Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1939, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1939, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 þeirra og stjettarbræðrum, og sje að höfðatölu til 2% af ensku þjóð- inni, en eigi samt 64% af þjóðar- auðnutn. Sem frekari sönnun fyrir fullyrðingu sinni segja þeir, að árið 1934 liafi 170 af þingmönnum haft til samans 650 framkvæmda- stjórastöður! Aðrir eru aftur þeirrar skoðun- ar, að í enska þinginu sitji ein- valalið, forustusveit Englands, ó- eigingjarnir brautryðjendur og landnémar nýs tíma í líkingu við Drake, Raleigh og Rodes, foringj- ar og leiðtogar á borð við Well- ington, Marlborough, Gordon og Kitchener og spekingar eins og Bacon, Calyle, Ruskin og Shake- speare. í enska þinginu sje að finna inntak alls þess, sem enska þjóðin hefir átt best og mest. Líklegt er, að báðir hafi nokkuð til síns máls. En erfitt er fyrir okkur, sem nú hvirflumst með í liringiðu tímans, að leggja saló- monsdóm á slíkar staðhæfingar. Hinn endanlega dóm mun sagan fella, því að eins og enskt máltæki segir: „History is past politics, and politics is present history". -ic Hum! — Forsetinn ræskir sig. — Áheyrendunum er það ljóst, að þingstörfin eru að hefjast. Þau bjrrja venjulega með spurninga- tíma. Þingmennirnir spyrja að jafnaði til samans 60—80 spurn- inga á dag, sem viðkomandi ráð- herrar verða að leysa úr. Fyrsta fyrirspurnin í dag er um Memel. Butler, sem er ritari í ut- anríkismálaráðuneytinu, verður jafnan fyrir svörum, ef spurt er um utanríkismál í House of Comm- ons, því að Lord Halifax utan- ríkismálaráðherra á ekki sæti í deildinni. Butler er maður alvöru- gefinn og orðprúður og svarar hinum nærgöngulustu spurningurn með sniðugri lægni. Enda hefi jeg hevrt hann sjálfan segja frá því í fyrirlestri, að andstæðingarnir teldu svör sín annað tveggja, „óljós eða ekki tæmandi!“ Síðan rekur hver spurningin aðra viðkomandi utanríkismálum: Um hertöku Albaníu, varnir Malta, ástandið í Palestínu o. s. frv. Brátt fara þó að slæðast með spurningar um fjármál, enda þótt Sir John Simon. fjármálaumræðurnar eigi ekki að fara fram fyr en seinna í dag. Þá kemur til kasta fjármálaráð- herrans, Sir John Simon, að svara. I gær hjelt Sir John fjárlagaræð- una. Það var góð ræða, enda þótt hún muni varla verða eins í minn- um höfð og t. d. fjárlagaræður Pitts, sem gerðu fjárlagaræðurnar að þungamiðju þinghaldsins, eða þrettán fjárlagaræðurnar, sem Gladstone gamli hjelt. Fyrstu fjárlagaræðu sína flutti hann árið 1853. Sú ræða stóð yfir í fimm og hálfa klukkustund, og hóf hún hann þegar á æðsta bekk fjár- mála- og ræðusnillinga. Einn and- stæðingur Gladstones komst svo að orði, að hann hefði „breytt töl- um í tónlist", svo mikið fanst honum til um mælsku Gladstones. En Sir John var nú kannske nokk- ur vorkunn í gær, þótt hann skák- aði ekki Gladstone í ræðusnillinni, því að á tímum Gladstones var tekjuskatturinn aðeins 7 d. af hverju £, en nú er hann 5 s. 6 d. af hverju £, og auk þess eru út- gjöld frumvarps þess, sem Sir John verður að mæla með, tuttugu sinnum hærri en ríkisútgjöldin voru á tímum Gladstones. Sir John er ímaður gæddur köldum reikni- gáfum og leysir úr hverri spurn- ingu með mestu röggsemd, enda eru flestar spurningarnar bygðar á skynsamlegum grundvelli, að undanteknum upphrópunum kom- múnistans Willy Gallacher, sem ekki getur setið á sjer að gjamma fram í með gatslitnum vígorðum eftir Karl Marx, eins og t. d.: „Ágóði er arðrán!“ — Lengi jórtr- ar tannlaus kýr á litlu fóðri, má víst segja um það! Hvað persónu Sir Johns viðvík- ur, þá er hann eins og flestir kannast við af myndum, hár mað- ur vexti og með einkennilegt topp- lagað höfuð, sem inniheldur eitt feiknarfár af gáfum. Bæði lag höf- uðsins og innihald þess hefir bak- að eigandanum talsverðrar tor- trygni á meðal kjósendanna. Al- menningur í Englandi hefir aldrei verið ginkeyptur fyrir snilligáf- um eða ofspekingum. Þar við bæt- ist svo, að maðurinn kvað gjarnan vilja hafa íbúðaskifti og flytja sig iir Downingstreet 11, þar sem hann nú er til heimilis, yfir í Downing- street 10 — forsætisráðherrabú- staðinn. í augnablikinu hvíla skattamálin samt þyngst á honum, því að þrátt fyrir margspeki sína virðast honum hafa verið heldur mislagðar hendur í sumum grein- um þeirra. En til þess í eitt skifti fyrir öll að Ijetta af honum öllum áhyggjum af tekjuöflun, mætti benda honum á útreikninga, sem einn landi hans hefir gert sjer til dægrastyttingar: f Englandi eru árlega veitt 3.000.000 leyfi til þess að hafa hunda. Uppihald meðal bunds kostar rúmlega 8 £ á ári. Árlegur beinn kostnaður við hundahald í Englandi er því um 25.000.000 £. Sú uppbæð nægir til þess að borga vexti af 500.000.000 £ láni. En síðastnefnd fúlga myndi vera feikinóg til þess t. d. að byggja upp meginið af verstu fá- tækrahverfunum; í Englandi. Ráð- ið virðist sem sje vera að farga hundunum og skattleggja eigend- urna um hundskostnaðinn! Eng- inn haldi þó, að hjer sje verið að grípa fram fyrir hendurnar á Sir John. Þetta er aðeins heilræði! En sleppum þessu, því að uú er eitthvað merkilegt á seiði. Framh. — Þjer verðið að hætta að reykja og drekka áfengi og fara að hátta klukkaií 9 á kvöldin. A8 öðru leytl.......... — Þakka yður fyrir, lækriir, þetta er nóg. Jeg sje á öllu, að konan mín hefir verið hjer á und an mjer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.