Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1939, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1939, Síða 7
IJÍSBÓK morqunblaðsins 359 PAUL CEZANNE Itilefni hnndrað ára afmælis franska málarans Paul Cez- anne voru í París haldnar tvær stórar sýningar af verkum hans, uú í vetur. Var þar gott tækifæri til að kynnast lífsstarfi þessa merkilega málara, sem öðrum fremur hefir haft áhrif á málara- list síðasta mannsaldursins. Verk hans hafa ekki einungis þýðingu innan landamæra Frakklands, held ur hafa þau, eins og verk flestra mikilla málara þessarar þjóðar, markað spor í list alls heimsins. Enginn sannur málari, hverrar þjóðar sem er, getur í skapandi starfi sínu komist hjá að notfæra sjer reynslu hins franska skóla, því þar er lykillinn að þeim grund- vallaratriðum myndlistar, sem aldrei mega gleymast, eigi listin ekki að lenda út í þýðingarlaus- um eftirlíkingum, eða þokukend- um draumórum. Paul Cezanne fæddist árið 1839 í borginni Aix í Provenee. Faðir hans var efpaður bankaeigandi, og gerðu auðæfi hans syninum mögu- legt að helga sig listinni án tillits til sölu. Cezanne seldi víst tæp- lega yfir 10 myndir, svo hefði hann átt að lifa á list sinni, er ekki ósennilegt að líf hans hefði orðið eins ömurlegt og Rem- brandts, sem líka var of mikill ný- tískumaður fyrir sína samtíð. Cez- anne byrjaði ungur að mála, stund- aði nám viö málaraskóla í París, en náði fyrst verulegri fótfestu, í listinni, er hann komst í kynni við hina svokölluðu „Impressionista“. Impressionistarnir voru nokkrir ungir im|álarar, sem voru þreyttir af að einblína á gömlu listina og vildu hafa leyfi til að mála lífið eins og það kom þeim fyrir sjónir og með þeim litum, sem þeir sáu í náttúrunni, rauðu, gulu, bláu o. s. frv. Barátta, þeirra og sannleiks- leit höfðu mikil og holl áhrif á Cezanne, sem um skeið málaði al- gjörlega í anda þeirra, mest lands- lög, sem titruðu af lífi og hjörtum litum. Það fór þó brátt að bera á því, að eðli hans var dýpra en flestra þessara málara, honum nægði ekki sú óbundna fegurð, sem lá í meira eða minna hepn- uðum landslagslýsingum, en byrj- aði nú að skapa sinn eiginn stíl, sem var bygður á reynslu þeirri, er impressionistarnir höfðu náð í meðferð sterkra, hreinna lita, djarfri efnismeðferð þeirra og til- finningu fyrir ljósi og lífi. Þessi stíll Cezannes, sem nú er heimsfrægur, er skapaður af trú hans á myndina sem sjálfstæðan lifandi heim. Hann trúði á það, að í línum og litum lægi máttur, sem væri eins merkilegur og nátt- úran sjálf, þó myndin ekki líktist henni í bókstaflegum skilningi, eða einmitt af því. Impressionistarnir vildu mála lífið eins og það kom fyrir af skepnunni, rigningu, sól- skin, storm, o. s. frv., en lögðu ekki sjerlega áherslu á byggingu myndarinnar. Flest málverk þeirra gætu styttst eða lengst um nokkra sentimetra, án þess að sakaði. í verkum Cezannes eru allir hlutir, línur og litir, svo þýðingarmiklir, að óhugsanlegt væri að hreyfa við einu einasta smáatriði, án þess að heildin liði við. — Fylling sú og dularfult líf, sem einkennir form og liti Cezannes, er ekki orðið til við stælingu þeirra hluta er hann hafði fyrir framan sig, þegar hann málaði, en á rætur sínar í anda málarans sjálfs, óvenjulegri til- finningu fyrir efni því, sem hann vann úr. Þekkingu á gamalli og nýrri list, og ást hans á lífinu, sem var of mikil til að hann ljeti sjer nægja að myndin yrði eins- konar skuggi þess, svo sem oftast vill verða hjá hinum svokölluðu raunsýnu málurum. Hann vildi sem sagt skapa sjálfstæðan heim í verk um sínum, sem í lífi litanna og hreyfingum línanna, hefði sinn eiginn mátt, og þannig væri lífinu samboðinn. Verkefni Cezannes voru ekki í venjulegum skilningi stórbrotin, einföld landslög og imannamyndir, en sjerstaklega samstillingar, í þeim náði hann sennilega lengst. Eins og annar mikill franskur málari, Chardain (1640), hafði hann óvenjulega tilfinningu fyrir fegurð einfaldra daglegra hluta. Myndir Chardains eru fullar gleði hins sanna málara yfir litum og lífi því, sem getur verið í könn- um, eplum, hljóðfærum og púliku, honurn tókst að gefa þessum hlut- um einkennilega tign í myndum sínum, sem hafa í sjer eitthvað af hita og þunga hins daglega lífs, og eru málaðar með einstakri til- finningu fyrir meðferð litanna. í verkum Cezannes fengu þessir sömu hlutir annað líf, í augum hans var eplið ekki bara epli, það var ímynd hnattformsins, hann málaði mátt þann er lá í linatt- formi þessu, kannan og flaskan urðu ímynd hins sívala o. s. frv. Með því að ganga íit frá andstæð- um þessara forma tókst honuirn að skapa heild, sem var full innbyrðis andstæðna, ekki í bókstaflegum skilningi, eins og margir gömlu málaranna gerðu, heldur myndleg- um. Það eru engar þokukendar hugmyndir á bak við listaverlc hans, innihaldið liggur í líuunum og litunum á sýnilegan hátt. Alt, sem dregur augað og hugann f.á þessu nýja innihaldi, fjarlægir hann. Myndir Cezannes, sem vöku geipilega andúð er þær komu fram — aðeins nokkrir málarar virtust skilja' þær —, eru nú alment við- urkendar; enginn sjer lengur neitt óeðlilegt við þær. Sannleikurinn hefir enn einu sinni sigrast á tor- trygni þeirra, sem vilja að mynd- listin standi í stað. Þorvaldur Skúlason. — Þenna mánuð áttu að taka inn töflur í staðinn fyrir pillur, sagði læknirinn við Nonna litla. — Æ, nei, láttu mig heldur fá pillur, sagði Nonni. — Það er enginn munur, Nonni minn. — Jæja, hefir læknirinn nokk- urn tíma reynt að blása töflum í gegnum; glerrör? ★ — Er hann pahbi þinn altaf svona alvarlegur á svipinn? — Nei, ekki nema á vorin og haustin, þegar nýja kvenhatta- tískan kemur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.