Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 211 1. Bandaríkin kröfðust þess, að sáttmáli Breta og Japana yrði að engu gerður og Japan einangrað. Þessari stefnu fylgdi það, að standa gegn útþenslu Japan ann- arsvegar og um leið minka okkar eigin flota hinsvegar. Á þenna hátt skapaðist sú aðstaða, að enskumælandi þjóðirnar — án þess að hafa yfirráð á höfunum — urðu andstæðar einangruðu en út- þenslumikils ríkis, Japan. I stað þess að vera áfram sam- einaðir Bretum svo vel, að við gætum í sameiningu staðið gegn Japan, skildum við við Breta og neyddum þá til að skilja við Japana. Með því að krefjast þess að breski og bandaríski flotinn yrðu minkaðir, studdum við að því, að Bretar krefðust þess, til að þeir gætu haldið hlutfallslegum styrk- leika í Evrópu, að franski flot- inn yrði minkaður í hlutfalli við þann ítalska. Þetta var svo aftur upphafið að kapphlaupinu milli flota Breta og Frakka, sem svo aftur har ávöxt í orustunni við Oran og hinni leiðu framkomu Darlans flotaforingja. 3. Á árunum 1920—1930 var leyft að flotar Bandaríkjanna og Bretlands gengju úr sjer. Þetta var gert undir handleiðslu Mac Donalds og Baldwins í Englandi og Hardings, Coolidge og Hoovers hjá okkur. Þegar kreppan hófst 1929 skildu hvorugar þjóðir að nýtt tímabil var að hefjast, og jafnvel þegar jafnvægið raskaðist við valdatöku nazista, skildi hvor- ug þjóðin hve nauðsynlegt var að endur byggja strax það vald, sem •ryí^i þjóðanna krafðist. ★ Þannig var það skilnaðarstsfna, •inangrunarstefna, afvopnun, blind friðarstefna og fáviska, sem á 20 árura frá vopnahljeinu, þar til éfriðnrinn branst út á ný, hafði leitt enskumælandi þjóðirnar frá aðstéðu ésigrandi öryggis til ör- vinglaðrar varnaraðstöðu. Þessi skilnaður bresk-amerísks valds var hin sama ástæða fyrir því að við töpuðum því öryggi, sem við höfðum náð. Þetta, en ekki mistök og órjett- Issti friðarsaraninganna, er ástseð- an fyrir því að við erum staddir þar sem við erum í dag. Því þó Versalasamningarnir hafi á marg- an hátt verið órjettlátir, ófram- kvæmanlegir og jafnvel óheiðar- legir, þá var friðsamleg endur- skoðun möguleg. Árið 1932, þegar Hitler var að komast til valda, var búið að gefa þýskt land frjálst og hætt var við verstu hegningar- ákvæðin. Aðrar endurskoðanir, jafnvel endurskoðun landamæra, voru ekki útilokaðar. Það sem vantaði var-' vald — nógu sterkt vald til að halda niðri mögulegri uppreisn gegn þróun friðsamlegr- ar endurskoðunar ,og nógu sterku til að útiloka hræðslu við að veita hinum sigruðu tilslakanir. Skilnaður hinna enskumælandi þjóða eyðilagði lög og rjett, sem hafði náðst 1918. Skilnaðurinn eyðilagði viljann til að endurbæta friðarsáttmálann og völdin til að framkvæma ákvarðanir sem 'gerð- ar höfðu verið eftir stríð. Ein- angrunarstefna, aðskilnaðarstefna, afvopnun og fáviska, skapaði stjórnleysi. Þessar stefnur eru stuðningur stjórnleysisstefnunnar — stjórnleysi, sem skapaði öfund þar sem nauðsyn var á samein- ingu, ógnarhræðslu stjórnmála- manna, þar sem þörf var fyrir stjórnvisku, veikleika þar sem áð- ur hafði verið ósigrandi vald, og hálfvelgju, þar sem nauðsyn var á ákveðnum tökum. Hin sigur- sælu lýðræðisríki frá 1918 vildu ekki standa saman, og þess vegua hafa sVo mörg af þeim verið drep- in eitt og eitt í senn nú. Þetta er það, sem eyðilagði heiminn, sem lýðræðið var örugt í 1918. Á 20 árura milli ófriðanna köstuðum við hurtu sverðinu og skildinum, sem höfðu fært okkur sigur. Yið gleymdum hvers vegna við höfðum barist. Við vissum ekki lengur hver hafði sigrað. Við hæddumst að því sem áður hafði bjargað okkur og sem verður að endurreisa ef okkur á áð vera viðreisnar von á ný. Undirstaða stríðs- ogf friðarfyrirætlana vorra. Þegar við höfðum skilið hvers vegna við gripum inn í stríðið í fyrra skiftið, hvernig okkur mis- tókst að halda á sigri okkar, og hvers vegna við neyðumst til að grípa inn í á ný, þá er það ekk- ert leyndarmál hver stríðstilgang- ur enskumælandi þjóðanna er, eða hvernig við eigum að undirbúa friðinn. Við fórum í fyrra stríðið í þeim tilgangi að varðveita yfir- ráðin yfir Atlantshafi fyrir ensku- mælandi þjóðirnar; í heila öld hafa þjóðirnar alt frá Skandinavíu til Argentínu, sem liggja að At- lantshafi, haft tækifæri til frjálsr- ar þróunar, svo ^engin dæmi eru til í veraldarsögunni. Undir vernd sjóveldis í höndum frjálsra ríkisstjórna hafa strend- ur Atlanthafsins verið landfræði- legur miðpunktur mannlegs frels- is. Við töpuðum friðinum vegna þess að við ljetum sjóveldi hinna enskumælandi þjóða hnigna. Við neyðumst til að grípa inn í í ann- að sinn til að fyrirbyggja að þessi hnignun leiði ekki til öngþveitis. Aðalstríðstilgangur enskumæl- andi þjóðanna hlýtur því að vera, að vernda sjóveldi sitt gegn þeim árásum, sem gerðar eru á það. Ef þjóðirnar hefðu haldið saman eins og þær gerðu, er þær unnu síðustu styrjöld, þá hefði senni- lega aldrei komið til þesarar á- rásar. Hefðu þær verið betur und- irbúnar er árásin var hafin hefðu þær verið Atlantshafsheiminn víð Rínarfljót, en ekki, eins og nú yfir Englandi, Skotlandi og Wales og á hafinu frá írlandi til Brasilíu Hvaða stríðstilgang geta þær haft annan heldur en sigrast á árásarþjóðinni og endurreisn Frakkland, Belgíu, Noreg og Tjekkóslóvakíu, sem voru í fyrstn varnarlínu, og koma síðan á vopna hljei svo að frjálsar þjóðir — undir handleiðslu Breta og Banda- rfkjamanna .— geti bygt upp nýj- an heim? • ★ Og hvað getur verið aðal friðar- tilgangur vor, annað en að tryggja það fastlega, sem við hefðnra aldrei átt að missa: ákveðna sam- vinnu í alheimsmálum meðal enskumælandi þjóða. Á þessu stigi getum við ekki gert okkur fulla grein fyrir því hvernig sú sam- vinna verður. Það, sem við verð Framh. á bls. 21ð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.