Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1939, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1939, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 221 Jórsalaför guÖfræðiprófessoranna. Hálf klukkustund í landi í Gíbraltar Hjer sjáum við þá Spán, sem svo mikið hefir verið talað um undanfarin ár. Ilvað mikið hjer liefir gengið á síðan við vorum lijer síðast, við hjónin, og ferðuð- umst um friðsaman Spán! Friður er kominn á aftur, en hvílíkt blóð- bað, hvílík sorg, hvílíkar þján- ingar, hvílíkar rústir á landi og í hugum og á heimilum! Yöld, völd Hver á að ráða? Hver á að fá að gera þjóðina lukkulega? Ekki þú, lieldur jeg, segja fyrir- liðarnir, miklu mennirnir. Nei, þá væri nær að stýra landinu eins og skipstjórinn stýrir Fúlton, og liittir Cap Yillano á alveg frið- saman hátt, bara með dálitlum veltingi og skvampi við og við, örlitlum öldukambi inn í „salon- inn“ við og við. Við höldum áfram að sól- brenna. Fyrri partinn í dag var verulega heitt á brúnni. Jeg er farinn að lesa gamla testament- ið. Landið er horfið og ekki von á landsýn fyr en annað kvöld. Jeg hefi gleymt að geta þess, að dúfan er enn um borð. Sumir lijeldu að hún myndi fara þegar sæist til lands. En því fer fjarri. Hún er sest hjer að. Hún fær hjer nóg að bíta og brenna. Fimtudagur 1. júní. Yndislegt veður. Sól og hiti, en þó ekki um of, því að ljettur og gagnsær skýjahjúpur hylur him- ininn mestan hluta dagsins. Jeg hefi fengið svolítinn kverkaskít og haiin hefir dregið ögn úr mjer. Mjer dettur ekkert í hug og skrifa því ferðasögu rjett eins og almennilegur mað- ur, og eins og skrifa á. Klukkan um 8 komum við að Cavoeiro. Móða er yfir, en við höfum þó um stund sjeð háa klakkana þar norður af, „Vest- mannaeyjar Portúgals" (jeg man ekki hvað þær heita). Það er komið að sólarlagi, og ber þá fyr- ir stóra sýn; Sól og máni eru á lofti í einu og horfast í augu. Hann yfir svalri, gráblárri ströndinni, hlæjandi og hróðugur, nýkominn á fætur, en hún blóð- rjóð, þar sem hún fellur ofan í dúnmjúka huluna yfir hafsbrún- inni í vestri. — Máni hefir konu- ríki mikið. Hann er aldrei liróð- ugur nema þegar hann er fullur, því að þá er hann lengst frá konu sinni. Eða kannske líka hann verði einmitt fullur þegar hann kemst lengst frá henni og er nokkurskonar „eiginmaður í sigl- ingu“? En eftir því sem hann kemur nær konunni sinni, verður hahn minni. Og þegar þau eru saman hverfur hann alveg. Sá er ekki upp á marga fiska þegar hann kemur fyrst heiman að frá henni. Mjór eins og þvengur og boginn í keng. — En sem sagt, í gærkvöldi var hann að heiman og fullur og hróðugur og verður það líka í kvöld. En í gærkvöldi sá sólin hann, og því roðnaði hún, eins og svo margar konur verða að gera vegna mannanna sinna. I kvöld ætlar hann ekki að koma upp fvr en konan hans er lögst til livíldar. í>að sagði hann mjer í gærkvöldi, og var hróðugur yfir. Hvílíkur eiginmaður! Og Fúlton nálgast Cap Roca, vestasta höfðann á meginlandi Ev- rópu. Siglingin suður með strönd- inni er fidl af rómantík, eða hug- svifum, sem það mun heita á góðri íslensku. Sílfurbrú er sleg- ið til lands (þetta er nú víst ekki alveg frumlegt hjá mjer), en þar depla Portúgalar rauðum og fallegum augunum til okkar úr hundruðum eða þúsundum glugga. Við reynum að sjá Mafraklaustr- ið mikla, eina oiestu höll verald- arinnar, en hún er hulin í slæðum tunglsins. Við komum samt auga á ljósabreiðuna í framhlið liall- arinnar. Vitinn á Cap Roca beud- ir okkur í sífellu, tvær sekúndur Ijós, tvær sekúndur myrkur, ó- stöðvandi. Og svo förum við fram hjá Roca, þar sem vitinn situr eins og hrafn á hjallbust, 505 fet uppi. Þá er klukkan tólf. Við tímum ekki að fara að sofa strax. Veðrið er svo fagurt og framundan er Tagusmynnið og Lissabon. Við göngum því áfram eftir þilfarinu í liugsvifaúð (róin- antísliri stemningu) og drepum tírnann með því að horfa á vitann og jeta appelsínur og epli frá þeirri miklu borg Ardrossan, sem nú er komin ótrúlega langt norð- ur efir, nærri því til íslands. Alt í einu bregður niiklu ljósi á loft. Það sveiflast fram og aft- ur. Iljer er eklii um að villast. Það er leitarljós. Jeg sje í anda hafnarvirkin, sem skutu á her- skipin fjrrir nokkrum árum. Jeg sje þau full af hermönnum. Þeir beina leitarljósunum í allar áttir. Stundum berast þau upp í him- inhvolfið, stundum skella þau nið- ur á hafið. Jeg sje hermennina við magnaða sjónauka, sem fvlgja leitarljósúnum, en aðrir standa tilbúnir við hlaðnar fall- byssur. Hefir Salasar komist að raun um, að einiiver hætta sje að nálgast úr norðri? Skyldi liann hafa njósnara í Ardrossan? Enn er lágt nes milli okkar og leitarljósanna og ljósflóð þeirra streymir ]iví fvrir ofan okkur. En nesið lækkar óðum, og alt í einu endár það. Leitarljósið er nú niðri við hafflötinn í suðvestri. En svo kemur b.að. Nær og nær. Það er spennandi augnablik. Og svo flæðir það yfir Fúlton. Við erum í glansandi birtu, og Salasar hlýtur að hafa sjeð okkur. Skyldu Eftir próf. Magnús Jónsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.