Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1939, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1939, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 239 Halldór Pjetursson: Máríuerluhreiðrið ATTthjeraði er veturinn oft liarður í horn að taka. Ilinir þrálátu norðan og norðaustan byljir kakka niður snjónum, tæta hann til og jafna honum yfir sljettuna þar til hver dökkur díll sefur undir hvítri voð, sem kanske er fleiri metra á þykt. Við telj- um valdatíma vetrarins í vikum og það stendur skrifað, að vorið taki við vissan mánaðardag, en hinum hvíta norræna víkingi er ekki þar með steypt af stóli. Áður en vorið geti byrjað sína uppbygg ingu, verður það að bræða hvern einasta fjötur sem vetur gamli hef ir sett á jörðina. Og þrátt fyrir liðveislu sólarinnar, er sólbráð vorsins oft líkari kuldaglotti en sólbrosi. Það var í fimtu viku sumars og hvergi sást örla fyrir auðum bletti. Veturinn skellihló að tilraunum vorsins og kvaðst sitja meðan sætt væri. Ærnar hímdu í húsunum, svangar og hvolulegar og litlu lömbin sem voru að fæðast áttu svo ósköp hágt. Þau máttu. dúsa þarna í myrkrinu og fæsí af þeim fengu fylli sína. Það var altaf verið að hrinda þeimi og troða ofan á þeim og stundum vildu mömmur þeirra alls ekki kannast við þau. Far- fuglarnir svifu þöglir yfir land- inu og einstaka settist á beran blett og horfðu hugsandi kringum sig. Það átti alls ekki við að syngja neina gleðisöngva yfir heimkom- Unni meðan þessi martröð lá yfir þeirra vonarlandi. Aðeins stöku sinnum heyrðist í lóunni, dí, dí. sem hljómaði þannig, að það var hvorki henni eða öðrum til hug- hreystingar. Jeg verð að biðja afsökunar ef jeg hefi ekki sagt rjett frá. Á einum stað benti til jarðar og það var á bæjarhúsunum. Þangað komu máríuerluhjón og settust þar að. Þau voru sjálfsagt gamlir kunningjar, því við höfðum und- anfarin ár liaft nokkur stykki af svona hjónategund. Þær höfðu hygt hreiður sín í heytóftum og á vegghesjum í hlöðum, en nú var þar hvergi friður. Annað hvort var alt lokað, eða eilífur umgang ur svo ekki var þorandi að mynda þar heimili. Nú varð því að nema land á ný og landnámið varð baðstofu- stafninn. Baðstofan var hlaðin upp úr strengja torfi og sneri stöfnum í suður og norður. Báðir stafnarnir bunguðu út alveg eins og segulpólarnir hefðu einhvern sjerstakan augastað á þeim. En spjöllin urðu ekki meiri en það, að nokkrir strengir sprungu úr miðjunni á hvorum stafni. Það var svo einkennilegt með þessi gömlu vallgrónu torfhús, þó hver veggur eða þekja sýndist stað- ráðin í að steypa sjer í þessa eða hina áttina, þá var hin vanafasta kyrstaða svo sterk, að ekkert varð úr þessu. Máríuerlurnar völdu hik laust syðri stafninn og byrjuðu nú lieimilisgerðina af kappi. Þær komu með fult nefið af heyi og stráum og fljettuðu saman með nefinu og á þessu gekk marga daga. Þetta er engin áhlaupavinna að búa til körfu eins og máríuerlan, meistaraverk sem myndi skara fram úr á hverri iðnsýningu. Yið krakkarnir vorum full af eftirvæntingu, hvenær hreiðurgerð inni yrði lokið, hvenær eggin kæmu og hvað langt yrði þangað til að hún ungaði út. En við urð- um að fara varlega. Mamma sagði okkur að við mættum aldrei hrekkja hana eða koma neitt við stafninn, því þá hætti hún við að verpa þarna, færi burtu og kæmi aldrei aftur. Hún sagði okkur að við ættum að vera góð við öll dýr, því það gæti enginn orðið góður maður sem breytti illa við saklausar og varnarlausar skepn- ur. Sunnan við stafninn var búr ^með bröttu risi og við földum okk- ur þar á bak við, og þegar hjónin komu með fulla nebbana, þá skrið um við upp súðina og gægðumst yfir mænirinn svo að við gætum sjeð körfugerðina. Altaf hertu þær á sjer við verkið, eftir því sem á leið, og þegar þær fóru að koma með hrosshárið, þá vissum við hvað klukkan sló, því við höfðuni sjeð körfur áður og vissum að þær höfðu það ofan á. Daginn eftir, þegar við gægð umst inn í holuna, sáum við glitta á eitthvað hvítt í körfunni, og á hverjum degi bættist við, þar til eggin voru orðin 5, þá settist móð irin um kyrt. Þarna lá svo litla frúin í ró og næði, nema það kæmi fyrir að liún hefði beyg af okkur ef við vorum uppi á bænum, en hún vand ist því brátt, enda fór nú mesta nýjabrumið af, nema þegar karl- inn var að koma með fult nefið af mat og færa konu sinni. Svo var það einn sólheitan morgun, að jeg þaut út og fór að gá að hreiðrinu, þá var máríuerl- an á bak og burt, og alt á iði í körfunni. Jeg stökk inn til að láta vita af þessu og þegar við komum upp á bæ aftur, þá komu hjónin fljúgandi og bæði með stoppað nefið. Þau settust á hreiðurbarm- inn og þá blasti við gin við gin, og það var ekki lengi verið að losa. Þannig gekk þetta koll af kolli og þau virtust altaf vera að. Okkur langaði líka til að gefa ungunum, og mamma gaf okkur mjólkurskánir með því skilyrði, að við gerðum ekki neina truflun í hreiðrinu. Jeg fjekk mjer svo langt hrífuskaft og vafði skán- unum á annan endan og rjetti þetta svo yfir í hreiðrið. Litlu ungarnir voru ekki lengi að gína yfir flugunni og kroppa í, en jeg snjeri skaftinu eftir því sem ást af því. Máríuerlumömmu leist nú ekkert á þetta, fyrst í stað og tísti aumlega, en svo held jeg að henni hafi skilist þetta, því hún fekst ekkert um þetta nema fyrstu skiftin. Ungarnir runnu svo upp eins og fífill í túni og við væntum þess hvern daginn, að þeir færu að hefja sig til flugs úr hreiðrinu. VÍð áttum kisu eina gamla, sem oft var skæð við fugla-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.