Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1939, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1939, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 179 með tilliti til Rússlands og Aust- urríkis. En um ána Weicliel hafði ]>að fengið siglingaleið til hafsins, María Walewska hafði því þrátt fyrir alt horið sigur af hólmi. Jafnframt því var hiin nú orðin mjög hrifin af manninum, sem hún liafði óttast svo mjög í fyrstu. Og hún elskaði hann því meir, er hann varð enn að yfirgefa hana og fara til Frakklands. Þaðan skrifaði hann henni í júlí 1807: • ,,Þú, sem elskar ættland þitt svo mjög, munt skilja, hve glaður jeg er yfir því að vera kominn heim til Frakklands aftur, eftir nær heils árs fjarveru. Gleði mín væri fullkomin, ef þú væri hjerna hjá mjer. En jeg ber þig með mjer í hjarta mínu“. ★ I jamiar 1808 ljet Napoleon • Maríu koma til Parísarborg- ar. Hún bjó hjá bróður sínum, sem var í þjónustu keisarans, liðs- foringi í pólsku sendisveitinni. Napoleon heimsótti hana oft. Þau gengu saman um borgina. Hann var þá venjulega sveipaður í stórt slá, með venjulega húfu á liöfði. Og þegar veður var gott sátu þau, eins og hverjir aðrir ástfangnir hjónaleysingjar á hekk í Cour-la-Rein. Stundum óku þau líka sjer til skemtunar eins og óbreyttir borgarar í vagni út í úthverfin. Þar fóru þau oft inn í lítil veitingahús, til þess að spila teningaspil, fóru á markaðinn, til þess að sjá það líf og fjör, sem þar var, eða þau stóðu í hiðröð, til þess að ná í tvo aðgöngumiða í litlu útjaðarleikhúsi. Það kom og fyrir, að þau óku seint um kvöld í litlum ljettivagni út fyrir bæinn, að litlu gistihúsi og vöktu gestgjafann upp um miðja nótt. Það er næstum átakanlegt að hugsa sjer þessi æfintýralegu ferðalög alvaldsins í Evrópu, er hann fór huldu höfði, ástfanginn eins og skólapiltur T aprílmánuði skildust leiðir þeirra, og keisarinn fór til Spán- ar. María fór aftur til Varsjá, en þau skrifuðust reglulega á. Oft mintist hún á stjórnmál, og einu sinni svaraði hann henni og sagði á þessa leið; „Þú ert oflátungs- leg. Það er andstyggilegt. Þú tal- ar líka við fólk, sem væri hetur fallið til að dan3a „Polonaise“ en blanda sjer í stjórnmál“. Árið 1809 var erfitt fyrir Pól- land. Þá braust styrjöldin út á milli Austurríkis og Napoleons. Austurrískur her braust inn í landið, og Varsjá var ofurliði hor- in. — Þá varð María að flýja og leit- aði hælis í Thorn. Um þær mundir ljet hún sig stjórnmál allmiklu skifta, þar sem hún var milli- göngumaður milli Poniatowskis og keisarans og gerði alt, sem í henn- ar valdi stóð, til þess að miðla málum milli Pólverja, sem voru innbyrðis ósáttir En eftir stríðið hitti hún keis- arann í Sehönbrunn. Þau óku langar leiðir saman meðfram Donau og á kvöldin gengu þau í skemtigarðinum í Schönbrunn. ★ Nokkrum mánuðum síðar kom greifafrúin aftur til Parísarborg- ar og settist að í Notre-Dame-de- Lorette. Hún vissi, að hún átti von á barni, og Napoleon var einkar ánægður fyrir þeim viðburði. Það kom sjer vel fyrir hann nú, er hann hafði sagt skilið við Josep- hine, og gifting hans og Maríu- Louise var í undirbúningi, að vita, að hann gat átt barn er hnekti þeim orðrómi, sem óvinir hans höfðu breitt út um hann. Walewski greifi, hinn aldraði eiginmaður Maríu, hvatti nú konu sína til þess að koma aftur heim til Póllands. í brjefi til hennar sagði hann; „Það verður einfaldara að upp- fylla ])ær skyldur sem fylgja barninu, sem þjer eigið von á, ef þessi Walewski sjer fyrst dagsins Ijós í Póllandi“. Þannig tók hiini aldraði greifi, sem til hinstu stundar liafði leyst liið erfiða hlutverk sitt dyggilega af hendi, með opnum örmum á móti syni Napoleons. Alexandre Walewski fæddist 4. maí 1810. og varð æfiferill hans hinn glæsileg- asti. ★ aría Walewska hvarf aftur til Parísarborgar, en varð 1 t fyrir miklum vonbrigðum er liún hitti Napoleon, því að liinn fyrri áhugi liins ákafa elskhuga snerist nú allur um soninn, Alexandre litla. Hann sendi honum gjafir og ijet lækni sinn rannsaka gaumgæflega heilbrigðisástand hans. Kvöldið áður en hann fór til Rússlands, árið 1812, ljet hann ávísa 10.000 franka ársrentu fyrir drenginn á nafri móðurinnar, og átti hún að nota þá peninga eftir þörfum, uns hann var myiidugur. María hvarf hrátt aftur til Var- sjá. Hafði hún revnt að fá loforð hjá Napoleon um það, að gera Pólland að sjálfstæðu ríki, er hann hefði sigrað Rússakeisara. En Napoleon veigraði sjer við að gefa nokkra yfirlýsingu í þá átt. Nú fóru sorgartímar í hönd. er allar vonir um endurreisn Pól- lands brugðust Og þegar keisar- inn heimsótti Maríu á heimleið- inni eftir ófarirnar í Rússlandi, fór hann ekki dult með þau sorg- legu örlög, er biðu ættlands henn- ar. Rjeði hann henni að fara til Parísarborgar og dvelja þar. ★ Þá var það, að María hitti — eða rjettara sagt sá aftur — Orn- ano herforingja, hinn glæsilega liðsforingja í herliði keisarans. Hann var lieima í veikindafríi, hafði orðið sár í Rússlandi. Hann varð þegar mjög hrifinn af henni. En eiginmaður hennar var enn á lífi. Og Ornano fór aftur í hernað. í Þýskalandi. ★ María Walewska sá Napoleon nokkrum sinnum, er hann kom til Parísar á milli bardaganna. Dag einn hitti hún konunginn af Róm, son „hinnar“, — hinnar lögmætu eiginkonu keisarans, og þá fór hún að gráta. Þegar Napoleon hafði lagt niður keisaratignina fór hún jafnvel ein\i sinni enn til fundar við hann með Alexandre litla. Og þegar hún heyrði, að hann vantaði fje, bauð hún honum að selja skartgripi sína. En keisarinn afþakkaði boð- ið með hrærðum huga. Hún sá hann onnfremur tvisvar FRAMH. Á BLS. 183.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.