Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1939, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1939, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 gígur þessi spúð úr sjer miklu hrauui einhvern tíma í fyrndinni. Hann er afar djúpur með köflum, en hryggur gengur eftir honum miðjum. Á nokkrum stöðum er liægt að komast niður í gíginn, en víðast hvar eru hamrar í brún- unum. Ur dýpstu gjótunum og gjánum leysir víst aldrei snjó. I þessu gímaldi er oft mikið af rjúpum á haustin, og segja rjúpnaskyttur að þær flýi ekki þaðan undan skothríð, heldur flögri altaf hringinn í kring innan í gígnum. Mörgum þykir Stóra-Yíti til- komumikið og stórkostlegt. En hvað er ]>að á móti Litla-Víti? Það er staður, sem vert er um að tala. Litli-Víti er í flötum inó skamt fyrir sunnan Stóra-Víti. Það er ekki eldgígur, heldur jarðfall, eitt hið allra furðulegasta, sem til er hjer á landi. Það er alveg liringlaga og á að giska 60—70 faðma í þvermál, en þrátt fyrir það, þótt það sje þetta gímald, sjest það ekki fyr en áð er komið. Þverhnýptir, kol- svartir hamrar eru alt um kring og eru þeir víðast hvar feikna háir, en sums staðar liefir hrunið úr þeim og mvndast snarbrattar skriður. Af því veit maður, að það muni ekki botnlaust vera, þótt svo sýnist í fljótu bragði, því að þótt dagur sje, er myrkur neðst í því og glyttir þar í fannir til hliða. Það fer ósjálfrátt hrollur um mann, þegar komið er fram á barminn á þessum ógurlega katli eða Ginnungagapi. Og betra er það, að manni sje ekki svima- gjarnt, ef hann fer út á blábrún til að horfa uiður og reyna að sjá Litla-Víti. Takið eftir fólkinu á bakkanum, þá fáið þjer hug- mynd um hvaða gímald þetta er. til botns. Því að svo mikið draga björgin undir sig, að menn verða helst að teygja sig fram af þeim þegar þeir rýna niður í hyldýpið. Vísa Jónasar gæti því eins vel átt við þetta Víti. Ilestarnir frís- uðu og lá við að þeir fældust þeg- ar þeir komu alt í einu fram á hyldýpisbakkann. Hvar mun mað- ur sjá verra ból? eins og Jónas segir. Hinar einu lif-indi verur, sem hafa kosið sjer þarna bústað, eru valir og hrafnar. Eru hrafnarnir á flögri niðri í djúpinu og sjást ekki fvrir skuggunum, en við og við bergmálar krunk þeirra og garg í klettabeltinu og er eins og það komi alls staðar út íir hömr- unum. Það er draugslegt og níst- andi, líkt og fjöldi fordæindra væri þarna organdi af kvölum. Það nístir hverja taug með óút- málanlegum hryllingi og skelf- ingu, og þá finst manni staðurinn bera nafn sitt með rentu. — Hvað segið þjer, ekki giftur og eigið þó fimm börn. Kannske þjer eigið þau líka sitt með hvorri ? — Nei, — tvíburana á jeg með þeirri sömu. Hugrakkur skógarþröstur f vor gerðu skógarþrastar hjón sjer hreiður á nýju leiði í kirkju- garðinum uppi á brekkunni á Ak- ureyri. Var hreiðrið þar á milli moldarkögla. Leiðið var ekki hlað- ið upp,- svo að þeir fengi að unga út. Um það biL er ungarnir voru nýskriðnir úr eggjunum, kom köttur inn í kirkjugarðinn. Urðu skógarþrestirnir þá ákaflega hræddir um ungana sína og í ein- hverri örvæntingar dirfsku rjeðist karlfuglinn á köttinn, rendi sjer að honum á fleygiferð hvað eftir annað og reyndi að höggva hann. — Kisu brá fyrst, en þegar hún skildi hvað um var að vera, kom veiðihugur upp í henni. Og í hvert sinn sem skógarþrösturinn rendi sjer niður og ætlaði að höggva hana, stökk húu upp í móti honum og reyndi að klófesta hann. Sagði mjer maður, sem á horfði, að hann hefði verið dauðhræddur um að kisa myndi hremma þröstinn þá og þegar, en hann brá því við hvað þrösturinn hefði verið snar í snún- ingum. Viðureigninni lauk þannig, að kisa fór burt án þess að finna ungana í hreiðrinu. En eftir þenn- an sigur fyltist skógarþrösturinn vígamóði, og rjeðist nú á menn, sem komu inn í kirkjugarðinn. — Hjó hann suma í kollinn með nefinu og var hinn ákafasti. Jeg kom snöggvast upp í kirkju- garðinn og varð fvrir ásókn hans. Vissi jeg fyrst ekki hvaðau á mig stóð veðrið, því að jeg hefi aldrei vitað þess dæmi fvr, að slcógar- þröstur verði hreiður sitt með grimd. En svo var hann áfjáður, og árásirnar snöggar og tíðar, að grimm kría er engu verri. Á. Ó. Blaðamaður einn í Júgóslafíu var stuttorður og gagnorður í bók, sem hann gaf út um daginn. Inni- hald bókarinnar var eitt einasta orð: „Peningurinn", en það var svar við nafni bókarinnar „Hver stjórnar heiminum?"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.