Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1941, Blaðsíða 1
J0 24. tölublað. Sunnudagur 15. júní 1941. XVI. árgangur. Atlantshafið og Ameríka Hversvegna og hvenær Bandaríkin fara í stríðið Eftir Walter Lippmann Höfundur þessarar greinar er einn af víðkunnustu og bestu blaðamönnum í Bandaríkjunum. f eftirfarandi grein, sem hann ritaði upphaflega fyrir vikublaðið „Life“, gerir hann grein fyrir hvers vegna Bandaríkin fóru í stríðið með Bandamönnum 1917 og hvers vegna þeir fara í stríð með Bretum nú. I annað sinn á 25 árum hefir ameríska þjóðin gerst þátt- takandi í ófriði, sem hún ætlaði sjer að verða hlutlaus í. Þátttak- an í núverandi styrjöld kom miklu fyr en í fyrri styrjöldinni. Þegar Bandaríkin slitu stjórnmálasam- bandi við Þýskaland í febrúar 1917 höfðu Bandamenn átt í styrj- öld við Þjóðverja og þeirra banda- menn í 30 mánuði; þegar Þjóð- þingið hóf umræður um láns- og leigufrumvarpið í febrúar 1941 hafði styrjöldin staðið í 17 mán- uði. En þó þátttakan í þessu stríði hafi komið þetta fljótt nú, þá er það ekki vegna þess að ekki haf.i verið gerðar sjerstakar ráðstafan- ir til þess að Bandaríkin yrðu hlutlaus. Þjóðþingið hafði eytt mörgum árum til að rannsaka á- stæðuna fyrir þátttökunni í síðasta stríði. Árin 1935 og 1936 sam- þykti þingið og forsetinn skrifaði undir lög, sem áttu að tryggja hlutleysi Bandaríkjanna og koma í veg fyrir að eins færi og 1917. En samt sem áður, eftir að um- ræður höfðu farið fram í þinginu og meðal almennings, var í annað sinn horfið frá hlutleysisstefnunni og Bandaríkin eru á ný orðin þátt- takandi í Evrópuófriði. Við verð- um að gera okkur fyllilega ljóst hvernig á þe*su *tendur og fá 1917 Woodrow Wilson. fullnægjandi skýringu á því, ekki aðeins hvers vegna við höfum gerst þátttakendur í þessum tveim styrjöldum heldur og hvernig var ástatt einmitt þegar við gripum inn í styrjaldirnar. Það er engin skýring að segja, að fjesýslumenn, hergagnaframleið endur eða auðvaldið eigi sök á 1941 Fr. D. Roosevelt. þátttöku okkar í stríðinu. Því þó fjesýslumenn hafi lánað Banda- mönnum fje árið 1917 þá er ekki því til að dreifa 1941. Árið 1917 voru til mörg einkafyrirtæki, sem framleiddu hergögn, og því hefir verið haldið fram, að hergagna- framleiðendurnir hafi þá verið hræddir um, að ef Bandamenn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.