Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1939, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1939, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 183 FJAÐRAFOK manna sem er mjög ótrúlegt, en það er að þeir hafi komist alla leið norður að Blöndudal á jökl- inum og snúið þar aftur eftir eða um sólarlag, þá er það víst að þeir hafa lent i myrkri uppi á jöklinum. Jeg hygg að enginn geri það óhindraður að bíða eftir myrkri uppi á Hofsjökli, því hann er enginn smáskækill. Leitarmenn hafa hjer tekið munn sinn fuilan er þeir voru að segja frá hreysti- verkum sínum. Þó menn ættu um sárt að binda, þá voru aðfarir leitarmanna mjög ómannúðlegar. Þessir vasalings sakamenn voru skildir eftir alslausir, langt inni í óbvgðum, undir komu Aætrar. Nú hefir sem oftar reynt á ráð- snilli Eyvindar. Þorsteinn Bjarnason. Maria Waiewska FRAMH. AF BLS. 179. sinnum eftir orustuna við Water- loo. Og áður en Napoleon fór í út- legðina á St. Ilelena fekk hann að kveðja Alexandre litla í síðasta sinn með kossi. ★ En er María var orðin ekkja, giftist hún Ornano herforingja, árið 1816, fæddi honum erfingja og dó í desembermánuði 1817. Ilún var þá tæplega 31 árs að aldri. (Úr ;,Die Auslese“). — Nei, herra minn, jeg get ekki sagt að neitt óvenjulegt hafi kom- ið fýrir mig í lífinu. Það hefir gengið sinn vana rólega gang fyr- ir mjer. Rússneskur liðsforingi var ný- lega dæmdur í herrjettinum f Moskva í 6 ára fangelsi fvrir að hann hafði á einu ári kvænst og skilið við konur sínar 8 sinnum Það þykir fullmikið jafnvel í Rússlandi. ★ Eftir því, sem Aftenposten í Osló upplýsir, eru norskir pipar- sveinar ljettlyndir náungar. Biað- ið segir frá því, að fimti liver piparsveinn í Noregi á aldrinum 45—50 ára sje cekinn fastur ár- lega fyrir ölvun á almannafæri. Blaðið kastar fram þeShari spurn- ingu: Ilrekka piparsveinarnir svona mikið af þ^ú að þeir eru ókvæntir, eða eru þeir ókvæntir af því að þeir drekka mikið! ★ Skrifstofustjórarnir Hermansen og Hansen voru engir perluvinir og mátti segja að fullur fjand- skapur væri milli þeirra. Þeir reyndu þó með yfirborðskurteisi að láta sem minst á fjandskapn- um bera. Dag nokkurn vildi svo til að þeir komu báðir jafnt að lyftu- dyrunum. — Gjörið þjer svo vel — þjer fyrst, sagði Hermannsen. — Nei, gjörið þjer svo vel að ganga inn fyrst, sagði Hansen. — Nei, nei, Hansen, gangið þjer á undan, sagði Hermansen. — Nei, kemur ekki til mála, sagði Hansen. — Jæja, farið þjer þá til fjand- ans, sagði Hermansen og gat ekki stilt sig lengur. — Gjörið þjer svo vel að fara á undan, sagði Hansen. ★ Sænska blaðið „Nya dagligt Allehanda“ segir nýlega eftirfar- andi: Þegar maður er tvítugur heldur maður sig hafa leyst allar gátur jarðlífsins, um þrítugt byrj- ar maður að hugsa um þær, en þegar maður er fertugur kemst maður að því, að þær eru óráð- anlegar. ★ Dómarinn: Jæja Gvendur minn. ætli þetta verði nú ekki í síðasta sinn sem jeg sje þig hjer. Gvendur: Ha. er dómarinn bú- inn að segja af sjer? — Læknir, konan mín þjáist af svefnleysi. Hún getur aldrei sofnað fyr en kl. 2—3 á næturna. — Þá er ráð að þjer komið fyr heim á kvöldin. — Hjeðan í frá ætla jeg ein- göngu að borða grænmeti og á- vexti. — Er það að læknisráði. — Nei, en bakarinn, kjötsalinn og fisksalinn neita að lána mjer meira.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.