Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1939, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1939, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 eí'tir það leiðir hann fram ljósan dag, svo sem fagran æskumann og hæfilegan fyrirrásara í allra tún, og boðar til víss, að þá kem- ur þegar eftir hann geislanda hvel og skínandi sól, og býður öllum að vera vel við búnum. En því næst rennur upp sól og skýt ur geislum sínum í allar áttir, að skynja um samantengt sátt- mál og gengur síðan eftir fyrir- skipuðum veg svo sem fyr var sagt. En að algörvum friði milli þessara höfðingja, er nú eru nefndir, þá er vel fært í hvers þeirra veldi, sem þú vilt farið' hafa. Þá tekur haf úti að byrgja allan meginstorm og gerir þar slétta vegu, sem fyr var ófært fyrir stórum bárum og þykkum bylgjum, og veita strandir þá þar í mörgum stöðum hafnir, sem áður fyr var öræfi. Nú með an þessi friðargerð stendur, þá er þjer vel fært og hverjum annara þeim, er sitt skip vilja leiða, eða sjálfir fara landa meðal, yfir hafs háska. Væri það mönnum skyldlegt og þó nauð- synlegt, að kunna góðan skiln- ing á því, nær háskatímar væri og ófærir, eða nær þeir tímar kæmi, er vel er til hættanda alls. Þvíað skilningarlaus skepna gætir þessara tíma, þó með nátt- úru, að eigi sje skilning til, því að mannvitslausir fiskar kunnu að gæta sín í djúpum höfum meðan hæstir eru stormar um veturinn, en að hallanda vetri, þá sækja þeir nærmeir landi. og safna gleði svo sem eftir liðna sorg. En að fengnum hrognum og vaxanda vori, þá gjóta þeir hrognum sínum og leiða fram fjölda mikinn ungra fiska og æxla svo ættir sínar, liver í sínu kyni og tegund. Er það mikil ætlan skynlausr- ar skepnu, að sjá svo vel við komanda stormi um veturinn, að hann leiðir fram sitt afsprengi til þess, að öndverðu vori, að hann megi njóta kyrrar veðr- áttu um sumarið, að leita sjer matar í góðum firði hjá víðum ströndum og styrkjast svo af sumrinu, að þeir hafa yfrið afl að komanda vetri, til þess að hirða sig í köldum djúpum milli annara fiska. Þessari sættargerð fagnar jafnvel loftið sem lögurinn, því aé á vaxanda vori sækja fuglar háleik lofts með fögrum söngv- um og fagna nýgjörri sætt milli þessara höfðingja svo sem kom- andi hátíð, gleðjast þeir þá svo mjög, sem þeir hafi fengið forð- ast mikinn háska og voðvænleg- an í höfðingja deild. Því næst gera þeir sjer hreiður á jörðu og leiða þar úr unga fugla, hver eftir sinni kynfylgju og æxla svo ættir sínar og veru, um sumar- ið, að þeir megi enn sjálfir leita sjer atvinnu um veturinn eftir. Jörðin sjálf fagnar þessari sætt- argerð, því þá er sól tekur út að steypa ylsamlegum geislum yfir andlit jarðar, þá tekur jörð að þíða frosnar grasrætur. En því næst leiðir hún fram ilm- andi grös, með smaraglegum lit og sýnir hún sig fagna og gleðj- ast hátíðlega, með nýtekinni feg- urð græns skrúðs, og býður hún þá glaðlega næring öllum af- springum sínum, þeim, er hún synjaði áður, sakir veturlegrar nauðar. Trje þau, er stóðu með frosnum rótum og drjúpandi kvistum, þá leiða þau nú fram af sjer grasgrænt lauf og gleðj- ast svo eftir liðna sorg vetur- legrar nauðar. Óhrein skepna og leiðindi sýna mannvit sitt og skilning í því, að þau kunnu að skipta hæfi- legum tíma til aukningar sinnar ættar og útgöngu úr fylgsnum. Svo gæta þau þess tíma, nær þau þurfa að flýja kulda og stormsamlegar vetrarnauðir og breiða sig svo undir stein eða í stórum hellum, eða í djúpum jarðföllum, til þeirrar stundar, er þau hafa tima til framgöngu. Villidýr þau, er fæðast í fjöllum eða skógum, þau kunna vel að skipta öllum tíma, því að þau ganga með getnum burð meðan vetur er kaldastur, til þess að þau megi sinn getnað fram leiða að nýkomnum gróðri og vörmu sumri. Einn lítill maðkur, er maur heitir, hann má kenna vitrum mönnum mikla hagspeki, hvort sem heldur er, kaupmaður eða bóndi, og jafnvel konungum, sem smærrum mönnum. Hann kennir konungum, nær þeir skulu borgir gera eða kastala, hann kennir og bónda eða kaup- manni, með sama hætti, hversu ákaflega eða hvern tíma þeir skulu sína sýslu frammi hafa, því að sá, er rjetta skiln- ing hefir og hyggur hann vandlega að hans athæfi, þá má hann mikið marka og draga sjer til nytsemdar. Öll önnur kvikindi hvort sem eru hrein eða óhrein, þá fagna þessum tíma og leita svo sinnar næringar á vörmu sumri með allri viðursýn, að þau megi örugglega standast allan háska veturlegrar nauðar. Nú veldur þessi sáttmálasamtenging milli þessara átta vinda, allri blíðu lofts og lands eða sjóar hræring með boðorði og leynileg- um smiðvjelum þess, er fyrir öndverðu skipaði að svo skyldi jafnan síðan standa, til þess, er hann býöur, að brigð skyli á gerast. ★ essi einstaka náttúrulýsing kynni að vera nýnæmi tísku sem þekkir best þá liti, sem seldir eru og keyptir í búðum. Önnur náttúrulýsing er sjer- staklega athyglisverð í fornnor- rænum sögum — sú lýsing af Ódáins akri, sem Eiríkur víðförli fann og frá er sagt í Fornald- arsögum Norðurlanda. Sú saga verður eigi endurtekin hjer. En „fögur er sú kveðandi", þó órímuð sje og var hún gerð á forðum tíð til eflingar guðs- ríkis og sáluhjálpar. Tímarnir breytast. Nú eru náttúrulýsingar samd- ar, með höndum eða þá tungu, til þess að svala fegurðarlöngun einungis og er eigi það að lasta, hvort sem myndhöggvari á hlut að máli, málari, ellegar orð- snillingui*. Guðmundur Friðjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.