Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1939, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1939, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 235 ráð fyrir, voru Viðeyjar-ábótarn- ir háðari biskupi sínum, en ábót- ar Benedikts-klaustranna voru hjer á landi. Merkastan allra forstjóra Við- eyjar-klausturs mun mega telja Styrmi prest Kársson, er hefir getið sjer nafn í bókmentasögu vorri, sem einn af frumhöfundum Landnámu og nokkurra annara sagnarita. Haun nefndist ávalt ,,prior“ meðan klaustrinu stýrði, en eftirmenn lians tóku upp ábóta- nafnið. Þeir teljast alls 17, sem þar höfðu ábóta-völd, en enginn þeirra er bendlaður við bókagerð. Yfirleitt hefir verið lítið um bók- mentalíf í Viðey eftir að Styrmir prestur fjell frá Síðastur Viðeyjar-ábóti varð Alexíus Pálsson. Hann var þar þegar Diðrik frá Mynden tók klaustrið 1533.' Ilann á að bafa gengið Gizzuri biskupi á hönd ári síðar og sest að á klausturjörð- inni Hólum í Grímsnesi (Klaust- urhólum). Þó á Jón Arason að hafa sett Alexíus aftur jrfir klaustrið, er hann hafði endur- reist það árið 1550. Hvort Alex- íus hefir nokkuru sinni farið aft- tir út þangað, er vafasamt, enda voru dagar Jóns biskups að heita mátti taldir, er hann „vjek sjer í Viðeyjarklaustur" þá um sum- arið. En Alexíus bjó í Klaustur- hólum til dauðadags (1568) og er grafinn þar. Eftir að Diðrik hafði tekið Við- eyjarklaustur kom út konungs- brjef til munkanna þess efnis, að þeir skyldu halda skóla í klaustr- inu. En seinna sama ár var það brjef kallað aftur og svo mælt fyrir, að Viðey skyldi vera „kon- ungsgarður“ og um leið bústað- ur höfuðsmannsins, en þó skyldi sjeð um munkana, sem þar væru, meðan þeir lifðu. III. afi nokkur staður kafnað undir nafni sem „konungs- garðttr“, þá gerði Viðey það nú. Því að með aftöku klaustursins þar á eynni hefst hinn ömurleg- asti kafli í sögu Viðeyjar — sann- kallaðir niðurlægingartímar, er ó- slitið haidast í 200 ár. Alt þetta tímabil er hin fagra Viðey að rjettu lagi ekki annað en illa hirt hjáleiga frá Bessastöðum. Til þess að fá hugmynd um nið- urlægingarástand Viðeyjar, nægir að setja hjer lýsingu þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns í Jarðabók þeirra. En þar segir svo um Viðey í 3. bindi: „Viðey. Klaustur og hospital og kirkjustaður. Eigandinn er kóngl. Majestæt. Abúanda er hjer ekki að greina, því að þetta klaustur hefir um langan tíma verið bú frá Bessa- stöðum' og hospítal til að forsorga þá tólf hospítalslimi, sem kóngl. Majesteæt veitir uppeldi. (Hvenær þetta spítalahald var fyrst fyrir- skipað, hefir ekki tekist að fá grafið upp). Og hefir á þessu búi venjulegt verið að fram- færa þann kvikan pening, sem klaustrinu og hospítalinu til- heyrði, og það meira, að Bessa- staða fyrirráðamenn hafa hingað viljað setja. Landskuld er engin. Annars vita menn dæmi til þess, að þessi jörð hafi bygð verið tvisvar. I annað sinn með 40 kúm, sem vera skyldu leigulausar, og 12 nautum veturgömlum og 12 ungkálfum, sem ábúandinn skyldi fóðra og þar með forsorga að öllu áður- nefndu 12 hospítalslimi, og að leggja sýru til kongsins inventarii- báta útgerðar. I síðara sinni þá er jörðin var bygð, voru kostir hinir sömu að fráteknu því, að þá fylgdu hvorki ungneytin nje kálfarnir, en sá er á bjó, skyldi ábyrgjast kýrnar allar að öllu leyti, þar sem hinn fyrri ábúand- inn abyrgðist þær ekki framar en skylt er leiguliða, og hafi hvor- ugur ábúandinn lengur verið en þrjú ár. —--------- Tún eru mikil og meiri part slæm. Engi yfirfljótanlega mikið og gott, ef nýtt og ræktað er. Hagbeit um sumar og vetur hin allra besta.--------- Selstaða er á fastalandi, þar sem heitir Viðeyjar-sel og hefir það verið brúkað frá Bessastöð- um. Eggver hefir hjer gott verið á eyjunni, en er nú að mestu eyði- lagt, af því að refar eru ekki drepnir sem þörf er.-------—“. Kvikfjenaður er ekki talinu í sjálfu meginmáli Jarðabókarinn- ar, en neðanmáls hafa höfundarn- ir tilfært, eftir gamalli vinnukonu úr Viðey, um kvikfjenaðinn, sem rerið hafi í hennar tíð, það sem lijer segir: „Kýr 24, géldnaut 2 þrevetur, 1 griðungur þrevetur, veturgaml- ar kvígur 5, 1 uxi veturgamall, kálfar 3, ær með lömbum 12 eða 14, geldir sauðir 4 eða 5, kannske 6“. f „Manntal á íslandi 1703“ er Viðeyjar hvergi getið eða dvalar- manna þar, fremur en eyðibýli ætti í hlut. Hvernig á þessu kann að standa er hulin ráðgáta þeim, er þetta ritar, þar sem þó verður að gera ráð fyrir, að þeir 12 „ho- spítalslimir, sem þar skyldi for- sorga“, hafi haft dvöl þar á eynni. Framh. — Af hverju ertu svona reið við manninn þinn? — Jeg spurði hann, hvort hann myndi gifta sig aftur, ef jeg fjelli frá, og hann sagði nei. — Góða besta, þú getur ekki hafa reiðst af því. — Jæja, þú hefðir átt að heyra tóninn, þegar hann sagði það. ★ — Jeg ætla bara að láta yður vita það, frú Olsen, að jeg get verið kurteis, en jeg get líka ver- ið eðlileg! ★ Flækingsbörnum fjölgar stöðugt í Ameríku. Er nú farið að taka fingraför af öllum börnum sem fæðast á fæðingardeildum sjúkra- húsanna, og ef börn þessi finnast síðar á flækingi, er hægt að sjá hverra manna þau eru. ★ — Af hverju gengur þú við hækjur? — Bílslys. — Getur þú ekki gengið áu þeirra? — Jeg veit ekki. Læknirinn segir að jeg þurfi ekki að nota hækjur, en lögfræðingurinn minn heimtar að jeg noti þær að minsta kosti fyrst um sinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.