Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Blaðsíða 1
29. telublað.
JWorfiittiwMaSsJw®
Sunnudaginn 23. júlí 1939.
XIV. árgangur.
ÍM/ol<Urpr«>>ttmi0j* k.f.
Arni Ola:
T raðarholtshellir
Víða um Suðurland er mióhella undir jarðvegi. og er hún
sums staðar mjög þykk. Hingað og þangað eru hellar,
smáir og stórir í móhelluiögunum, og munu þeir flestir vera gerðir af
manna höndum. Eru getgátur um það, að hellar þessir hafi verið bú-
staðir hinna írsku Papa, sem vitað er að fundu ísland löngu áður en
Hrafna Flóki sigldi hingað, og voru hjer búsettir þegar landnáms-
menn komu.
Pað mun liafa verið Brynjólf-
ur heitinn .Jónsson frá Minna
Núpi, sem fyrstur kom fram með
þá getgátu, að nokkrir af hellunum
á Suðurlandi væri frá tíð Papa.
Er rit hans um það efni að finna
í Árbók Fornleifaf jelagsins. Á
hann þar eingöngu við þá hella,
sem höggnir eru út í hart berg,
en ekki þá, sem eru í móhellu.
Telur hanu, að það hafi verið
ódýrara að gera þessa hella, held-
ur en koma upp jafnstórum hús-
um og halda þeim við, og geti
þeir því verið frá hvaða tíma sem
er. En einkennilegt er hitt, að
hellunum svipar mjög hvorum til
annars' um „byggingarstíl“, og
verður tæpast geiigið fram hjá
þeim skyldleika handbragðsins.
Einar skáld Benediktsson hefir
nokkuð ritað um þessa hella (Fjall
konan 1905 og Thules Beboe) og
í jólablaði Lesbókar 1929 var
grein um þetta efni eftir hann, og
fylgdu þar myndir frá Áshelli og
úr einum hellinum á Ægissíðu,
Eru þar ýms tákn, sem notuð voru
í frumkristni, og dregúr skáldið
af því þá ályktuu, að hellar þessir
hafi verið vistarverur Papa.
Á árunum 1917 og 1919 athug-
aði Matthías Þórðarson þjóðminja
vörður ýmsa hella, gerða af
mannahöndum, í Rangárþingi og
Árnesþingi. Hefir hann ritað um
þá grein í Árbók Fornleifafjelags-
ins 1930—’31. KeihSt hann þar að
þeirri niðurstöðu, að ályktanir
þeirra Brynjólfs Jónssonar og
Einars Benediktssonar, um það að
hellar þessir sje gerðir af Pöpum,
fái ekki staðist, og færir að því
ýms rök.
Kunnastir allra hellanna á Suð-
urlandi eru hellarnir í túninu á
Ægissíðu, en þeim hefir verið
breytt frá því, sem þeir voru upp-
haflega og stækkaðir, og eru nú
hafðir fyrir heygeymslu og til að
hýsa í þeim fje. Víðar eru hell-
arnir notaðir enn í dag á ýmsan
hátt, t. d. á Hellnatúni í Holtum,
þar sem hellar hafa verið notaðir
fyrir búr, fjárhús og hlöðu. Víð-
ast er notkunin sú, að fje pr haft
í hellunum.
En fjölda inargír gamlír hellar
liggja enn víðsvegar ónotaðir og
liafa hálf fylst af mold á þessum
langa tíma, sem iiðinn er síðan að
þeir voru í notkun. En furðu litl-
um breytingum hafa þeir tekið.
í Flóa eru margir hellar víðs-
vegar, sumir notaðir enn í dag,
aðrir óhirtir og ókannaðir. Jeg
frjetti það, að í Traðarholti í
Flóa, þar sem afkomendur Hall-
steins Atlasonar jarls bygðu, hefði
verið grafinn upp forn hellir í
f.yrra, og fundist þar stafaristur.
nokkurar. Fór jeg því þangað aust
ur til að skoða hellinn.
Hann er í holti nokkuru norð-
austur af bænum. Var hann nær
fullur áður en hann var grafinn
upp, aðeins hægt að skríða á fjór-
um fótum lítið eitt inn fyrir munn
ann, og höfðu krakkar það stund-
um sjer til gamans að fela sig í
honum. En Jón Þórðarson í Trað-
arholti, sem nú er háaldraður
maður, segir að hvorki í sínu
minni nje föður síns hafi hellirinn
verið notaður til neins og engar
sagnir gangi heldur um það að
liann hafi nokkuru sinni verið not-
aður. Það kom nú samt í ljós,
þegar farið var að moka hellirinn,
að fje hafði verið hýst í honum
einhvern tíma,
Moksturinn var ekkert áhlaupa
verk, því að ilt var aðstöðu, og
munnintt þrönguf, Vafð alt Ijett
afa þegar komíð var inn { botn,
því að þar er á hellínuitt gluggi-..