Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1940, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1940, Blaðsíða 1
hék 43. tölublaC. $&>or&nmblwbmM8 Sunnudaginn 27. október 1&40. XV. árgangur. f—/»l«M>rfli-H). fc.f. Prestaæfir Sighvats Borgfirðings mest lesna rit Landsbókasafnsins Eftir Finn Sigmundssson magister Nokkur undanfarin ár hefir enginn starfsdagur í Lands- bókasafninu liðið svo, að ekki vœri beðið um Prestaæfir Sig- hvats Grímssonar Borgfirðings. Það mundi einhver hafa brosaö hjerna á árunum, þegar Skúli Thoroddsen var að reyna að sarga út úr þinginu 200 króna styrk handa Sighvati gamla í Höfða, til þess að hann gæti veitt sjer þá ánægju að hverfa frá biihokri sínu nokkrar vikur til fræðiiðk- ana hjer í söfnunum, ef því hefði þá verið spáð, að Prestaæfir hans yrðu 30—40 árum síðar mest lesna rit Landsbókasafnsins. En þetta er nú samt komið á daginn, og mjer finst vel mega vekja á því athygli. ef vera kynni, að einhver góður Vestfirðingur eða annar kunnug- ur maður yrði þá fremur til þess að minnast í ræðu eða riti þessa einstaka eljumanns á 100 ára af- mæli hans, sem nú er á næstu grösum. — Eins og kunnugt er eignaðist Landsbókasafnið öll handrit Sighvats að honum látn- um og eru þau þögult vitni um geysilega elju og fræðiáhuga fá- tæks bóndamanns við óblíð æfi- kjör, og hefir Sighvatur, eins og raunar margir fleiri fræðimenn úr alþýðustjett, hlotið of litla viður- kenningu fyrir mikið starf og ó- drepandi þrautseigju við söfnun og uppskrift margs konar fróð- H^^k^WnM .A^H.'.a, rni.^iXi^m^mmwmmmw&fmm+iii/m^ ¦ ¦¦ —"^a- m XI *m\ ¦ '1 B ^K k 2 k lE C X * w W S J| sl lE-S 9 1 fifi fl lall 11 lilll 1 \wM III jl ¦«¦¦»¦ ¦»1B V 9 ' 9mm iSt :^fci!^E-.<Æ'W ~m^m^mWK--wB^ *^m*-*wW''J^m*^* J^B - My —. j^ ^mJ Prestaæfir Sighvats Gr. Borgfirðings í bókahillu í Landsbókasafninu. leiks, þó að ýmislegt fánýtt hafi flotið með eins og jafnan vill verða. En um Prestaæfir hans ». m. k. er það að segja, að þar er saman dreginn geysimikill per- sónusögulegur fróðleikur, sem handhægt er að hafa á einum stað og mörgum kemur að gagni, sem þess háttar grúski sinn#. • Sighvatur Grímsson Borgfirð- ingur var fæddur í Nýjabæ á Skipaskaga í Borgarfjarðarsýslu 20. desember 1840. Voru foreldrar hans Grímur Einarsson og Guðrún Sighvatsdóttir, þurrabúðarhjón á Akranesi. Ólst Sighvatur upp við Sighvatur Grímsson BorgfirSingur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.