Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1939, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1939, Qupperneq 4
180 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Alt'iðiimi norður á bógiim var komið við í „Cristobal og Colon“, en látið ? haf, eftir nokk- urra klst. viðdvöl þar. I>ar komu um borð farþegar, sem áttu að fara með okkur til Kingston á Jamaiea. Voru það svertingjar: tv?ir karlmenu og fjórar konur. l>essir. farþegar þjáðust allir af einhverjum sjúkdómum. og þar seni Tlieatana var ekki farþega- skip, var búið um þá á lestaropi no. 4. en það var næsta lestarop aftan við ,,miðskips“. Að vísu var eitt sjúkraherbergi til um borð, en það hefir ekki þótt hæft að leggja þangað liálfrotnaða negra. — Þeir voru allir enskír þegnar. bláfá- tækir, og áttu að fara á sjúkra- hús, er til Jamaiea kom. En þar sem þetta vesalings fóik var blá- snautt, og varð að taka við þvi sem að því var rjett — var því of gott að ferðast með farþega- skipi, en varð í þess stað að veltast á þilfarinu um borð í vöruflutn- ingaskipi. — M.jer var það ráð- gáta er jeg sá fólkið, hvernig iara skyldi um það. ef við hreptum óveðum í hafinu. ★ Eins og flestii vita, þá eru margir sjómenn. eða að minsta kosti farmenn, hjátrúarfullir og tn'ia á alskonar tákn og fyrir- brigði, ólánsdaga og lánsdaga. Um þessa farþega spunnust margar leyndardómsfnllar sögur. Einnig heyrðist, að þeir væru með hræðilega sjúkdóma. og það bráð- smitandi. Sumir þeirra voru að rotna upp af alskonar óþverra. Þessar sögur urðu til þess, að við lijeldum okkur í hæfilegri f.jarlægð frá farþegunum, og kom enginn skipverji nálægt þeim. nema aðstoðarmatsveinn, sem færði þeim vatn, hveitibrauð og soðin hrísgrjón einu sinni á dag. — Þegar hann koni úr þessum leið- angri, sagði hann liræðilegar sög- ur af líðan fólksins. Við háestarnir gátum athugað farþegana frá stjórnpallinum, og virtist okkur þeir alla tíð liggja hreyfingarlausir, og allir voru þeir vafðir innan í.sjöl og ullarteppi, þó hitinn væri mikill og veður stilt. Verst hlaut þeim að líða á Margt daginn, er sólin miskunnarlaust sendi brennlieita geisla frá heið- skírum himni yfir alt og alla, og dekk skipsins voru svo heit, að ekki var viðlit að ganga berfættur. Veður var altaf gott, og Thea- tana valt sama og ekkert, en þó of mikið fyrir farþegana, sem að sögn matsveinsins voru mjög sjó- veikir. A þriðja degi kom hann með þá fregn. að ein konan væri dáin. Þegar hann kom upp á stjorn- pallinn með þessa fregn, voru þar staddir: skipstjóri, 1. stýrimaður, einn háseti við týrið. og svo jeg ásamt tveim öðrum við ræstingu. — Ilvað ertu að segja maður! sagði skipstjórinn. — Er ein kerl- ingin dauð? — -Já, herra, svaraði matsveinn- inn og steig aftur á bak, því skip- stjórinn færði sig íbygginn að honum. — Mikið andsk.... ólán er að verða yfir fleytunni!, hrópaði skipstjórinn og spýtti í sjóinn. — Þetta er ekki einleikið. Eins og þið vitið allir — hanu sló hægri hnefanum út í loftið og hvesti augun — þá kom hjer um borð fyrir nokkru græujaxl ofan af fjöllum, og hann reyndist svo mikill „Jónas“ að skipið ætlaði að farast sökum látlausra ofviðra. Þegar honum hafði verið kastað á land, lægði veðrið. en í þess stað. koma um borð vaikar kerlingar og hrökkva upp af um hábjartan daginn, og það í stillilogni. Ilvað skyldi það verða næst? .... Við verðuin að flevgja henni fyrir borð. Maður fær nú að standa við bænalestur og sálmasöng, og sökkva dauðum kerlingum það sem eftir er af ferðinni. Tlvar er bátsmaðurinn ? Nú var bátsmaðurinn sóttur, og honum sagt að íara með mig og tvo aðra, og bera líkið fram á lestarop no. 2. ★ Drottinn minn dýri! En sú sjón, og sú lykt! — Fólkið lá þarna í einni kös: Rennsveitt og veinandi skeður af sjóveiki; og innaii í miðri „kös- inni“ lá sú dauða á bakinu. — Brostin auguu störðu stefnu- laust út í himingeiminn, munnur- inn var opinn. og seitlaði hálf- storkið blóð niður liökuna; svart andlitið var afmvndað af þján- ingar- og skelfingardráttum. — Mikið hefir þetta veslings fátæka olnbogabarn lífsins tekið út, áður en dauðinn miskunnaði sig yfir hana. — Ilroðaleg meðferð er á þessu aumingja fólki!. sagði bátsmaður- inn, skyrpti í lófann og horfði með hryllingi á líkið. Það vildi jeg að mætti kjöldraga þá háu herra, sem þessu stjóma. Allir vorum við smeikir við smitandi sjúkdóma, og vildum sem minst snerta á líkinu. svo við vörp- uðum lykkju um annan fót þess, og drógum það aftur lír ,,kösinni“. Þar vörpuðum við lykkju um anu- a.n handlegginn, og komum þvl þannig á segldúkinn. án þess að snevta á því. Sjúklingarnir horfðu veinandi á aðfarir oklcar. Þeir hafa sennilega hugsað til sjálfra sín, ef engill dauðans vitjaði lestarops no. 4 aftur. Svo lögðum við af stað fram þilfarið, með líkið á milli okkar á segldúknum. — Takið þið pottlokin ofan þegar þið berið lík!, öskraði skip- stjórinn frá brúnni. Haldið þið að þetta sje tóm whisky-flaska, sem þið eruð með á milli vkkar. Við lögðum líkið á þilfarið, tók- um af okkur húfurnar og smeigð- itra þeim undir beltin. Síðau hjeld- um við áfrarn, og lögðum líkið á lestarop no. 2. Þar lá það. þar til skipstjóriuu hafði. sannfærst um að konan væri dauð. Eftir það saumuðum við utan um hana, og l.jetum blýlóð og járnarusl við fæturna. Klukkan 4 næstu nótt var jeg einn af þeim sein áttu vakt,. Jeg átti að vera við stýrið. Rjett áður en 8 glas var slegið (kl. 4) flýtti jeg mjer aftur dekkið, en er jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.