Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1939, Page 7
LESBÓK MORGUNBTjAÐSINS 135 Skák nr. 60. Þjóðin. Þjóðin —? Hví fæstu um hennar háttf Hún er við flest í góðri sátt, afhuga gengi og allri fræging og ánægð með sína niðurlæging. Þjóðin er sem hinn þjáli leir, þjóðina á ýmsan veg má hnoða, og jafnt fyrir sigri og svarta-voða láta ’ana syngja „húrra“ og „heyr“ ! Og svona er nvi raunar sjerhver þjóð, sanngjörn og lipur, þekk og góð. — Menn láta „þá vísu“ upp lögin segja, menn lifa um stund og síðan deyja. Ef þjóð færi að brjóta þennan sið, þá yrði veröld lítið glingur, — eða, ef vitkaðist almenníngur, en á því mun verða nokkur bið. Jak, Thor. Lausavísur Baldvins Jónatanssonar. Lettlandi, mars 1939. Sikileyjarleikurinn. Hvítt: Mikenas. Svart: Dreiburg. 1. e4, c5; 2. Rf3, e6; (Yenju- lega leikur svart hjer Rc6 og síð- an d6 og g'6, hið svonefnda dreka- afbrigði.) 3. d4, pxp • 4. Rxp, Rf6; 5. Rc3, Bb4; 6. Rb5, (Betra er talið e5, og eftir Rd5; 7. Dg4.) 6......d5; (Betra var að hróka.) 7. e5, Rd7; (Re4 var ekki betra.) 8. Dg4, Bf8; (Kf8 kom til álita.) 9. Bg5!, (Mjög sterkur leikur. Ef 9...... Rxp; þá 10. Da4!, með hræðilegum ógnunum.) 9............. Da5?; (Betra var Db6.) 10. Da4, Db6; (Auðvitað ekki DxD; vegna 11. Rc7 mát.) 11. 0—0—0, Bc5; (Fyrst af öllu þarf svart að losa um kónginn sinn.) 12. b4!, Be7; (Auðvitað ekki Bxp; vegna Rd6+.) 13. BxB, KxB; 14. Hxp!, Dxp; (Svart á ekkert. betra.) 15. Rc7, pxH; 16. Rc3xp+, Kd8; (Betra en Kf8. Staðan er Iiins vegar töpum á svart.) 17. Bb5, (Betra virðist 17. e6, pxp; 18. Rxp+, Ke8; 19. Re—c7+, og síðan Bb5, en hvítt getur leikið sjer.) 17....... Dd4; 18. e6!. Dal+; 19. Kd2, Dd4+; (Ef DxH; þá 20. e7 mát.) 20. Bd3, Rc6; (Eða 20......Df2+, 21. Kcl, pxp; 22. Rxp+, Ke8; 23 Hfl, ógnar HxD og Hf8 mát.) 21. DxR!, Df2+; 22. Kdl, He8; 23. pxR, Bxp; (Ef pxD; þá 24. pxH mát.) 24. Dxp, Bg4+; 25. Kcl, Hdl+; 26. Kb2. IIc8; 27. HxH, DxH; 28. Dxp, De5+; ‘29. c3, Del; 30. Dc5 Dd2+; 31. Bc2, gefið. Sumargleði. Þegar Baldvin bjó ,,á Brunná í Eyjafirði, mætti hann eitt sinn sóknarpresti sínum, Matth. Joch- umssyni, á götu, og kastaði fram fvrri part þessarar vísu. Ekki stóð á botninum. Svanur fagurt sumarlag syngur á bláum tjörnum. (B. J.). Guð er að bjóða góðan dag grátnum jarðar börnum. (Matth. Joch.). Haustvísa 1913. Hvítna fjöllin feiknahá, faðmast mjöll og hlynur. Ilríðarvöllinn ofan á álfahöllin stynur. Þorravísur 1913. Þorri hristir hrímgvað skeg-g, Iiroðalegur, undir brún. Háan fanna, hleður vegg, heljar grefur, mörgum rún Kveður galdra, grimman söng, gólar, hvæsir, orgar hátt. Nú finst mörgum nóttin löng Norðra meðan beljar átt. Sólarhringa, tryltur tvo tóna nam hanu, sama la Ljótt er að þurfa að láta svo Jemjast um á þriðja dag. Staka. Nú er jeg með bogið bak, brötinn fót og marinn. Eftir liðið andartak j allur verð jeg farinn. Stökur. Æskan var mjer ekki töm, on’ á moldarhnausnum. En verra’ er að fást, við kvöl og kröm, :neð klaka undir hausnum. Þótt jeg hafi þrávalt hjer þröngan skó á íæti. Enginn taka fhun frá mjer mína eðliskæti. Græt jeg aldrei gull nje seim gæfusnauður maður. Bráðum fer jeg heiman, heim, hrvggur bæði og glaður. Staka. Nú er áin öll að sjá, undir snjáa feldi. ■Svellagljáinn sveipast má, Sunnubráar eldi. (Utsýn yfir Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu, 15. janúar 1939).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.