Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1939, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1939, Síða 6
358 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það vandasnma verk af yfirvöld- unurn, að semja nýja sálmabók fvrir sænsk-finsku söfnuðina í Finnlandi, ásamt biskupnnnm þremur ojí "uðfræðidoktornum oj; skáldinu Lars Stenbáck. Tók þetta starf upp injöfí mikinn tíma fyrir Ruiieberjr, því að hann bar hitn o<r þunpa þess. Sálmabókin kom úti 1857, o<r hefir hún verið í gildi síðan. Er hún jafnan kölluð Rune- bergssálmabókin í Finnlandi, enda er hún að mestu undirbúin af lionum um sálmaval ojr niðurröð- un, Ofr átti hann sjálfur flesta sálmana. ★ Það fer að vonum, að maður bú- inn jafn mikluim hæfileikum og Runeberg, samfara mestu mann- kostum og afburða bókmentaaf- rekum hlaut marga viðurkenningu frá vfirvöldunum um sína daga. Enda leynir sjer það ekki þeim, er gistir Runebergsheimilið í Borgá. Árið 1839 veitti Nikulás I. Rússa keisari honum skáldalaun. Pró- fessorsnafnbót hlaut hann fáum árum síðar. Eftir að hann hafði lagt síðustu hönd á sálmabókina var hann gerður að heiðursdoktor í guðfræði. Sænska akademíið sæmdi hann gullpeningi. Og Alex- ander keisari II. sendi honum hinn mesta kjörgrip úr gulli. Runeberg var ekki aðeins mikið skáld heldur mikill' og góður mað- ur. Hann hafði tignarlega fram- komu, gáfurnar voru skarpar og hjartað hlýtt. — Heimili hans í Borgá var jafnan mikið heimsótt, og fór þaðan margur heill í huga, sem komið hafði þangað kvíðinn og niðurbrotinn. Margur ungur gestur fekk þá uppörfun hjá skáld- inu, er honum entist iífið út. Af öllum þeim mörgu heiðurs- gjöfum, er skáldið hlaut um dag- ana, var honum kærust silfurkanna ein mikil, er uppgjafahermenn og ættingjar þeirra frá stríðinu 1809 gáfu honum fyrir hin ódauðlegu kvæði hans í Fándrik Stáls Ságner. Innan á iokið eru rituð þessi orð hans sjálfs: Jeg þar sá fólk, sein þorði alt nema þrek og manndáð svíkja. (Þýð. M. J.), Silfurkannan. Þegar sálmabók hans var tekin í notkun gaf finska þjóðin skáld- inu 32 þúsund mörk í þakklætis- skyni. Er Runeberg dó varð þjóðar- sorg. Finsku þjóðinni var það ljóst, að með dauða hans hafði hún mist sinn besta og trúasta son, son er sungið hafði með óvið- jafnanlegum ljóðum fegurð lands- ins inn í hjörtu hennar, og vakið með henni ást og dáð og dreng- skap, fórnfýsi og sannleiksást. í söngvum sínum boðaði hann Finnlandi nýjan dag, sem fólkið trúði á kynslóð fram af kynslóð, að upp myndi renna. Hann lifði hann ekki sjálfur, en barnabörn hans fengu að njóta hans. Þjóðsönginn fallega: Yárt land etc. endar hann með þessum orð- um: Þitt lán er ennþá lokuð rós, er líta skal sinn dag; af vorri elsku vex þitt hrós, þín von, þín tign, þitt sólarljós, þá flytjum vjer með fyllra lag vorn fósturlenska brag. Þegar hnefinn frá austri er reiddur að Finnum þessa dagana, koma þeir saman til að syngja þjóðsönginn og Bjarnarborgar- marsinn. Með ættjarðarást og fórn- fýsi Runebergs, í orði og dáð, munu þeir verja frelsi lands síns til síðasta blóðdropa. — Kveljist þjer mikið af þorsta? — Nei, jeg gæti þess að láta það aldrei ganga svo langt. Til frú Þórdísar Carlquist ljósmóð- ur á 35 ára starfs- afmæli 1. nóv. 1939 Jeg kem til þín af heilum hug með hjartans kveðju mína, minningarnar fara á flug og fljúga um vegu þína; yfir liðið æfiskeið og okkar vinafundi, mjer þreyttri verður gatan greið um gróðursæla lundi. Þegar komstu, þá varð hlýtt, það voru okkar kynni, alt var göfugt, gott og blítt, er gafst í návist þinni; ef að jarðlífs mæddu mein mest var kærleiksdáðin, skorinorð og hjartahrein hollust gafstu ráðin. Æfistarfsins göfga grein gaf þjer mörgu að sinna, við andvökur og angurskvein oft þú máttir vinna, en þú fjekst margar þakkir frá þreyttu móðurhjarta, þegar ljúf þeim lagðir lijá ljósið þeirra bjarta. Þú hefir verið gjöful, góð, grætt þá sjiiku meinum, það er gott að safna í sjóð sæmdarverkum einum. Uppbót launa er þjer vís í andans helgu gæðum, þegar dýrðardagur rís hjá drotni á lífsins hæðum. Vinkona. — Hefir læknirinn ekki sagt þjer að þú mættir ekki drekka nema eitt ölglas á dag? — Jú, en þetta glas sem jeg er núna að drekka er fyrir 10. janúar 1971. ★ — Þjónn, er þetta hálf rjúpa? — Já, herra Petersen! — Viljið þjer gjöra svo vel og skifta og láta mig fá hinn helin- inginn. ★ — Viljið þjer kaupa rottugildr- ur ? — Nei, það er óþarfi. Konan mín leikur á píanó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.