Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1939, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1939, Page 2
218 lesbök morgukblaðsins og fjalldrapa, og blágræna bletti af eini og bláberjalyngi. Og svo ern á milli stórir ljósgulir og silfurgráir feldir. Það eru gul- víðis og grávíðisrunnar. Og svo eru dökkar skuggamyndir alls staðar innan um þetta með sól- glitrandi grænum ltolli, það eru skógarrunnarnir, birki og sums- staðar reyniviður. En þegar maður lítur nær á þetta flos og það greinist sundur, kemur fram annað litskrúð, rautt, blátt, hvítt gult, þúsundlitt. Það eru heiða- blómin, blágresi, sóleyjar, hvítar og gular, fíflar, gulir, bleikir, fjólubláir, geldingahnappar, katt- araugu, lambablóm, og óteljandi önnur blórn. Um alt vefst reyr- gresið og angar — öll grösiu anga, skógurinn, kjarrið, öll heið- in. Maður svolgrar í löngum og djúpum teygum þetta blessaða, kryddaða og magnþrungna loft, og nýtur þess að sólin brennir andlit og hendur. En í eyrunum ómar dillandi kór óteljandi fugla. Þar eru þrestir, hrossagaukar, sólskríkjur, auðnutittlingar, heið- lóur, spóar, máríuerlur, stein- klöppur, rjúpur, og allir syngja náttúrunni lofsöng í hrifn- ingu og gleði yfir lífinu. Já, heið- in er dásamleg. Um þetta töfraland ríðum við greitt í eina klukkustund. Þá er komið fram í Bláskógaháls. — Hann dregur nafn af fornu býli, sem hjet Bláskógar. Sjest enn móta fyrir tóftum þess og görð- um frá fornöld. sem hafa verið stórkostleg mannvirki. Með stuttu millibili sjest hjer móta fyrir g'ömlum kolagröfum. Þær eru um alla heiðina og frá þeim tíma er Keldhverfingar gerðu hjer til kola. Þeir brendu ekki kol aðeins fyrir sig, heldur seldu þeir mikið Mývetningum og Innsveitungum. Gatan sem við förum fram háls- inn og upp á öræfin, heitir enn í dag Kolagata. Hún var fjölfar- inn vegur fyrrum, meðan farnar voru lestaferðir eftir kolurn norð- ur í Kelduhverfi. Þessa götu fóru Mývetningar líka þegar þeir sóttu rekavið á hestum út í Núpasveit og útá Sijettu. Má enn sums stað- ar sjá þess merki að farið hefir ■yerið þarna með drátt á hestum, því að gatan líkist braut. Er hún þó að öðru leyti fallin saman og gróin víða. Sunnan við Blágskógahálsinn hverfur skógurinn með öllu, en fjalldrapi, víðir og lyng lielst þó enn í móunum. A stórum kafla leiðarinnar þaðau að Þeistareykj- um er þó hrikaleg auðn, sem lieitir Stóru-Sandabrot, og þar eru gjár, sein betra er að vara sig á. Samt er vegur ekki mjög ógreiður og liggur nú meira til vesturs þang- að til komið er fram á háa hlíð. Blasir þá við víður dalur á milli Lambatindafjalla og Þeistareykja fjalla. Á vinstri hönd er Ketil- fjall, ólíkt öðrum fjöllum um þessar slóðir í því, að það er með hvössum eggjum, en flest fjöll eru hjer ávöl. Fyrir vestan Ketil- fjall er Bóndhólsskarð, og Bónd- hóll í því miðju, en hinum meg- in við skarðið er Bæjarfell, og undir því eru Þeistareykir. Þar eru víðáttumiklar sljettar grund- ir, sem hallar norðvestur að tjörnum nokkrum. Sljettan er öll umvafin í grasi, því að jarðhiti er þarna alls staðar, en mestur uppi undir Bæjarfellinu og í því sjálfu. Þar eru hinir nafnfrægu brennisteinshverir. Er jörðin þar öll sundursoðin, neðan af jafn- sljettu og alt upp undir eggjar á fellinu. Neðst eru bullandi leir- pyttir, en út úr fjallinu standa gufustrókar. í krikanum undir skarðinu er stór gulleit hveraleirs- flatneskja og þar er hár hóll, allur soðinn í sundur að norðanverðu, en grasi gróinn að sunnan. Á Þeistareykjum eru tvö sælu- hús fyrir gangnamenn, annað gamalt, og haft fyrir hesta, en hitt nýtt og upphitað með hveragufu. Fallegt er á Þeistareykjum og búsældarlegt, enda hefir stundum verið búið þar. Seinasti ábúandi þar var Sigurður, afi Friðþjófs Pálssonar símstjóra á Húsavík. Þegar Sigurður reisti þar bú, var björgulegt og hejgaði hann ágæt- lega fyrsta sumarið. En það fór hjer líkt og í Víðidal eystra, að jörðin þoldi ekki búskapinn, og gekk úr sjer ár frá ári, þangað til hún var óbyggileg. Eru því litlar líkur til þess að Þeistareyk- ir byggist aftur, nema ef vera skyldi vegna jarðhitans, því að óvíða xnun haga betur til að hafa gróðui'hús — jarðhiti nægur og frjósamur jarðvegur óþrjótandi. Frá Þeistareykjum liggur svo leiðin til Víta upp Bóndhólsskarð og þaðan þvert í austur. Eru þar lmrðir og gróðurlitlir móar, nema hvað kynstur eru þar af fjallagrös- um. Hraun kemur víða upp úr mó- unum, þeir eru þýfðir mjög en flatir. Vörðubrot eru þar í beinni línu og eru þau til þess að vísa fjárrekstrarmönnum leið á haust- in. En sje farið með vörðubrotun- um, lendir maður dálítið fyrir sunnan Vítin. Ilvernig á að finna þau? Það er auðvelt. Ef dregin er lína í háaustur frá Þeistareykj- um og önnur út og suður milli Þórunnarfjalla og Þeista- reykjabungu, þá eru Vítin þar sem þessar tvær línur skerast. —• Annars ber ekkert á Vítunum, nema hvað örlítið örlar á kletta- gjögur það, sem umkringir Stóra- Víti. Skagar það hærra upp úr mó- unum heldur en aðrar klettanybb- ur, og er fljótlega unt að átta sig á því og taka stefnu á það. Stóra-Víti er gamall og hrika- legur eldgígur, nokkuð á annað hundrað faðrna í þvermál. Hefir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.