir að hann hvggur að náttúrufræðin og þó einkum jarð- fræðin og framvindusaga lífsins á jörðinni veiti oss litla hjálp eða enga til skilnings á þessum efn- um. Fremur virðist þó mega kom- ast svo að orði nm stærðfræðina, úr því að háskólakennari 1 stærð- fræði einsog Mr. Eagle, sem hef- ir þó skilið, að hinir svonefndu andahyggjumenn (spiritualists) hafa rjett fyrir sjer um ýmsar mjög vefengdar staðreyndir, skuli geta verið svona alsannfærður um, að framhald lífsins sje ekki líf í efnisheimi. En þýðing jarðfræð- innar fyrir heimspekina og heims- líffræðina má þegar marka nokk- uð af því, að það slruli einmitt vera jarðfræðingur, sem hjer á jörðu hefir fvrstur komist ein- dregið á náttúrufræðileiðina í þessum efnum. En sá sem áður hafði þar verið helsti braxitryðj- andinn, hinn ágæti Svíi Emanuel Swedenborg, var einnig jarðfræð- ingur og hafði mikinn hluta ævi sinnar við þau efni fengist, sem til jarðfræði og annarar náttúru- fræði verður að telja. Það er líka í augum uppi, a5 jarðfræðin hlýt- ur að leiða til umhugsunar um uppruna lífsins hjer á jörðinni, tilgang þess og framtíð. Og þeg- ar vjer hugleiðum, hversu örsmá- ar og einfaldar að gerð voru þær verur, sem lífið hefir hafist af hjer á jörðu fyrir miljónum alda, þá hlýtiir það að greiða fvrir skilningi á því, að slíkt líf muni fyrir sjer geta átt mikla fram- tíð. En ef vjer tökum framtíð ein- staklingslífsins út úr efnisheim- inum, þá vantar bersýnilega alla undirstöðu til að bvggja skilning á, einsog greinilega má marka af því, hversu framfarirnar í þeim efnum hafa verið lítilfjör- legar, þrátt fyrir alla viðleitni mannkynsins í þá átt um þús- undir ára. III. Þá kemur þýðing náttúrufræð- innar fyrir þessi efni einnig vel í Ijós, ef vjer hugleiðum, hvern- ig jurt, dýr, maður er til orðið, þannig að þúsundir miljóna af ör- smáum lífögnum, sem svara til fyrstlinga Ufsins á jörðinni, liafa lagt saman í að byggja upp líf- heild. Við þessa sameiningu liefir lífið aukist alveg ótrúlega í vit- átt og máttar, og er furðulegt til þess að hugsa, að slíkir mögu- leikar skyldu leynast með hinum örsmáu lífögnum frumhafsins. En þó að mikið hafi áunnist, þá er það samt ljóst, að það er einung- is örskainmur spölur af áralangri leið, sein farinn hefir verið. Og mikilleiki heimsins getur þar ver- ið oss nokkurskonar mælikvarði. Því að glögt má skilja, að þessari sameiningar- og samtakaviðleitni, sem hjer hefir verið drepið á, er haldið áfram, og að því stefnt, eða á að stefna, að alt líf í alheimi verði samstilt heild, En tökin á hinum furðulegu möguleikum þessa mikla heims því meiri, sem þessi samstilling tekst betur. Það er þessi heimspeki sem jeg hefi nefnt Hyperzóismus. Jeg hefi ekki getað orðið þess var, að glöggur skilningur á þessum tilgangi lífsins hafi fram komið í nokkurri heim- speki eða nokkrum trúarbrögðum, enda er það, að uppgötva sam- band lífsins á hinum ýmsu stjörn- um, eða sigur lífsins á fjarlægð- um himingeimsins, nauðsynleg undirstaða í þessum efnum. Oss verður þá Ijóst hversu vjer hjer á jörðu erum á útjaðri lífheims, og hversu dauði og aldurhnignun er afleiðing af því, að lífið á slíkum stað er aðeins fyrsta tilraun, sem ekki er farin að takast ennþá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.