Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1939, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1939, Síða 8
240 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS dráp, en af því að hún var að öðru leyti góð viðskifta og afbraðs veiðiköttur, þá kafði henni ekki verið fargað. Hún var stundum að rjátla eftir mæninum á húsinu, líta upp í hreiðrið, slá til skott- inu og sleikja út um. Einn dag er mamma að þvo Ull í lind, sem er dálítið fyrir neðan bæinn og við krakkarnir vorum hjá henni. Alt í einu sjáum við að kisa er að lónast í þúf- unum þar rjett hjá og máríuerla fylgir henni eftir í sífellu og tísti aumkunarlega. Við hlupum þá heim og þar mætir okkur sú sjón, að hreiðrið er tómt, en fjaðra- tætlurnar af ungunum víðsvegar. Þessir litlu sakleysingjar höfðu hoppað úr lireiðrinu ofan á hús- mænirinn og æilað að fara að læra að fljiiga, undir leiðsögn mömmu sinnar, en kisa tínt þá upp jafn óðum. Allan daginn elti máríuerlan kisu hvert sem hún fór og tísti eins og litla hjartað ætlaði að bresta af harmi. En kisa var ímynd þess sterka, sem ekki þarf að staiula smælingjunum reiknings- skil. Og hvenær verður ])að sem blóðið rennur til skyldunnar og rjettlætið sest í öndvegi. Halldór Pjetursson. Rangt blaðsíðutal var á síðustu Lesbók. Það átti að vera 225—232. Þeir, sem halda Lesbók saman, eru vin- samlegast beðnir að leiðrjetta þetta. — Það er elskulegt af yður að bera mig yfir eggjagrjótið. En skerið yður ekki á steinunum. — Steinum, hvaða steinum? Smælki. —; Manstu þegar við hittumst í fyrsta sinn? — Já, það var lijá Jóni og Sig- ríði og við sátuin 13 við borðið. — Það er maður í símanum, sem langar til að tala við pró- fessorinn. — Nú, já. Segið honum að fá sjer sæti augnablik. tsioirí® — Já, jeg sest altaf við glugg- ann — }>ar fær maður altaf helm- ingi stærri skamt. ¥ Hestum í London fækkar stöð- ugt. Á hverju sumri eru allir hest ar í London taldir, og í sumar reyndust þeir vera 1500 talsins. Þar af var helmingur í eign öl- gerða. — Læknirinn hefir bannað kon- unni minni að búa til mat. — Er hún veik? — Nei, en jeg er orðinn veikur! — Reyndu að segja honum, að konan hans liafi átt tvíbura. — Og svo sá jeg ókunnugan mann undir rúminu. — Ne...., var hann laglegur? — Jeg veit það ekki — hann varð fyrri til að sjá mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.