Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Blaðsíða 6
134 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Einkennilegur feigðardmum- ur fyrir Kotvogsbrunann. Vjer skiljum fullkomlega af hverj- um rótum sú trú er runnin, að bjarga þurfi og bjarga raegi lífinu hjer á jörðu. En það verður þeg- nr menn fara að ekilja hversu til- gangur lífsins er sköpun heimsins til fullkomuunar, Hfið aðferð hins óendanlega kraftar, sem er upp- liaf alls, til að ná fullkomnum tökum á öllum möguleikum efnis- ins og eyða allri ófullkomnun. Mannkyn sein farið er að aðhyll- ast Hyperzóismann — fræðin um alfremd lífsins í alheiini — gerir sjer alt far um að forðast með öllu ósamlvndi, deilur og ófrið, en ástundar umfram alt, og með sífelt vaxandi árangri, hvernig takast rnegi að gera jörð sína að sífelt fullkomnari gróðrarstöð og heimkynni lífsins, og þá um leið, og með því, að hún verði sífelt fullkomnari sambandsstöð lífsins í alheimi. Helgi Pjeturss. SVIKIÐ FÍLABEIN Nýlega liefir komist upp um stórkostleg svik í Ugunda í Afríku, sem japanskur kaupmað- ur og mörg þúsund negrar liafa liafa grætt offjár á. Japanski kaupmaðurinn hafði notað sjer uppfinninguna að búa til gerfi- fílabein úr mjólk. Hann skifti við negrana á einni fílabeinstönn og þremur gerfifOabeinstönnum. — Negrarnir seldu síðan enskum fílabeinskaupmönnum gerfifíla- beinið fullu verði. Það var ekki fvr en Englendingarnir voru komn ir íneð fílabeinið til London að þeir uppgötvuðu svikin. Þá höfðu negrarnir keypt sjer nýtísku land- búnaðarverkfæri fyrir peningana, sem þeir höfðu fengið fyrir fíla- beinið. Negrarnir hjeldu því fram að þeir hefðu í engu gert neitt hegningarvert og einfeldni þeirra bjargaði ]>eim frá því að bresk stjórnarvöld ijetu hegna þeim. ★ Duglegur japanskur verkamað- ur, sem hefir atvinnu í hergagna- iðnaðinum, getur haft í laun alt að 10 þiisund krónur á ári. — Jap- anskur ráðherra fær í hæðsta lagi sem svarar 8000 krónum í laun árlega. Daginn sem íbúðarhúsið brann í Kotvogi, sagði Guðjón heitinn Guðmundsson frá einkenni- leguin draum, sem hann dreymdi nóttina áður. Hann var einn af þeim sem inni brunnu og virðist draumur hans einkennilegur fyrir- boði þess sem skeði þá voðanótt. Guðjón heitinn sagði frá draum- inum á Jiessa leið: Honum þótti sem hann stæði norðan við íbúðarhúsið i Kotvogi er brann. Var hann skamt frá útidyrum ]iess. en útgangur var úr skúr norðan við húsið og úr þeim skúr var stiginn upp á loftið. Sá hann þá að margt prúðbúið fólk kom niður stigaun og gekk fram hjá honum út úr liúsinu. Ekki þekti hann neitt af þessu fólki og furðaði hann sig á því hvernig það væri þangað komið. Honum þótti þá sem hann gengi inn í húsið, upp stigann og inn í herbergi Helga húsbónda síns, þar uppi á loftinu. Er þangað kom sá hann að Helgi sat þar á stól, og var stóllinn mjög skrautlegur. Lítil stúlka var þar hjá honum. En ekki hafði Guðjón orð á því við það fólk er hann sagði draum- inn, að þessi litla stúlka hefði ver- ið dóttir Helga er inni brann. En það þótti Guðjóni furðulegast í svefninum, að þarna inni í her- berginu sá hann sjálfan sig fyrir er liann kom þangað inn. Enn var í herberginu grannleit- ur maður, sem stóð hjá Helga og var að raka af honum hárið. Reidd ist Guðjón þessu tiltæki mannsins og ætlaði að hrinda honum frá Helga. En Helgi bandaði hendinni gegn Guðjóni er hann sá hvað Guðjón ætlaði sjer og sagði: „Gefðu ekki um það Gaui minn. Það er ekki alt búið enn“! Þá tók sá grannleiti að fletta klæðtim af Helga. Ætlaði Guðjón þá enn að taka til höndum og hindra að svona væri farið með lnisbónda sinn. En Ilelgi endur- tók iþað sama, bandaði hendi gegn Guðjóni og sagði: „Gefðu ekki um það Gaui minn. Það er ekki alt búið enn!“ Þá tók grannleiti maðurinn hníf og rak í bakið á Helga. Og þannig lauk draumnum. ★ Guðjón heitinn sagði fleirum en einum drauin þenna, þann eina dag sem hann átti eftir ólifað. heimilisfólki í Kotvogi og eins í Kirkjuvogi. En ekki vissu menn til þess að hann hefði sagt Helga drauminn. Guðjóu hafði orð á því við })á sem hann sagði þenna draum sinn, að hann rjeði hann þannig, að einhver myndi valda Helga fjártjóni. En það var feigðin sem þannig gerði vart við sig. Oft er það þegar slíkir fyrir- boðar koma fyrir, að fólk út í frá lieldur að þeir se:n verða varir við fyrirboðana hafi ekki sagt frá fyrri en eftir á og þá máske lagað frásögnina í hendi sjer. En hjer er ekki því til að dreifa. Því mað- urinn sem drauminn dreymdi var ekki til frásagnar eftir að hið hörmulega slys bar að höndum. — Slösuðust þjer á höfðinu? — Nei, það var á fæti, en sára- umbúðirnar færðust í nótt. ★ Verið að setja upp talsímamið stöð í höfuðborg Abjrssiníu, Addis Abeba. Símuotendur eru þar í borg samtals 300 talsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.