Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1941, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1941, Page 8
152 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS laðandi fyrir ókunnuga á að líta. Eins og jeg hef áður get- ið, var Færeyingahöfn eina fríhöfnin í Grænlandi, og mátt- um við því ekki stíga fæti okk- ar annars staðar á land. Þar var afar hrjóstrugt og hrikalegt landslag á að líta. líta. Maður sá varla grasblett, svo nafn mætti gefa, aðeins hraun og jökla. Landið er enn- fremur mjög vogskorið, enda líka eru mjög góðir lendingar- staðir þar víða. T. d. er Færey- ingahöfn Bjerstaklega góður lendingarstaður, og geta skip lagst fast að landi, því aðdýpi er svo mikið. I Færeyingahöfn er sjómannaheimili. Þar voru haldnar guðsþjónustur hvern sunnudag. Menn fengu, að skrifa sendibrjef sín þar, og voru lögð til öll ritföng ókeypis. Það var Færeyingur, eldri mað- ur, sem stjórnaði heimilinu, og var stjórnsemi hans prýðilega leyst af hendi. Einnig var spítali þarna, sem tók um 30 sjúklinga. 1 danskur læknir og þrjár hjúkrunarkon- konur störfuðu við spítalann, og mættum við í hvívetna alúð og lipurð, ef einhverrar aðstoð- ar þurfti með. Enginn alvarleg slys eða önnur veikindi urðu á mönnum alt úthaldið, og mátti telja það vel farið. Þarna var og Loftskeytastöð og einn danskur loftskeytamað- ur sem starfaði við hana. Þrjú íveruhús voru fyrir starfsfólkið, og er þar með upp- lalinn húsafjöldinn í Færey- ingahöfn. í einu húsinu bjuggu 5 eski- móar, sem voru við ýms störf á staðnum. Eskimóar þessir voru fremur smávaxnir og dökkir á hörund, og einnig skáeygðir, líkast og Kínverjar. Þeir höfðu dvalið í Danmörku um hríð og lært að tala og skrifa dönsku, en að öðru leyti virtust þeir fremur fávísir og mentunar- snauðir. Líf okkar mátti teljast yfir- leitt mjög einmanalegt og hversdagslegt, hjeldum okkur aðallega um borð, er við lágum í höfn, því ekkert var um að vera í landi. sem gat slytt tím- ann. ítalarnir voru mjóg .,mús- ikkalskir“, og höfðu ýms hljóð- færi meðferðis, og spiluðu og sungu með, höfðu flestir okkar yndi og ánægju af. Var þetta helsta dægrastytting okkar, á- samt fjörugum samræðum. Sambúð okkar og Italanna var svo sem best verður á kosið. Aðbúnaður Italanna var frekar ljelegur, samanborið við okkar, t. d. var mataræði þeirra mjög einhliða, og vakti oft óánægju meðal þeirra, einnig voru þeir, sem sagt hlífðarfatalausir sum- ir hverjir. og hjálpuðum við þeim um hlífðarföt er við mátt- um án vera. Kaupgjald Italanna var mjög lágt, 700 lírur á mánuði, eða sem svarar 140 íslenskra króna, og engin önnur hlunnindi. Ital- arnir voru ekki ánægðir með kjör sín, og þótti sem vonlegt var, mikill munur á kaupi og kjörum okkar íslendinganna. III. Þann 10. september lögðum ið af stað frá Grænlandi, og var ferðinni heitið til Nýfundna lands. Skipin fylgdust öll að, eins og áður. Við fengum ágæt- is veður. Menn voru kátir og hressir í bragði við tilhugsunina um að kanna nýtt land, því að flestir voru búnir að fá nóg eftir vistarveruna í Grænlandi. Ferðin gekk eftir bestu óskum, og var hin skemtilegasta. Eftir 5 sólarhringa siglingu vorum við komnir á áfangastaðinn, og var það Harbour Grace í Ný- fundnalandi, sem var fyrirfram ákveðinn dvalarstaður. Landið var mjög fagurt og aðlaðandi, hvar sem við litum yfir það. Þarna eru mjög fagr- ir skógar og þéttvaxnir, Har- bour Grace er fremur fámennur og lítill bær, svipaður að stærð og fólksfjölda og Hafnarfjörð- ur. íbúðarhús eru flest bygð úr timbri og eru að ytra útliti ,,gamaldags“ og ljeleg í saman- burði við hjer á landi. Alþýðufólk þarna var fremur fátækt og atvinnulítið. Aðalat- vinnuvegurinn var fiskveiðar og lítilsháttar landbúnaður. Flestir tóku okkur vel, því koma okkar skapaði fókli tals- verða atvinnu. ítalarnir fengu fisk keyptan úr ,,skonnortum“, er stundað höfðu veiðar, víðs- vegar kringum landið. Var það einnig ágóði fyrir Italana, því að þeir fengu fiskinn með hag- kvæmu verði, og bætti það upp tap þeirra við Grænland. Eftir 10 daga fóru togararnir á fiskveiðar á Nýfundna'ands- banka. Skipin fóru tvær ferðir og öfluðu lítið, því að íiskur var horfinn af miðunum. Franslc ir togarar höfðu stundað veiðar þarna um sumarið, og aflað á- gætlega, en við urðum of seinir fyrir. Fiskur sá, er við fengum í vörpuna, var vænn, en vatns- meiri og meirari en sá, er veið- ist hér við land. Dvölin við Ný- fundnaland var 6 vikur. Úr því var veiðum hætt, og búist til heimferðar. Við fórum á skipunum til St. Fear, sem er frönsk nýlenda við Nýfundnaland, og voru skip in skilin þar eftir, því að ítal- arnir hugðu að stunda fisk”eið- ar þarna næsta vor, en þélti of kostnaðarsamt að fara á skip- unum heim aftur. Við fórum samdægurs með skipi til St. John, biðum þar í þrjá daga, þar til skipið ,,Nýfundnaland“ kom, sem hafði áætlunarferðir milli Englands og Nýfundna- lands. Var nú ferðinni heitið til Liverpool, og fengum við gott leiði yfir hafið og fljóta ferð. Líðan var yfir höfuð ágæt hjá öllum, fengum nóg af góð- um mat. Það var fátt fárþega með, þessa ferð vegna þess að svo var orðið áliðið sumars, að fólk var hætt að ferðast. % Frá Liverpool fórum við til Hull og þaðan heim til íslands. Magnús Haraldsson. Indíánar eru ekki útdauðir enn. í Norður-Ameríku eru 350.000 ,hreinræktaðir‘ rauðskinnar dreifð- ir um 26 ríki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.